Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2024 14:39 Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Timothy M. Kabba, utanríkisráðherra Síerra Leóne. við opnunina í gær. Stjr Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins. Þar kemur fram að Timothy M. Kabba, utanríkisráðherra Síerra Leóne, hafi flutt ávarp og þá hafi Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiskrifstofunnar, og Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, einnig til máls. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að það skipti máli að nú sé loksins búið að opna sendiskrifstofuna í Freetown formlega en undirbúningur hafi staðið yfir um nokkurt skeið. „Helstu verkefni skrifstofunnar snúa að þróunarsamvinnu og þar með er Síerra Leóne orðið þriðja samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, til viðbótar við Malaví og Úganda. Við viljum gera gagn auk þess að dýpka samstarf við Síerra Leóne og opnun sendiskrifstofunnar í Freetown er mikilvægur áfangi á þeirri vegferð,“ segir Þórdís Kolbrún. Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiskrifstofunnar, flutti ávarp. Stjr Hófst árið 2018 Samstarf Íslands og Síerra Leóne í þróunarsamvinnu hófst árið 2018 með svæðaverkefni í fiskimálum í Vestur-Afríku, í samstarfi við Alþjóðabankann og stjórnvöld í landinu. „Ísland hefur einnig stutt við uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), og bætt kyn- og frjósemisheilbrigði kvenna og stúlkna í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Fyrirætlunum Íslands um aukna þróunarsamvinnu og opnun sendiráðs hefur verið fagnað af stjórnvöldum, sem og öðrum framlagsríkjum. Megináhersla í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er að stuðla að bættum lífskjörum í samstarfsríkjum með því að styðja við áætlanir og viðleitni stjórnvalda við að draga úr fátækt og bæta félagsleg og efnahagsleg lífsskilyrði á þeim svæðum sem Ísland styður. Þróunarsamvinna Íslands í Síerra Leóne er í samræmi við áherslur Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu þar sem lögð er áhersla á uppbyggingu félagslegra innviða, jafnréttismál og mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu,“ segir á vef utanríkisráðuneytisins. Sendiráð Íslands Síerra Leóne Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins. Þar kemur fram að Timothy M. Kabba, utanríkisráðherra Síerra Leóne, hafi flutt ávarp og þá hafi Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiskrifstofunnar, og Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, einnig til máls. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að það skipti máli að nú sé loksins búið að opna sendiskrifstofuna í Freetown formlega en undirbúningur hafi staðið yfir um nokkurt skeið. „Helstu verkefni skrifstofunnar snúa að þróunarsamvinnu og þar með er Síerra Leóne orðið þriðja samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, til viðbótar við Malaví og Úganda. Við viljum gera gagn auk þess að dýpka samstarf við Síerra Leóne og opnun sendiskrifstofunnar í Freetown er mikilvægur áfangi á þeirri vegferð,“ segir Þórdís Kolbrún. Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiskrifstofunnar, flutti ávarp. Stjr Hófst árið 2018 Samstarf Íslands og Síerra Leóne í þróunarsamvinnu hófst árið 2018 með svæðaverkefni í fiskimálum í Vestur-Afríku, í samstarfi við Alþjóðabankann og stjórnvöld í landinu. „Ísland hefur einnig stutt við uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), og bætt kyn- og frjósemisheilbrigði kvenna og stúlkna í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Fyrirætlunum Íslands um aukna þróunarsamvinnu og opnun sendiráðs hefur verið fagnað af stjórnvöldum, sem og öðrum framlagsríkjum. Megináhersla í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er að stuðla að bættum lífskjörum í samstarfsríkjum með því að styðja við áætlanir og viðleitni stjórnvalda við að draga úr fátækt og bæta félagsleg og efnahagsleg lífsskilyrði á þeim svæðum sem Ísland styður. Þróunarsamvinna Íslands í Síerra Leóne er í samræmi við áherslur Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu þar sem lögð er áhersla á uppbyggingu félagslegra innviða, jafnréttismál og mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu,“ segir á vef utanríkisráðuneytisins.
Sendiráð Íslands Síerra Leóne Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira