„Vörnin í dag, það er það sem vann þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. maí 2024 21:43 Maverics derhúfan (ekki þessi þó) er núna 3-0 Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 66-58 sigur sinna kvenna á Grindavík í kvöld í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar en ætlar samt að horfa á leikinn 30 sinnum til að bæta leik liðsins fyrir næsta leik. Leikurinn í kvöld var kannski ekki sá áferðarfallegasti en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti að gera og höfðu góð tök á honum nánast frá upphafi til enda. „Algjörlega það sem þurfti. Aftur fannst við vera með stjórn á leiknum eiginlega allan tímann. Þær skora 29 stig í fyrri hálfleik, sjö af þeim eftir sóknarfráköst. Það truflar mig þegar við erum að spila frábæra vörn að við séum að gefa einhverjar litlar körfur þegar það er smá einbeitingarleysi.“ Sóknarleikur Njarðvíkinga sprakk út í þriðja leikhluta en liðið vann hann 20-10. „Sóknarleikurinn okkar var ekki eins og ég vildi hafa hann og ég bað þær bara um að safna kjarki. Notaði mögulega einhver vond orð. Að vera aðeins meiri töffarar. Svo náðum við hérna ágætis áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem við splundruðum „pick & roll“ varnarleiknum þeirra, eftir því sem við vorum búnar að skoða fyrir þennan leik.“ Varnarleikurinn var þó lykillinn að sigrinum að sögn Rúnars. „Náðum loksins að tengja saman stoppin okkar megin, frábæran varnarleik og skoruðum síðan og bjuggum til einhverja 20 stiga forystu. Það skiptir mig kannski ekki öllu máli hvort við vinnum með 20 eða átta. Á meðan við vinnum og komumst í 2-0 þá fer ég heim og fer bara sáttur að sofa.“ Grindavíkurkonur virtust hreinlega ekki vera mættar til leiks á löngum köflum. „Þær geta örugglega hitt betur og sett eitthvað af þessum erfiðu skotum. En heilt yfir er ég bara mjög ánægður með varnarleikinn okkar. Vörnin í dag, það er það sem vann þetta. Við vorum ekkert frábærar sóknarlega, það var nóg að ná einu áhlaupi sóknarlega til að gera út um leikinn.“ Njarðvíkingar eru þá komnir í 2-0 í einvíginu og eru í dauðafæri að sópa Grindvíkingum út í næsta leik. „Að sjálfsögðu, bara tækifæri. Segir sig sjálft, okkur vantar einn sigur á mánudaginn í Smáranum og frábær umgjörð þar. Við ætlum að gera bara allt sem í okkar valdi stendur til að klára þetta þar. En 2-0, það er allskonar tölfræði sem er oft dregin upp úr kassanum. Ég hef tapað eftir að hafa komist í 2-0, og það á móti Grindavík. Ég er ekkert farinn að slaka á. Ég ætla að horfa á þennan leik svona 30 sinnum og finna eitthvað sem ég get notað til að breyta fyrir næsta leik og þá verðum við ennþá betri.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Leikurinn í kvöld var kannski ekki sá áferðarfallegasti en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti að gera og höfðu góð tök á honum nánast frá upphafi til enda. „Algjörlega það sem þurfti. Aftur fannst við vera með stjórn á leiknum eiginlega allan tímann. Þær skora 29 stig í fyrri hálfleik, sjö af þeim eftir sóknarfráköst. Það truflar mig þegar við erum að spila frábæra vörn að við séum að gefa einhverjar litlar körfur þegar það er smá einbeitingarleysi.“ Sóknarleikur Njarðvíkinga sprakk út í þriðja leikhluta en liðið vann hann 20-10. „Sóknarleikurinn okkar var ekki eins og ég vildi hafa hann og ég bað þær bara um að safna kjarki. Notaði mögulega einhver vond orð. Að vera aðeins meiri töffarar. Svo náðum við hérna ágætis áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem við splundruðum „pick & roll“ varnarleiknum þeirra, eftir því sem við vorum búnar að skoða fyrir þennan leik.“ Varnarleikurinn var þó lykillinn að sigrinum að sögn Rúnars. „Náðum loksins að tengja saman stoppin okkar megin, frábæran varnarleik og skoruðum síðan og bjuggum til einhverja 20 stiga forystu. Það skiptir mig kannski ekki öllu máli hvort við vinnum með 20 eða átta. Á meðan við vinnum og komumst í 2-0 þá fer ég heim og fer bara sáttur að sofa.“ Grindavíkurkonur virtust hreinlega ekki vera mættar til leiks á löngum köflum. „Þær geta örugglega hitt betur og sett eitthvað af þessum erfiðu skotum. En heilt yfir er ég bara mjög ánægður með varnarleikinn okkar. Vörnin í dag, það er það sem vann þetta. Við vorum ekkert frábærar sóknarlega, það var nóg að ná einu áhlaupi sóknarlega til að gera út um leikinn.“ Njarðvíkingar eru þá komnir í 2-0 í einvíginu og eru í dauðafæri að sópa Grindvíkingum út í næsta leik. „Að sjálfsögðu, bara tækifæri. Segir sig sjálft, okkur vantar einn sigur á mánudaginn í Smáranum og frábær umgjörð þar. Við ætlum að gera bara allt sem í okkar valdi stendur til að klára þetta þar. En 2-0, það er allskonar tölfræði sem er oft dregin upp úr kassanum. Ég hef tapað eftir að hafa komist í 2-0, og það á móti Grindavík. Ég er ekkert farinn að slaka á. Ég ætla að horfa á þennan leik svona 30 sinnum og finna eitthvað sem ég get notað til að breyta fyrir næsta leik og þá verðum við ennþá betri.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira