Ætlar ekki að þröngva sér upp á fólk Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. maí 2024 18:59 Viktor Traustason verður á kjörseðlinum þann fyrsta júní. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason forsetaframbjóðandi segist finna fyrir létti að hluta til eftir að Landskjörstjórn úrskurðaði um gildi framboðs hans í dag. „Mitt spennufall er eiginlega bara búið. Þetta var bara eitt verkefni í viðbót og maður kláraði það,“ sagði Viktor í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ferli sem ég er búin að vera að vinna að í fjóra mánuði þannig það er ekkert nýtt að gerast hjá mér.“ Hvernig ætlar þú að vekja athygli á þér á næstu vikum? „Ég held að stefnumálin tali svolítið mikið sínu máli. Ég ætla að samþykkja öll viðtöl sem mér er boðið í, en ég ætla ekkert að vera að sérstaklega að þröngva mér upp á fólk.“ Viktor segist lítið hafa pælt í því hvað mótframbjóðendur hans séu að gera. „Ég ætla að einbeita mér að mínum stefnumálum og fólkinu sem ég er að tala við. Það eru bara ákveðnir valmöguleikar sem ég myndi vilja að væru í boði. Þegar að kemur að kjördegi þá er allavega hægt að kjósa um þetta ef fólk vill, ef fólk vill eitthvað annað þá gerir það það bara.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn, en á honum voru einungis um sjötíu gildar undirskriftir. Hvernig fórstu eiginlega að þessu, að safna öllum þessum undirskriftum til viðbótar? „Það stóra er að ég var náttúrulega kominn með allar undirskriftirnar. Það sem ég þurfti að gera var að sýna fram á að þetta væru alvöru undirskriftir, segja Landskjörstjórn hvaða kennitala þetta er og hvaða lögheimili tengist því. Þegar ég var búinn að því gat ég eiginlega skilað þeim öllum aftur.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
„Mitt spennufall er eiginlega bara búið. Þetta var bara eitt verkefni í viðbót og maður kláraði það,“ sagði Viktor í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ferli sem ég er búin að vera að vinna að í fjóra mánuði þannig það er ekkert nýtt að gerast hjá mér.“ Hvernig ætlar þú að vekja athygli á þér á næstu vikum? „Ég held að stefnumálin tali svolítið mikið sínu máli. Ég ætla að samþykkja öll viðtöl sem mér er boðið í, en ég ætla ekkert að vera að sérstaklega að þröngva mér upp á fólk.“ Viktor segist lítið hafa pælt í því hvað mótframbjóðendur hans séu að gera. „Ég ætla að einbeita mér að mínum stefnumálum og fólkinu sem ég er að tala við. Það eru bara ákveðnir valmöguleikar sem ég myndi vilja að væru í boði. Þegar að kemur að kjördegi þá er allavega hægt að kjósa um þetta ef fólk vill, ef fólk vill eitthvað annað þá gerir það það bara.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn, en á honum voru einungis um sjötíu gildar undirskriftir. Hvernig fórstu eiginlega að þessu, að safna öllum þessum undirskriftum til viðbótar? „Það stóra er að ég var náttúrulega kominn með allar undirskriftirnar. Það sem ég þurfti að gera var að sýna fram á að þetta væru alvöru undirskriftir, segja Landskjörstjórn hvaða kennitala þetta er og hvaða lögheimili tengist því. Þegar ég var búinn að því gat ég eiginlega skilað þeim öllum aftur.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira