„Virkilega léleg frammistaða heilt á litið“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. maí 2024 21:28 Þorleifur Ólafsson var hundfúll með frammistöðu sinna kvenna í kvöld Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson var virkilega ósáttur, jafnvel brjálaður, yfir frammistöðu sinna kvenna í kvöld þegar liðið tapaði 66-58 gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Njarðvíkingar náðu upp 20 stiga forskoti þegar mest var en sóknarleikur Grindvíkinga var hvorki fugl né fiskur á löngum köflum, þá sérstaklega í 3. leikhluta. „Bara virkilega lélegt sóknarlega, leyfðum þeim að stjórna því sem við vorum að gera. Bara lélegt yfir höfuð.“ Njarðvíkingar héldu veislu í teig Grindavíkur í kvöld, sóttu 19 sóknarfráköst og Isabella Sigurðardóttir skoraði 21 stig. Það var engu líkara en Grindvíkingar hefðu gleymt hvernig á að stíga út. „Það var mjög lélegt. Eins vel og við fráköstuðum síðast þá náðum við ekki að fylgja því eftir núna og þær voru bara grimmari. Á mörgum sviðum. Þegar góðar varnir komu hjá okkur náðu þær að taka sóknarfráköst alltof oft. Bara virkilega léleg frammistaða heilt á litið. Ég var ánægður með kraftinn í restina, einhvern veginn að gefa þessu séns. Við gáfumst ekki upp en það gekk ekkert upp sóknarlega og við þurfum að laga það.“ Þorleifur var ekkert endilega viss um að hans konur gætu byggt á þessu áhlaupi í restina í næsta leik og taldi einsýnt að þær þyrftu að rífa sig í gang nú þegar bakið er komið upp við vegginn fræga. „Selena var náttúrulega út af á þessum tíma og hún er rosalega mikið með boltann. Við svona gengum á lagið og náðum einhverju áhlaupi en það er ekki nóg að koma bara með einhvern kraft í restina og ætlast til að vinna þetta þá. Njarðvík var bara miklu betri í kvöld og ef við ætlum eitthvað að halda okkur inni í þessari úrslitakeppni þurfum við að gjöra svo vel og rífa okkur í gang.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Njarðvíkingar náðu upp 20 stiga forskoti þegar mest var en sóknarleikur Grindvíkinga var hvorki fugl né fiskur á löngum köflum, þá sérstaklega í 3. leikhluta. „Bara virkilega lélegt sóknarlega, leyfðum þeim að stjórna því sem við vorum að gera. Bara lélegt yfir höfuð.“ Njarðvíkingar héldu veislu í teig Grindavíkur í kvöld, sóttu 19 sóknarfráköst og Isabella Sigurðardóttir skoraði 21 stig. Það var engu líkara en Grindvíkingar hefðu gleymt hvernig á að stíga út. „Það var mjög lélegt. Eins vel og við fráköstuðum síðast þá náðum við ekki að fylgja því eftir núna og þær voru bara grimmari. Á mörgum sviðum. Þegar góðar varnir komu hjá okkur náðu þær að taka sóknarfráköst alltof oft. Bara virkilega léleg frammistaða heilt á litið. Ég var ánægður með kraftinn í restina, einhvern veginn að gefa þessu séns. Við gáfumst ekki upp en það gekk ekkert upp sóknarlega og við þurfum að laga það.“ Þorleifur var ekkert endilega viss um að hans konur gætu byggt á þessu áhlaupi í restina í næsta leik og taldi einsýnt að þær þyrftu að rífa sig í gang nú þegar bakið er komið upp við vegginn fræga. „Selena var náttúrulega út af á þessum tíma og hún er rosalega mikið með boltann. Við svona gengum á lagið og náðum einhverju áhlaupi en það er ekki nóg að koma bara með einhvern kraft í restina og ætlast til að vinna þetta þá. Njarðvík var bara miklu betri í kvöld og ef við ætlum eitthvað að halda okkur inni í þessari úrslitakeppni þurfum við að gjöra svo vel og rífa okkur í gang.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira