NBA meistararnir réðu ekki við hinn magnaða Anthony Edwards Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 08:31 Anthony Edwards var frábær í sigri Minnesota Timberwolves í nótt alveg eins og hann hefur verið í síðustu leikjum liðsins í úrslitakeppninni. Getty/Matthew Stockman Minnesota Timberwolves er komið í 1-0 á móti ríkjandi NBA meisturum Denver Nuggets eftir sigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Maður kvöldsins var án vafa hinn ungi en magnaði Anthony Edwards. Edwards setti nýtt persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 43 stig í 106-99 sigri Timberwolves. Hann fékk líka mjög góða hjálp í fjórða leikhlutanum þegar Naz Reid, besti sjötti maður deildarinnar í vetur, skoraði fjórtán af sextán stigum sínum. A career night for Anthony Edwards in Game 1 ‼️🐺 43 PTS (playoff career high)🐺 17-29 FGM🐺 7 REB🐺 1-0 series leadThe 2nd player 22 years old or younger to score 40+ in back-to-back playoff games (Kobe Bryant).#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/viVBSNZpNt— NBA (@NBA) May 5, 2024 „Þetta snýst ekki um að láta aðra vita hverjir við erum. Við vitum hverjir við erum,“ sagði Anthony Edwards en Minnesota er komið í gegnum fyrstu umferðina í fyrsta sinn í tvö áratugi. „Við erum að springa út og á meðan við styðjum hvorn annan í þessu þá skiptir eiginlega engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Edwards. Hann grínaðist síðan með það að hann hafi örugglega ekki verið fæddur þegar Kevin Garnett hjálpaði Timberwolves í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta og eina skiptið árið 2004. Edwards er ungur en ekki alveg svo ungur. Hann fæddist í ágúst 2001. Auk þess að skora 43 stig og hitta úr 17 af 29 skotum sínum þá var Edwards með 7 fráköst, 3 stoðsendingar og bara einn tapaðan bolta. Hann hitti úr 5 af 5 skotum sínum í upphafi leiks þar sem Úlfarnir komust í 18-4. Karl-Anthony Towns skoraði 20 stig og Mike Conley var með 14 stig og 10 stoðsendingar. Edwards og félagar eru á miklu skriði eftir að hafa unnið Phoenix Suns 4-0 í fyrstu umferðinni og nú eru þeir búnir að vinna fyrsta leikinn á útivelli. Hann hefur nú skorað 119 stig í síðustu þremur leikjum liðins eða 39,6 að meðaltali. „Ef ég segi alveg eins og er þá er hann sérstakur leikmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann getur gert allt á vellinum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var sjálfur með 32 stig, 9 stoðsendingar, 8 fráköst og 3 stolna bolta. Michael Porter Jr. var með 20 stig og Jamal Murray bætti við 17 stigum. Denver fór tiltölulega létt með Los Angeles Lakers í fyrstu umferðinni en nú mun reyna á liðið á móti þessu öfluga Timberwolves liði. "Going against the best player in the world is always fun... going against the best team in the world is always fun."Ant (43 PTS tonight) is embracing the challenge of the Denver Nuggets 🙌 pic.twitter.com/d64kFlmHrL— NBA (@NBA) May 5, 2024 NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Maður kvöldsins var án vafa hinn ungi en magnaði Anthony Edwards. Edwards setti nýtt persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 43 stig í 106-99 sigri Timberwolves. Hann fékk líka mjög góða hjálp í fjórða leikhlutanum þegar Naz Reid, besti sjötti maður deildarinnar í vetur, skoraði fjórtán af sextán stigum sínum. A career night for Anthony Edwards in Game 1 ‼️🐺 43 PTS (playoff career high)🐺 17-29 FGM🐺 7 REB🐺 1-0 series leadThe 2nd player 22 years old or younger to score 40+ in back-to-back playoff games (Kobe Bryant).#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/viVBSNZpNt— NBA (@NBA) May 5, 2024 „Þetta snýst ekki um að láta aðra vita hverjir við erum. Við vitum hverjir við erum,“ sagði Anthony Edwards en Minnesota er komið í gegnum fyrstu umferðina í fyrsta sinn í tvö áratugi. „Við erum að springa út og á meðan við styðjum hvorn annan í þessu þá skiptir eiginlega engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Edwards. Hann grínaðist síðan með það að hann hafi örugglega ekki verið fæddur þegar Kevin Garnett hjálpaði Timberwolves í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta og eina skiptið árið 2004. Edwards er ungur en ekki alveg svo ungur. Hann fæddist í ágúst 2001. Auk þess að skora 43 stig og hitta úr 17 af 29 skotum sínum þá var Edwards með 7 fráköst, 3 stoðsendingar og bara einn tapaðan bolta. Hann hitti úr 5 af 5 skotum sínum í upphafi leiks þar sem Úlfarnir komust í 18-4. Karl-Anthony Towns skoraði 20 stig og Mike Conley var með 14 stig og 10 stoðsendingar. Edwards og félagar eru á miklu skriði eftir að hafa unnið Phoenix Suns 4-0 í fyrstu umferðinni og nú eru þeir búnir að vinna fyrsta leikinn á útivelli. Hann hefur nú skorað 119 stig í síðustu þremur leikjum liðins eða 39,6 að meðaltali. „Ef ég segi alveg eins og er þá er hann sérstakur leikmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann getur gert allt á vellinum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var sjálfur með 32 stig, 9 stoðsendingar, 8 fráköst og 3 stolna bolta. Michael Porter Jr. var með 20 stig og Jamal Murray bætti við 17 stigum. Denver fór tiltölulega létt með Los Angeles Lakers í fyrstu umferðinni en nú mun reyna á liðið á móti þessu öfluga Timberwolves liði. "Going against the best player in the world is always fun... going against the best team in the world is always fun."Ant (43 PTS tonight) is embracing the challenge of the Denver Nuggets 🙌 pic.twitter.com/d64kFlmHrL— NBA (@NBA) May 5, 2024
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira