Gagnrýnir lítinn stuðning við afreksíþróttafólk: „Upphæðin ein og sér er grín“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2024 08:00 Arnar Pétursson er búinn að koma kvennalandsliðinu í handbolta á tvö stórmót síðan hann tók við því sumarið 2019. vísir/hulda margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gagnrýnir harðlega úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ í pistli á Facebook. Bæði U-18 og U-20 ára landslið Íslands í handbolta kvenna verða meðal þátttökuliða á HM í sumar. Því fylgir mikill kostnaður en áætlað er að hver leikmaður liðanna þurfi að greiða sex hundruð þúsund krónur úr eigin vasa til að taka þátt á mótunum. HSÍ á fjölmörg lið á stórmótum og upphæðin sem sambandið fær úr Afrekssjóði ÍSÍ dugir skammt. Arnar stakk niður penna á Facebook í gær þar sem hann fjallaði um Afrekssjóð ÍSÍ og afreksstarf ríkisstjórnar Íslands. Landsliðsþjálfarinn segir ekki rétt að beina reiðinni að HSÍ þar sem sambandið sé að gjalda fyrir góðan árangur handboltalandsliðanna. Vandamálið sé að tekjur frá Afrekssjóði ÍSÍ, sem styrkir sérsamböndin fjárhagslega, hafi ekki aukist í samræmi við aukna þátttöku á stórmótum. Bara 22 prósent af þörf sérsambandanna Arnar bendir á að heildarkostnaður afreksstarfs sé að meðaltali 2.423 milljónir króna hjá samböndunum sem sóttu um styrki til Afrekssjóðs ÍSÍ. Framlag ríkisins til hans sé hins vegar aðeins 392 milljónir króna eins og hann hafi verið undanfarin ár. „Stuðningur ríkisins er því að meðaltali um 22% af árlegri þörf sérsambandanna og kostnaði þeirra við afreksstarfið. Upphæðin ein og sér er grín. Það að hún sé ekki vísitölutengd og hafi haldist óbreytt síðust fjögur ár er enn meira grín. Þúsund krónur í dag eru ekki það sama og þúsund krónur í janúar 2020. Það vita allir rétt eins og þau sem vinna hjá sérsamböndum ÍSÍ. Sérsamböndin fengu mun meira fyrir 400 m.kr. í janúar 2020 en þau fá í dag fyrir 392 m.kr. Ekki aðeins er upphæðin lægri heldur hefur á þessu tímabili vísitala neysluverðs hækkað um 33%.“ Vantar 125 milljónir upp á framlagið Arnar notaði verðlagsreiknivél Háskóla Íslands til að uppreikna framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann segir að fjögur hundruð milljónir í janúar 2020 jafngildi 517 milljónum fjórum árum seinna. Framlag ríkisins hafi sem fyrr verið 392 milljónir og því vanti 125 milljónir upp á. „Hlutur HSÍ af framlagi ríkisins í afrekssjóð nú í janúar var 16,5%. 16,5% af 125 m.kr. eru 20,7 m.kr.Hlutur HSÍ af því sem upp á vantar af framlag ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ er því 1,5 m.kr. hærri upphæð en stúlkurnar í U-20 og U-18 ára landsliðunum þurfa að safna áður en þær komast á HM í sumar. Það vantar aðeins upp á sanngirnina til að auðvelda þessum stúlkum lífið.“ Hver króna skilar sér margfalt til baka Arnar segir nauðsynlegt að ráðamenn þjóðarinnar verði að styðja betur við afreksstarf og ekki sé í boði að spara þegar kemur að Afrekssjóði ÍSÍ. „Ábyrgð þeirra sem velja sér starfsframa á alþingi er mikil. Skylda ríkisins er að fara vel með þá fjármuni sem við leggjum því til og að tryggja að nýting þeirra sé eins góð og hugsast getur þannig að árangur náist til lengri tíma, lengri en aðeins fram að næstu kosningum. Að mínu mati getur ríkið almennt gert betur á mörgum sviðum og sparað víða en það á ekki við þegar kemur að afrekssjóði ÍSÍ. Þar má gera mun betur. Forvarnarstarf íþrótta þekkja allir og hver króna sem ráðstafað er í okkar besta íþróttafólk skilar sér margfalt til baka á ekki löngum tíma. Gerum einfaldlega betur.“ Pistil Arnars má lesa hér fyrir neðan. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Íþróttir barna Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Sjá meira
Bæði U-18 og U-20 ára landslið Íslands í handbolta kvenna verða meðal þátttökuliða á HM í sumar. Því fylgir mikill kostnaður en áætlað er að hver leikmaður liðanna þurfi að greiða sex hundruð þúsund krónur úr eigin vasa til að taka þátt á mótunum. HSÍ á fjölmörg lið á stórmótum og upphæðin sem sambandið fær úr Afrekssjóði ÍSÍ dugir skammt. Arnar stakk niður penna á Facebook í gær þar sem hann fjallaði um Afrekssjóð ÍSÍ og afreksstarf ríkisstjórnar Íslands. Landsliðsþjálfarinn segir ekki rétt að beina reiðinni að HSÍ þar sem sambandið sé að gjalda fyrir góðan árangur handboltalandsliðanna. Vandamálið sé að tekjur frá Afrekssjóði ÍSÍ, sem styrkir sérsamböndin fjárhagslega, hafi ekki aukist í samræmi við aukna þátttöku á stórmótum. Bara 22 prósent af þörf sérsambandanna Arnar bendir á að heildarkostnaður afreksstarfs sé að meðaltali 2.423 milljónir króna hjá samböndunum sem sóttu um styrki til Afrekssjóðs ÍSÍ. Framlag ríkisins til hans sé hins vegar aðeins 392 milljónir króna eins og hann hafi verið undanfarin ár. „Stuðningur ríkisins er því að meðaltali um 22% af árlegri þörf sérsambandanna og kostnaði þeirra við afreksstarfið. Upphæðin ein og sér er grín. Það að hún sé ekki vísitölutengd og hafi haldist óbreytt síðust fjögur ár er enn meira grín. Þúsund krónur í dag eru ekki það sama og þúsund krónur í janúar 2020. Það vita allir rétt eins og þau sem vinna hjá sérsamböndum ÍSÍ. Sérsamböndin fengu mun meira fyrir 400 m.kr. í janúar 2020 en þau fá í dag fyrir 392 m.kr. Ekki aðeins er upphæðin lægri heldur hefur á þessu tímabili vísitala neysluverðs hækkað um 33%.“ Vantar 125 milljónir upp á framlagið Arnar notaði verðlagsreiknivél Háskóla Íslands til að uppreikna framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann segir að fjögur hundruð milljónir í janúar 2020 jafngildi 517 milljónum fjórum árum seinna. Framlag ríkisins hafi sem fyrr verið 392 milljónir og því vanti 125 milljónir upp á. „Hlutur HSÍ af framlagi ríkisins í afrekssjóð nú í janúar var 16,5%. 16,5% af 125 m.kr. eru 20,7 m.kr.Hlutur HSÍ af því sem upp á vantar af framlag ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ er því 1,5 m.kr. hærri upphæð en stúlkurnar í U-20 og U-18 ára landsliðunum þurfa að safna áður en þær komast á HM í sumar. Það vantar aðeins upp á sanngirnina til að auðvelda þessum stúlkum lífið.“ Hver króna skilar sér margfalt til baka Arnar segir nauðsynlegt að ráðamenn þjóðarinnar verði að styðja betur við afreksstarf og ekki sé í boði að spara þegar kemur að Afrekssjóði ÍSÍ. „Ábyrgð þeirra sem velja sér starfsframa á alþingi er mikil. Skylda ríkisins er að fara vel með þá fjármuni sem við leggjum því til og að tryggja að nýting þeirra sé eins góð og hugsast getur þannig að árangur náist til lengri tíma, lengri en aðeins fram að næstu kosningum. Að mínu mati getur ríkið almennt gert betur á mörgum sviðum og sparað víða en það á ekki við þegar kemur að afrekssjóði ÍSÍ. Þar má gera mun betur. Forvarnarstarf íþrótta þekkja allir og hver króna sem ráðstafað er í okkar besta íþróttafólk skilar sér margfalt til baka á ekki löngum tíma. Gerum einfaldlega betur.“ Pistil Arnars má lesa hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Íþróttir barna Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Sjá meira