Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 10:09 Franziska Giffey, fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins í Berlín, varð nýjasta fórnarlamb árása á stjórnmálamenn í gær. AP/Markus Schreiber Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. Karlmaður sló Franzisku Giffey, fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins í borgar- og sambandslandsstjórn Berlínar, aftan á höfuðið með poka sem í var þungur hlutur á bókasafni í borginni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Giffey særðist lítillega og hlaut aðhlynningu vegna höfuðverks á sjúkrahúsi. Sama dag varð félagi í Græningjum, samstarfsflokki jafnaðarmanna í ríkisstjórn, fyrir aðkasti þegar hann hengdi upp kosningaauglýsingar í Dresden. Tveir menn hrintu honum, hræktu á hann og rifu niður kosningaspjöld. Vitni heyrðu mennina hylla nasistaforingjann Adolf Hitler áður en þeir létu til skarar skríða. DW exclusive: This is the moment a Green politician was physically harassed and spat at in the eastern German city of Dresden. Yvonne Mosler was hanging posters on Tuesday when the incident happened. pic.twitter.com/pYSajYyCWP— DW Politics (@dw_politics) May 8, 2024 Alvarlegasta árásin var þó á Matthias Ecke, Evrópuþingmann jafnaðarmanna, í Dresden á föstudag. Hann var barinn svo illa þegar hann var að hengja upp kosningaspjöld að hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð vegna sára sinna. Tengja árásir við uppgang hægriöfga Árásum á þýska stjórnmálamenn hefur snarfjölgað á skömmum tíma. Samkvæmt opinberum tölum eru þær nú tvöfalt fleiri en árið 2019 þegar Evrópuþingskosningar fóru fram. Árásum á kjörna fulltrúa fjölgaði um ríflega helming á milli 2022 og 2023. Innanríkisráðherrar Þýskalands og sambandslandanna sextán héldu neyðarfund vegna árásanna í gær. Þeir kölluðu eftir aukinni lögregluvernd og harðari lögum til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á stjórnmálamenn og starfsmenn framboða, að sögn Deutsche Welle. Ýmsir stjórnmálamenn hafa kennt uppgangi hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um vaxandi pólitískt ofbeldi. Stuðningur við flokkinn hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og hann sér mögulega fram á sigur í þremur sambandslöndum í kosningunum nú. Lögreglan í Saxlandi sem rannsakar árásina á Ecke segir að minnsta kosti eitt ungmennanna fjögurra sem réðust á hann tilheyri öfgahægrihreyfingunni. Sami hópur hafi ráðist á og sært sjálfboðaliða Græningja. „Þessar endurteknu árási eru til marks um þróun í samfélaginu þar sem fólk reynir ekki að ná pólitískum markmiðum sínum með orðum heldur með ofbeldi, hatri og áreitni,“ sagði Michael Stübgen, innanríkisráðherra Brandenborgar, sem stýrði ráðherrafundinum í gær. Alice Weidel, næstráðandi AfD, fordæmdi það sem hún kallaði tilraunir til þess að nota árásina á Ecke í pólitískum tilgangi og benti á að kjörnir fulltrúar og félagar í flokknum yrðu einnig fyrir tíðum árásum. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Karlmaður sló Franzisku Giffey, fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins í borgar- og sambandslandsstjórn Berlínar, aftan á höfuðið með poka sem í var þungur hlutur á bókasafni í borginni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Giffey særðist lítillega og hlaut aðhlynningu vegna höfuðverks á sjúkrahúsi. Sama dag varð félagi í Græningjum, samstarfsflokki jafnaðarmanna í ríkisstjórn, fyrir aðkasti þegar hann hengdi upp kosningaauglýsingar í Dresden. Tveir menn hrintu honum, hræktu á hann og rifu niður kosningaspjöld. Vitni heyrðu mennina hylla nasistaforingjann Adolf Hitler áður en þeir létu til skarar skríða. DW exclusive: This is the moment a Green politician was physically harassed and spat at in the eastern German city of Dresden. Yvonne Mosler was hanging posters on Tuesday when the incident happened. pic.twitter.com/pYSajYyCWP— DW Politics (@dw_politics) May 8, 2024 Alvarlegasta árásin var þó á Matthias Ecke, Evrópuþingmann jafnaðarmanna, í Dresden á föstudag. Hann var barinn svo illa þegar hann var að hengja upp kosningaspjöld að hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð vegna sára sinna. Tengja árásir við uppgang hægriöfga Árásum á þýska stjórnmálamenn hefur snarfjölgað á skömmum tíma. Samkvæmt opinberum tölum eru þær nú tvöfalt fleiri en árið 2019 þegar Evrópuþingskosningar fóru fram. Árásum á kjörna fulltrúa fjölgaði um ríflega helming á milli 2022 og 2023. Innanríkisráðherrar Þýskalands og sambandslandanna sextán héldu neyðarfund vegna árásanna í gær. Þeir kölluðu eftir aukinni lögregluvernd og harðari lögum til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á stjórnmálamenn og starfsmenn framboða, að sögn Deutsche Welle. Ýmsir stjórnmálamenn hafa kennt uppgangi hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um vaxandi pólitískt ofbeldi. Stuðningur við flokkinn hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og hann sér mögulega fram á sigur í þremur sambandslöndum í kosningunum nú. Lögreglan í Saxlandi sem rannsakar árásina á Ecke segir að minnsta kosti eitt ungmennanna fjögurra sem réðust á hann tilheyri öfgahægrihreyfingunni. Sami hópur hafi ráðist á og sært sjálfboðaliða Græningja. „Þessar endurteknu árási eru til marks um þróun í samfélaginu þar sem fólk reynir ekki að ná pólitískum markmiðum sínum með orðum heldur með ofbeldi, hatri og áreitni,“ sagði Michael Stübgen, innanríkisráðherra Brandenborgar, sem stýrði ráðherrafundinum í gær. Alice Weidel, næstráðandi AfD, fordæmdi það sem hún kallaði tilraunir til þess að nota árásina á Ecke í pólitískum tilgangi og benti á að kjörnir fulltrúar og félagar í flokknum yrðu einnig fyrir tíðum árásum.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46