Eiginkona Jokic í hjartnæmu myndbandi um þann besta Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 09:31 Nikola Jokic er verðmætastur í NBA-deildinni og mikill fjölskyldumaður en hérna fagnar hann meistaratitlinum í fyrra með eiginkonu sinni og dóttur. Getty/AAron Ontiveroz Serbneski miðherjinn Nikola Jokic var í gær útnefndur verðmætasti leikmaður (e. MVP) NBA-deildarinnar í körfubolta í þriðja sinn og er kominn í hóp með Larry Bird og Magic Johnson. Jokic hafði áður verið valinn árin 2021 og 2022 en varð í 2. sæti í kjörinu í fyrra. Hann er aðeins sá níundi í sögunni sem valinn er bestur þrisvar sinnum eða oftar, og óhætt að segja að hann sé kominn í hóp með miklum goðsögnum. Auk Jokic hafa þeir Larry Bird, Magic Johnson og Moses Malone hlotið verðlaunin þrisvar sinnum hver. Kareem Abdul-Jabbar var valinn sex sinnum, Michael Jordan og Bill Russell fimm sinnum, og Wilt Chamberlain og LeBron James fjórum sinnum. „Þetta er sérstök stund sem ég á eflaust eftir að muna alla mína ævi,“ sagði Jokic sem er 29 ára gamall. „Þetta er eitthvað til að njóta eftir að ferlinum lýkur,“ bætti hann við. Eiginkona hans, Natalija, talar inn á afar hjartnæmt myndband í tilefni verðlaunanna þar sem farið er yfir það hvernig Jokic hefur nú tekist það sem enginn bjóst við, og um leið verið frábær fjölskyldumaður. More than an MVP. pic.twitter.com/LtVjlNkK9b— Denver Nuggets (@nuggets) May 8, 2024 Shai Gilgeous-Alexander úr Oklahoma City Thunder varð í 2. sæti að þessu sinni og Luka Doncic úr Dallas Mavericks í 3. sæti. Jokic hefur að meðaltali skorað 26,4 stig í leik með Denver Nuggets í vetur, tekið 12,4 fráköst og átt níu stoðsendingar. Hann hefur 25 sinnum náð þrefaldri tvennu í leik. Denver endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar en titilvörn liðsins í úrslitakeppninni gengur ekki vel sem stendur. Liðið er 2-0 undir gegn Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Brunson hristi af sér meiðsli og Knicks unnu aftur Í undanúrslitum austurdeildarinnar tókst New York Knicks að komast í 2-0 gegn Indiana Pacers með 130-121 sigri. Jalen Brunson varð að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla í fæti, þegar New York var 24-17 yfir, og Indiana komst í 73-63 áður en Brunson sneri aftur inn á. Hann endaði með 24 stig í leiknum. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Jokic hafði áður verið valinn árin 2021 og 2022 en varð í 2. sæti í kjörinu í fyrra. Hann er aðeins sá níundi í sögunni sem valinn er bestur þrisvar sinnum eða oftar, og óhætt að segja að hann sé kominn í hóp með miklum goðsögnum. Auk Jokic hafa þeir Larry Bird, Magic Johnson og Moses Malone hlotið verðlaunin þrisvar sinnum hver. Kareem Abdul-Jabbar var valinn sex sinnum, Michael Jordan og Bill Russell fimm sinnum, og Wilt Chamberlain og LeBron James fjórum sinnum. „Þetta er sérstök stund sem ég á eflaust eftir að muna alla mína ævi,“ sagði Jokic sem er 29 ára gamall. „Þetta er eitthvað til að njóta eftir að ferlinum lýkur,“ bætti hann við. Eiginkona hans, Natalija, talar inn á afar hjartnæmt myndband í tilefni verðlaunanna þar sem farið er yfir það hvernig Jokic hefur nú tekist það sem enginn bjóst við, og um leið verið frábær fjölskyldumaður. More than an MVP. pic.twitter.com/LtVjlNkK9b— Denver Nuggets (@nuggets) May 8, 2024 Shai Gilgeous-Alexander úr Oklahoma City Thunder varð í 2. sæti að þessu sinni og Luka Doncic úr Dallas Mavericks í 3. sæti. Jokic hefur að meðaltali skorað 26,4 stig í leik með Denver Nuggets í vetur, tekið 12,4 fráköst og átt níu stoðsendingar. Hann hefur 25 sinnum náð þrefaldri tvennu í leik. Denver endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar en titilvörn liðsins í úrslitakeppninni gengur ekki vel sem stendur. Liðið er 2-0 undir gegn Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Brunson hristi af sér meiðsli og Knicks unnu aftur Í undanúrslitum austurdeildarinnar tókst New York Knicks að komast í 2-0 gegn Indiana Pacers með 130-121 sigri. Jalen Brunson varð að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla í fæti, þegar New York var 24-17 yfir, og Indiana komst í 73-63 áður en Brunson sneri aftur inn á. Hann endaði með 24 stig í leiknum.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira