Tölum um neytendamál! Neytendasamtökin 1. maí 2024 11:00 „Við viljum sjá hvaða mál brenna helst á neytendum, kynna samtökin og þann ávinning sem sterkur hagur neytenda færir fólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna sem ætlar að efna til samtals um neytendamál vítt og breitt um landið á næstu vikum. Stöð2/Arnar. Neytendasamtökin efna til samtals um neytendamál við neytendur og sveitarstjórnir vítt og breitt um landið á næstu vikum. „Við viljum sjá hvaða mál brenna helst á neytendum, kynna samtökin og þann ávinning sem sterkur hagur neytenda færir fólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og bætir við að umræðuefnin séu fjölmörg: „Heildarstefnumótun í neytendamálum, samkeppni, flutningskostnaður, raforkuöryggi og -verð, dýrtíðin og svo mætti lengi telja. Ég hvet neytendur um allt land til að mæta og láta í sér heyra.“ Fundadagskráin er sem hér segir: 2. maí á Ísafirði 6. maí á Sauðárkróki 6. maí á Akureyri 7. maí á Húsavík 7. maí á Egilsstöðum 8. maí á Höfn Hornafirði 13. maí í Vestmannaeyjum Nánari upplýsingar má finna hér en fleiri staðir gætu bæst við. Samtök sem aðstoða, fræða og breyta samfélagi Aðspurður segir Breki hlutverk Neytendasamtakanna vera að standa vörð um og efla hag og réttindi neytenda. „Segja má að neysla hafi sjaldan verið auðveldari en einmitt nú, en samt hefur aldrei verið flóknara að vera neytandi,“ segir Breki. Frá stofnun Neytendasamtakanna, fyrir meira en 70 árum, hefur réttaraðstoð við félagsmenn verið veigamikill þáttur í starfsemi samtakanna, allt frá því að veita neytendum upplýsingar um réttindi sín í síma, til þess að láta reyna á lögmæti lánasamninga fyrir EFTA-dómstólnum. Samtökin frá upphafi gefið út Neytendablaðið, sem Breki segir stútfullt að fræðandi og skemmtilegu efni um alls kyns neytendamál og sent öllum félögum samtakanna. Í nýútkomnu blaði er fjallað um jafn ólíkt efni og skaðleg litarefni, upprunamerkingu, nikótínpúða, bankakostnað og margt fleira. Með hagsmunabaráttu sinni eru Neytendasamtökin líka samfélagslegt umbreytingaafl. Samtökin koma sjónarmiðum neytenda á framfæri við fyrirtæki og stjórnvöld, veita aðhald og stuðla að heilbrigðari viðskiptaháttum. Breki segir að mörgu að gæta í neyslusamfélaginu í dag og sem betur fer úr svo ótal mörgu að velja, hvort sem það snýr að matvælum, tryggingum, fjármálum, símaþjónustu eða raforkukaupum, svo fátt eitt sé nefnt. „Þá er gott að vita til þess, ef svo bagalega vill til að varan eða þjónustan er gölluð, að Neytendasamtökin eru til staðar til að leiðbeina, aðstoða, standa vörð og sækja fram. Sterkir, öruggir og fróðir neytendur eru forsenda fyrir heilbrigðu hagkerfi, öflugu atvinnulífi og sjálfbærri þróun í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti,“ segir Breki. Neytendur eru sterkari saman Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á árgjöld félaga sinna: „Það er mikið hagsmunamál alls almennings að Neytendasamtökin séu sterk og til þess þurfa sem flestir landsmenn að ganga til liðs við samtökin. Neytendasamtökin veita fyrirtækjum og valdhöfum raunverulegt aðhald, og almenningi vörn gegn ásælni sérhagsmunahópa í réttindi neytenda. Við erum sterkari saman. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með því að gerast félagi og greiða árgjaldið, 7.900 kr.,“ segir Breki að lokum. Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
„Við viljum sjá hvaða mál brenna helst á neytendum, kynna samtökin og þann ávinning sem sterkur hagur neytenda færir fólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og bætir við að umræðuefnin séu fjölmörg: „Heildarstefnumótun í neytendamálum, samkeppni, flutningskostnaður, raforkuöryggi og -verð, dýrtíðin og svo mætti lengi telja. Ég hvet neytendur um allt land til að mæta og láta í sér heyra.“ Fundadagskráin er sem hér segir: 2. maí á Ísafirði 6. maí á Sauðárkróki 6. maí á Akureyri 7. maí á Húsavík 7. maí á Egilsstöðum 8. maí á Höfn Hornafirði 13. maí í Vestmannaeyjum Nánari upplýsingar má finna hér en fleiri staðir gætu bæst við. Samtök sem aðstoða, fræða og breyta samfélagi Aðspurður segir Breki hlutverk Neytendasamtakanna vera að standa vörð um og efla hag og réttindi neytenda. „Segja má að neysla hafi sjaldan verið auðveldari en einmitt nú, en samt hefur aldrei verið flóknara að vera neytandi,“ segir Breki. Frá stofnun Neytendasamtakanna, fyrir meira en 70 árum, hefur réttaraðstoð við félagsmenn verið veigamikill þáttur í starfsemi samtakanna, allt frá því að veita neytendum upplýsingar um réttindi sín í síma, til þess að láta reyna á lögmæti lánasamninga fyrir EFTA-dómstólnum. Samtökin frá upphafi gefið út Neytendablaðið, sem Breki segir stútfullt að fræðandi og skemmtilegu efni um alls kyns neytendamál og sent öllum félögum samtakanna. Í nýútkomnu blaði er fjallað um jafn ólíkt efni og skaðleg litarefni, upprunamerkingu, nikótínpúða, bankakostnað og margt fleira. Með hagsmunabaráttu sinni eru Neytendasamtökin líka samfélagslegt umbreytingaafl. Samtökin koma sjónarmiðum neytenda á framfæri við fyrirtæki og stjórnvöld, veita aðhald og stuðla að heilbrigðari viðskiptaháttum. Breki segir að mörgu að gæta í neyslusamfélaginu í dag og sem betur fer úr svo ótal mörgu að velja, hvort sem það snýr að matvælum, tryggingum, fjármálum, símaþjónustu eða raforkukaupum, svo fátt eitt sé nefnt. „Þá er gott að vita til þess, ef svo bagalega vill til að varan eða þjónustan er gölluð, að Neytendasamtökin eru til staðar til að leiðbeina, aðstoða, standa vörð og sækja fram. Sterkir, öruggir og fróðir neytendur eru forsenda fyrir heilbrigðu hagkerfi, öflugu atvinnulífi og sjálfbærri þróun í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti,“ segir Breki. Neytendur eru sterkari saman Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á árgjöld félaga sinna: „Það er mikið hagsmunamál alls almennings að Neytendasamtökin séu sterk og til þess þurfa sem flestir landsmenn að ganga til liðs við samtökin. Neytendasamtökin veita fyrirtækjum og valdhöfum raunverulegt aðhald, og almenningi vörn gegn ásælni sérhagsmunahópa í réttindi neytenda. Við erum sterkari saman. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með því að gerast félagi og greiða árgjaldið, 7.900 kr.,“ segir Breki að lokum.
Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira