Halla Hrund eigi langt í land með að tryggja sér embættið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. maí 2024 12:10 Andrés Jónsson rýnir kappræður forsetaframbjóðenda sem sýndar voru á Rúv í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Almannatengill telur Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið. Hún, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, hafi ekki átt sinn besta dag í kappræðum Rúv í gær. Af efstu frambjóðendunum fjórum fannst honum Baldur Þórhallsson mæta best undirbúinn og gera fæst mistök. Nokkur hreyfing hefur verið á fylgi frambjóðendanna síðustu vikur en þau Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr hafa mælst með mesta fylgið. Í gær komu út tvær nýjar skoðanakannanir, frá Gallup og Maskínu. Halla Hrund mælist með mest fylgið í þeim báðum, 36 prósent hjá Gallup og 29,4 prósent hjá Maskínu. Í gær komu allir forsetaframbjóðendurnir tólf saman til pallborðsumræðna í fyrsta sinn í beinni útsendingu á Rúv. Almannatengillinn Andrés Jónsson segir að svo virðist sem skoðanakannanir gærdagsins hafi haft áhrif á frambjóðendur. „Maður tók eftir því að Katrín Jakobsdóttir var ekki í essinu sínu, allavega svona framan af þó hún hafi átt góða spretti í lokin. Sömuleiðis virtist Halla Hrund dálítið stressuð. Hún var auðvitað í fyrsta sinn á stóra sviðinu og ekki ólíklegt að þessar kannanir sem sýna hana í forystu auki að einhverju leyti þá pressu sem hún finnur fyrir.“ Viktor hafi aukið skemmtanagildið Þá segir Andrés að Jón Gnarr hafi átt góð augnablik en hafi líklega ekki náð að sannfæra nýja kjósendur. Af efstu fjórum frambjóðendunum fannst honum Baldur gera fæst mistök og vera best undirbúinn. Af öðrum frambjóðendum með minna fylgi telur hann nokkra hafa bætt ásýnd framboðs síns. „Ásdís Rán átti skemmtileg augnablik. Arnar Þór, þó hann sé með afmarkaðar áherslur, kom sínu vel frá sér. Meira að segja Ástþór. Steinunn Ólína átti líka fína spretti. Svo auðvitað Viktor, sem enginn hafði séð áður, kom á óvart og allavega jók skemmtanagildið.“ Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir mættust í Pallborði Vísis í gær og síðar um kvöldið í kappræðum á Rúv ásamt öllum hinum frambjóðendunum.Vísir/Vilhelm Andrés telur nokkra frambjóðendur ekki hafa áttað sig á hversu oft þeir voru í mynd. „Það sást til dæmis stundum á andlitinu á Katrínu hvaða álit hún hafði á svörum hinna frambjóðendanna. Sömuleiðis var Halla Hrund mikið að skrifa hjá sér, það sást svolítið mikið stress á henni. Jón Gnarr og Steinunn Ólína voru hvað eðlilegust. Þau sýndu viðbrögð og hlógu á meðan aðrir voru svolítið stífir.“ Hvað ættu frambjóðendur að hafa í huga fyrir næstu kappræður? „Þeir ættu að hafa í huga að í svona þáttum er fólk í mynd með öðrum þátttakendum á meðan þeir eru að svara. Við erum að máta hvernig manneskjur þau eru og hvernig þeim líður í kringum aðra. Það skiptir máli að þau sýni hvernig þau bregðast við orðum annarra. Það er tækifæri í því að vera svolítið á staðnum, þó þú sért í beinni útsendingu í sjónvarpssal.“ Ekki óskastaða að vera stjórnmálamaður í framboði Samkvæmt nýrri Maskínukönnun líst yfir 40 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem forsetaefni. Andrés segir niðurstöðuna staðfesta að það sé stór áskorun fyrir hana að fara beint úr forsætisráðherrastólnum í forsetaframboð. „Það voru ýmsir að velta fyrir sér hversu mikil neikvæðni fylgir því og hún virðist vera talsverð. Hún fær auðvitað mikið af spurningum eins og við sáum í þættinum í gær, og þær spurningar tengjast hennar stjórnmálaferli, þannig fólk er svolítið að beina spurningum til hennar sem stjórnmálamannsins Katrínar. Og hún sjálf dettur svolítið í það að verja sinn feril sem stjórnmálamaður. Hún er þannig í stöðu sem er ekki óskastaða í forsetakosningum, að vera stjórnmálamaður í framboði.“ Halla Hrund eigi sigurinn ekki vísan 70 prósent lýst illa á Arnar Þór Jónsson. Andrés telur það skýrast af því að hann hafi talað af festu í ákveðnum málum, til að mynda varðandi bólusetningar. „Ég held að fólk hafi verið búið að mynda sér töluvert ákveðna skoðun á honum. Þetta eru auðvitað mál sem fólk skipist í fylkingar um svo ég myndi ekki segja að þetta væri óvænt.“ Hans tilfinning sé sú að baráttan sé enn mjög spennandi. „Halla Hrund sem hefur verið að leiða síðustu kannanir náði ekki að sannfæra mig [í kappræðunum í gær] um að hún sé búin að vinna þetta, alls ekki. Hún virkaði örlítið óstyrk en á sama tíma gerði hún engin stór mistök. Ég er ekki viss um að hún hafi beinlínis tapað fylgi en hún á langt í land með að tryggja sér forsetaembættið,“segir Andrés Jónsson, almannatengill. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Nokkur hreyfing hefur verið á fylgi frambjóðendanna síðustu vikur en þau Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr hafa mælst með mesta fylgið. Í gær komu út tvær nýjar skoðanakannanir, frá Gallup og Maskínu. Halla Hrund mælist með mest fylgið í þeim báðum, 36 prósent hjá Gallup og 29,4 prósent hjá Maskínu. Í gær komu allir forsetaframbjóðendurnir tólf saman til pallborðsumræðna í fyrsta sinn í beinni útsendingu á Rúv. Almannatengillinn Andrés Jónsson segir að svo virðist sem skoðanakannanir gærdagsins hafi haft áhrif á frambjóðendur. „Maður tók eftir því að Katrín Jakobsdóttir var ekki í essinu sínu, allavega svona framan af þó hún hafi átt góða spretti í lokin. Sömuleiðis virtist Halla Hrund dálítið stressuð. Hún var auðvitað í fyrsta sinn á stóra sviðinu og ekki ólíklegt að þessar kannanir sem sýna hana í forystu auki að einhverju leyti þá pressu sem hún finnur fyrir.“ Viktor hafi aukið skemmtanagildið Þá segir Andrés að Jón Gnarr hafi átt góð augnablik en hafi líklega ekki náð að sannfæra nýja kjósendur. Af efstu fjórum frambjóðendunum fannst honum Baldur gera fæst mistök og vera best undirbúinn. Af öðrum frambjóðendum með minna fylgi telur hann nokkra hafa bætt ásýnd framboðs síns. „Ásdís Rán átti skemmtileg augnablik. Arnar Þór, þó hann sé með afmarkaðar áherslur, kom sínu vel frá sér. Meira að segja Ástþór. Steinunn Ólína átti líka fína spretti. Svo auðvitað Viktor, sem enginn hafði séð áður, kom á óvart og allavega jók skemmtanagildið.“ Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir mættust í Pallborði Vísis í gær og síðar um kvöldið í kappræðum á Rúv ásamt öllum hinum frambjóðendunum.Vísir/Vilhelm Andrés telur nokkra frambjóðendur ekki hafa áttað sig á hversu oft þeir voru í mynd. „Það sást til dæmis stundum á andlitinu á Katrínu hvaða álit hún hafði á svörum hinna frambjóðendanna. Sömuleiðis var Halla Hrund mikið að skrifa hjá sér, það sást svolítið mikið stress á henni. Jón Gnarr og Steinunn Ólína voru hvað eðlilegust. Þau sýndu viðbrögð og hlógu á meðan aðrir voru svolítið stífir.“ Hvað ættu frambjóðendur að hafa í huga fyrir næstu kappræður? „Þeir ættu að hafa í huga að í svona þáttum er fólk í mynd með öðrum þátttakendum á meðan þeir eru að svara. Við erum að máta hvernig manneskjur þau eru og hvernig þeim líður í kringum aðra. Það skiptir máli að þau sýni hvernig þau bregðast við orðum annarra. Það er tækifæri í því að vera svolítið á staðnum, þó þú sért í beinni útsendingu í sjónvarpssal.“ Ekki óskastaða að vera stjórnmálamaður í framboði Samkvæmt nýrri Maskínukönnun líst yfir 40 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem forsetaefni. Andrés segir niðurstöðuna staðfesta að það sé stór áskorun fyrir hana að fara beint úr forsætisráðherrastólnum í forsetaframboð. „Það voru ýmsir að velta fyrir sér hversu mikil neikvæðni fylgir því og hún virðist vera talsverð. Hún fær auðvitað mikið af spurningum eins og við sáum í þættinum í gær, og þær spurningar tengjast hennar stjórnmálaferli, þannig fólk er svolítið að beina spurningum til hennar sem stjórnmálamannsins Katrínar. Og hún sjálf dettur svolítið í það að verja sinn feril sem stjórnmálamaður. Hún er þannig í stöðu sem er ekki óskastaða í forsetakosningum, að vera stjórnmálamaður í framboði.“ Halla Hrund eigi sigurinn ekki vísan 70 prósent lýst illa á Arnar Þór Jónsson. Andrés telur það skýrast af því að hann hafi talað af festu í ákveðnum málum, til að mynda varðandi bólusetningar. „Ég held að fólk hafi verið búið að mynda sér töluvert ákveðna skoðun á honum. Þetta eru auðvitað mál sem fólk skipist í fylkingar um svo ég myndi ekki segja að þetta væri óvænt.“ Hans tilfinning sé sú að baráttan sé enn mjög spennandi. „Halla Hrund sem hefur verið að leiða síðustu kannanir náði ekki að sannfæra mig [í kappræðunum í gær] um að hún sé búin að vinna þetta, alls ekki. Hún virkaði örlítið óstyrk en á sama tíma gerði hún engin stór mistök. Ég er ekki viss um að hún hafi beinlínis tapað fylgi en hún á langt í land með að tryggja sér forsetaembættið,“segir Andrés Jónsson, almannatengill.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira