Rodri kemur ekki til greina en Spánn á bestu stjórana Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 13:17 Erling Haaland gæti verið valinn bestur annað árið í röð, en Rodri kemur ekki til greina. Getty/Neal Simpson Átta leikmenn hafa verið tilnefndir sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en það er í höndum almennings og dómnefndar að skera úr um hver þeirra var bestur. Athygli vekur að spænski miðjumaðurinn Rodri er ekki á meðal þeirra tilnefndu, þrátt fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki hjá Manchester City og ekki tapað einum einasta leik á tímabilinu. City hefur tapað þremur af fjórum deildarleikjum sínum án Rodri. Rodri has the same number of defeats as Player of the Season nominations in the Premier League this season (0). 🤪He's the only player with:◉ 20+ shots on target◉ 20+ chances created◉ 20+ aerial duels won◉ 20+ take-ons completed◉ 20+ tackles made◉ 20+ interceptions… pic.twitter.com/Kj9MiPCIuN— Squawka (@Squawka) May 9, 2024 Liðsfélagar Rodri, þeir Erling Haaland og Phil Foden, eru hins vegar tilnefndir og gæti Haaland því unnið verðlaunin annað árið í röð. Foden var á dögunum valinn bestur af samtökum fótboltafréttamanna á Englandi. Þeir Martin Ödegaard og Declan Rice úr Arsenal, Cole Palmer úr Chelsea, Alexander Isak úr Newcastle, Ollie Watkins úr Aston Villa og Virgil van Dijk úr Liverpool eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um verðlaunin 18. maí. BREAKING: The Premier League Player of the Season nominees have been announced 👀🏆 pic.twitter.com/mQPzeOlOyb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 9, 2024 Spánverjar eru afar áberandi á listanum yfir þá stjóra sem tilnefndir eru sem besti stjóri tímabilsins. Fyrir utan Þjóðverjann Jürgen Klopp hjá Liverpool eru á listanum Spánverjarnir Pep Guardiola (City), Mikel Arteta (Arsenal), Unai Emery (Aston Villa) og Andoni Iraola (Bournemouth). Guardiola hefur unnið verðlaunin fjórum sinnum. Haaland varð í fyrra fyrstur í sögunni til að vera valinn bæði besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn, eftir 36 mörk í 35 deildarleikjum. Í vetur hefur hann skorað 25 mörk. Haaland er aftur tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn í ár, ásamt Foden, Palmer og Isak, og auk þeirra eru Kobbie Mainoo úr Manchester United, Destiny Udogie úr Tottenham og William Saliba úr Arsenal tilnefndir. Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Athygli vekur að spænski miðjumaðurinn Rodri er ekki á meðal þeirra tilnefndu, þrátt fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki hjá Manchester City og ekki tapað einum einasta leik á tímabilinu. City hefur tapað þremur af fjórum deildarleikjum sínum án Rodri. Rodri has the same number of defeats as Player of the Season nominations in the Premier League this season (0). 🤪He's the only player with:◉ 20+ shots on target◉ 20+ chances created◉ 20+ aerial duels won◉ 20+ take-ons completed◉ 20+ tackles made◉ 20+ interceptions… pic.twitter.com/Kj9MiPCIuN— Squawka (@Squawka) May 9, 2024 Liðsfélagar Rodri, þeir Erling Haaland og Phil Foden, eru hins vegar tilnefndir og gæti Haaland því unnið verðlaunin annað árið í röð. Foden var á dögunum valinn bestur af samtökum fótboltafréttamanna á Englandi. Þeir Martin Ödegaard og Declan Rice úr Arsenal, Cole Palmer úr Chelsea, Alexander Isak úr Newcastle, Ollie Watkins úr Aston Villa og Virgil van Dijk úr Liverpool eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um verðlaunin 18. maí. BREAKING: The Premier League Player of the Season nominees have been announced 👀🏆 pic.twitter.com/mQPzeOlOyb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 9, 2024 Spánverjar eru afar áberandi á listanum yfir þá stjóra sem tilnefndir eru sem besti stjóri tímabilsins. Fyrir utan Þjóðverjann Jürgen Klopp hjá Liverpool eru á listanum Spánverjarnir Pep Guardiola (City), Mikel Arteta (Arsenal), Unai Emery (Aston Villa) og Andoni Iraola (Bournemouth). Guardiola hefur unnið verðlaunin fjórum sinnum. Haaland varð í fyrra fyrstur í sögunni til að vera valinn bæði besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn, eftir 36 mörk í 35 deildarleikjum. Í vetur hefur hann skorað 25 mörk. Haaland er aftur tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn í ár, ásamt Foden, Palmer og Isak, og auk þeirra eru Kobbie Mainoo úr Manchester United, Destiny Udogie úr Tottenham og William Saliba úr Arsenal tilnefndir.
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira