Íslendingur sem lúbarði lögreglumenn í Varsjá þarf að borga brúsann Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 08:02 Samkvæmt pólskum héraðssaksóknara voru meiðsli lögreglumannanna minni háttar. Skjáskot/RMF Íslenskum karlmanni er gert að greiða samtals þrettán þúsund pólsk slot, sem jafngildir um 450 þúsund íslenskra króna, vegna árásar gegn tveimur lögreglumönnum í Varsjá í Póllandi. Árásin átti sér stað á lögreglustöð í borginni síðasta haust, en Íslendingurinn, sem er 36 ára gamall, var vistaður í fangaklefa vegna skemmdarverka. Íslendingurinn var leiddur fyrir dóm vegna málsins. Héraðsdómur í Varsjá dæmdi hann í síðasta mánuði til að greiða níu þúsund slota sekt vegna málsins, þar að auki er honum gert að greiða lögregluþjónunum hvorum um sig tvö þúsund slot. Þetta kemur fram í svari héraðssaksóknara Varsjárborgar við fyrirspurn fréttastofu. Í svarinu segir að niðurstaða héraðsdóms sé endanleg. Íslendingurinn var ákærður fyrir að ráðast að lögreglumönnunum tveimur og valda þeim minni háttar áverkum. Hann var hins vegar ekki ákærður vegna áðurnefndra skemmdarverka. Í pólskum fjölmiðlum var fullyrt að hann hafi valdið skemmdum á lúxusbifreið af gerðinni Bentley með því að berja húdd hennar með fartölvu og sparka í stuðara hennar. Eigandi bílsins var sagður meta tjón sitt á sextíu þúsund pólsk slot. Það gerir tæplega tvær milljónir króna. Í svari héraðssaksóknara kemur þó fram að Íslendingurinn hafi ekki verið sóttur til saka vegna skemmdarverkanna þar sem eigandi bílsins hafi ekki lagt fram kvörtun vegna þeirra. Árásin til á myndbandi Upptaka úr öryggismyndavél kjallara lögreglustöðvarinnar sýnir árás Íslendingsins. Myndbandinu var lekið til fjölmiðla, en af því að dæma áttu lögreglumennirnir miklum í vandræðum með Íslendinginn. Það er ekki fyrr en þeir fá liðsauka sem þeim tekst að yfirbuga manninn. Myndskeiðið má sjá hér að neðan. RMF, pólskur fjölmiðill, hafði eftir talsmanni lögreglunnar í kjölfar árásarinnar að lögreglumennirnir hefðu verið fastir í rútínu og því ekki verið undirbúnir fyrir slagsmál við fanga. Upptakan sýndi fram á að þjálfun lögregluþjónanna væri ábótavant og að upptakan yrði notuð til að þjálfa lögreglu. Erlend sakamál Pólland Íslendingar erlendis Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Árásin átti sér stað á lögreglustöð í borginni síðasta haust, en Íslendingurinn, sem er 36 ára gamall, var vistaður í fangaklefa vegna skemmdarverka. Íslendingurinn var leiddur fyrir dóm vegna málsins. Héraðsdómur í Varsjá dæmdi hann í síðasta mánuði til að greiða níu þúsund slota sekt vegna málsins, þar að auki er honum gert að greiða lögregluþjónunum hvorum um sig tvö þúsund slot. Þetta kemur fram í svari héraðssaksóknara Varsjárborgar við fyrirspurn fréttastofu. Í svarinu segir að niðurstaða héraðsdóms sé endanleg. Íslendingurinn var ákærður fyrir að ráðast að lögreglumönnunum tveimur og valda þeim minni háttar áverkum. Hann var hins vegar ekki ákærður vegna áðurnefndra skemmdarverka. Í pólskum fjölmiðlum var fullyrt að hann hafi valdið skemmdum á lúxusbifreið af gerðinni Bentley með því að berja húdd hennar með fartölvu og sparka í stuðara hennar. Eigandi bílsins var sagður meta tjón sitt á sextíu þúsund pólsk slot. Það gerir tæplega tvær milljónir króna. Í svari héraðssaksóknara kemur þó fram að Íslendingurinn hafi ekki verið sóttur til saka vegna skemmdarverkanna þar sem eigandi bílsins hafi ekki lagt fram kvörtun vegna þeirra. Árásin til á myndbandi Upptaka úr öryggismyndavél kjallara lögreglustöðvarinnar sýnir árás Íslendingsins. Myndbandinu var lekið til fjölmiðla, en af því að dæma áttu lögreglumennirnir miklum í vandræðum með Íslendinginn. Það er ekki fyrr en þeir fá liðsauka sem þeim tekst að yfirbuga manninn. Myndskeiðið má sjá hér að neðan. RMF, pólskur fjölmiðill, hafði eftir talsmanni lögreglunnar í kjölfar árásarinnar að lögreglumennirnir hefðu verið fastir í rútínu og því ekki verið undirbúnir fyrir slagsmál við fanga. Upptakan sýndi fram á að þjálfun lögregluþjónanna væri ábótavant og að upptakan yrði notuð til að þjálfa lögreglu.
Erlend sakamál Pólland Íslendingar erlendis Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira