Magnaður Maxey bjargaði Sixers frá sumarfríi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2024 09:32 Tyrese Maxey tryggði Philadelphia 76ers framlengingu gegn New York Knicks með ótrúlegum endaspretti. getty/Elsa Ótrúlegar hetjudáðir Tyreses Maxey komu í veg fyrir að Philadelphia 76ers færi í snemmbúið sumarfrí. Hann skoraði sjö stig á síðustu 29 sekúndum leiksins gegn New York Knicks í nótt. Allt benti til þess að Knicks myndi vinna leikinn og komast áfram í undanúrslit Austurdeildar NBA, enda var liðið sjö stigum yfir þegar 28,9 sekúndur voru eftir. En þá tók Maxey til sinna ráða. Hann setti niður þrist, fékk villu að auki og hitti úr vítaskotinu. Hann skoraði svo aðra þriggja stiga körfu, jafnaði og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Sixers sterkari og vann sex stiga sigur, 106-112. Staðan í rimmu liðanna er 3-2, Knicks í vil. TYRESE MAXEY DRILLS THE 3 + THE FOUL !!!SIXERS CUT THE DEFICIT TO 2 ON TNT 25 SECONDS REMAINING pic.twitter.com/rEEHKWthL0— NBA (@NBA) May 1, 2024 MAXEY DRILLS ANOTHER 3 AND TIES THE GAME 🤯🤯🤯GAME 5 IS HEADED TO OVERTIME ON TNT 🍿 https://t.co/EdhU7mHKQB pic.twitter.com/od3bVWXHMH— NBA (@NBA) May 1, 2024 Maxey var skúrkurinn í öðrum leik liðanna þar sem Knicks átti ótrúlega endurkomu en núna var hann sannarlega hetjan. Hann skoraði 46 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu nítján stig hvor og sá síðarnefndi tók einnig sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði fjörutíu stig fyrir Knicks. TYRESE MAXEY HITS HIS 7TH TRIPLE FOR 44 PTS 🤯JOEL EMBIID NOTCHES A TRIPLE-DOUBLE WITH THE ASSIST 💪2-POINT GAME IN OT | GAME 5 ON TNT 🍿 pic.twitter.com/rymvMofSb2— NBA (@NBA) May 1, 2024 Milwaukee Bucks forðaðist einnig sumarfrí með sigri á Indiana Pacers, 115-92. Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard voru fjarri góðu gamni hjá Milwaukee en í þeirra stað stigu Khris Middleton og Bobby Portis upp. Þeir skoruðu báðir 29 stig og Milwaukee minnkaði muninn í einvíginu í 3-2. Enginn leikmaður Indiana skoraði meira en sextán stig í leiknum. Khris Middleton and Bobby Portis Jr. put on a show for Milwaukee as the @Bucks win the crucial Game 5 at home!Middleton: 29 PTS, 12 REB, 5 ASTPortis Jr.: 29 PTS, 10 REB#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/sLfjW9PnuD— NBA (@NBA) May 1, 2024 Eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð með samtals 61 stigi vann Cleveland Cavaliers Orlando Magic, 104-103, á heimavelli. Evan Mobley var hetja Cavs en hann varði skot Franz Wagner á lokasekúndunum. MOBLEY'S BLOCK... CAVS TAKE 3-2 SERIES LEAD ‼️ https://t.co/iNcJPXaryd pic.twitter.com/cIdSTdfKuv— NBA (@NBA) May 1, 2024 Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Cleveland og Darius Garland 23. Mobley var með fjórtán stig, þrettán fráköst auk varða skotsins undir lokin. Paolo Banchero átti stórleik fyrir Orlando og skoraði 39 stig. Donovan Mitchell and Darius Garland took care of business at home as the @cavs take a 3-2 series lead!Mitchell: 28 PTS, 6 REB | Garland: 23 PTS, 5 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/UOGVTeOzIt— NBA (@NBA) May 1, 2024 NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Allt benti til þess að Knicks myndi vinna leikinn og komast áfram í undanúrslit Austurdeildar NBA, enda var liðið sjö stigum yfir þegar 28,9 sekúndur voru eftir. En þá tók Maxey til sinna ráða. Hann setti niður þrist, fékk villu að auki og hitti úr vítaskotinu. Hann skoraði svo aðra þriggja stiga körfu, jafnaði og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Sixers sterkari og vann sex stiga sigur, 106-112. Staðan í rimmu liðanna er 3-2, Knicks í vil. TYRESE MAXEY DRILLS THE 3 + THE FOUL !!!SIXERS CUT THE DEFICIT TO 2 ON TNT 25 SECONDS REMAINING pic.twitter.com/rEEHKWthL0— NBA (@NBA) May 1, 2024 MAXEY DRILLS ANOTHER 3 AND TIES THE GAME 🤯🤯🤯GAME 5 IS HEADED TO OVERTIME ON TNT 🍿 https://t.co/EdhU7mHKQB pic.twitter.com/od3bVWXHMH— NBA (@NBA) May 1, 2024 Maxey var skúrkurinn í öðrum leik liðanna þar sem Knicks átti ótrúlega endurkomu en núna var hann sannarlega hetjan. Hann skoraði 46 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu nítján stig hvor og sá síðarnefndi tók einnig sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði fjörutíu stig fyrir Knicks. TYRESE MAXEY HITS HIS 7TH TRIPLE FOR 44 PTS 🤯JOEL EMBIID NOTCHES A TRIPLE-DOUBLE WITH THE ASSIST 💪2-POINT GAME IN OT | GAME 5 ON TNT 🍿 pic.twitter.com/rymvMofSb2— NBA (@NBA) May 1, 2024 Milwaukee Bucks forðaðist einnig sumarfrí með sigri á Indiana Pacers, 115-92. Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard voru fjarri góðu gamni hjá Milwaukee en í þeirra stað stigu Khris Middleton og Bobby Portis upp. Þeir skoruðu báðir 29 stig og Milwaukee minnkaði muninn í einvíginu í 3-2. Enginn leikmaður Indiana skoraði meira en sextán stig í leiknum. Khris Middleton and Bobby Portis Jr. put on a show for Milwaukee as the @Bucks win the crucial Game 5 at home!Middleton: 29 PTS, 12 REB, 5 ASTPortis Jr.: 29 PTS, 10 REB#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/sLfjW9PnuD— NBA (@NBA) May 1, 2024 Eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð með samtals 61 stigi vann Cleveland Cavaliers Orlando Magic, 104-103, á heimavelli. Evan Mobley var hetja Cavs en hann varði skot Franz Wagner á lokasekúndunum. MOBLEY'S BLOCK... CAVS TAKE 3-2 SERIES LEAD ‼️ https://t.co/iNcJPXaryd pic.twitter.com/cIdSTdfKuv— NBA (@NBA) May 1, 2024 Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Cleveland og Darius Garland 23. Mobley var með fjórtán stig, þrettán fráköst auk varða skotsins undir lokin. Paolo Banchero átti stórleik fyrir Orlando og skoraði 39 stig. Donovan Mitchell and Darius Garland took care of business at home as the @cavs take a 3-2 series lead!Mitchell: 28 PTS, 6 REB | Garland: 23 PTS, 5 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/UOGVTeOzIt— NBA (@NBA) May 1, 2024
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira