Evrópumeistarar Barcelona sneru dæminu við og eru komnar í úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 18:35 Barcelona er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. EPA-EFE/ISABEL INFANTES Barcelona er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna eftir 2-0 sigur á Chelsea í Lundúnum í dag, laugardag. Sneru Börsungar dæminu við eftir að tapa óvænt á heimavelli. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Wolfsburg í úrslitaleik síðasta tímabils. Liðið tapaði gríðarlega óvænt 1-0 gegn Chelsea í Katalóníu og virtist sem Emma Hayes væri á leið í úrslit á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Chelsea. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Aitana Bonmatí, besta knattspyrnukona í heimi, kom Barcelona yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Hún fékk boltann frá Patriciu Guijarro og átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Staðan orðin 0-1 í leik dagsins og 1-1 í einvíginu. The world's best player, Aitana Bonmatí levels it! 🔥 0-1 (1-1)GAME ON!Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/nqszHNjEXS— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleik og leikurinn í járnum þegar liðin gengu til búningsherbergja. sjoeke Nüsken var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea en skot hennar fór í stöngina. OFF THE POST... Sjoeke Nüsken comes so close to regaining the lead for Chelsea. 😳0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/WAuMQsVB0X— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Það var svo á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik sem einvígið snerist Barcelona í hag. Hin kanadíska Kadeisha Buchanan fékk þá tvö gul spjöld og þar með rautt í liði Chelsea. Heimakonur því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýttu gestirnir sér. Kadeisha Buchanan SHOWN RED! 🫨0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/cAgVTZM8mY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Bonmatí féll innan vítateigs eftir að Jessica Carter og Ashley Lawrence virtust keyra í bakið á henni. PENALTY FOR BARCELONA. 😮0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/54AVSZxnvR— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Hin sænska Fridolina Rolfö fór á punktinn og skaut Barcelona alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. FC BARCELONA HAVE ONE FOOT IN THE UWCL FINAL. Fridolina Rolfö fires home the penalty. ⚽️0-2 (1-2)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/ip8ytiD1rY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Lokatölur á uppseldri Brúnni í Lundúnum 0-2 og Barcelona mætir annað hvort Lyon eða París Saint-Germain í úrslitum. Frönsku liðin mætast klukkan 14.00 á morgun en Lyon leiðir 3-2 eftir fyrri leik liðanna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Wolfsburg í úrslitaleik síðasta tímabils. Liðið tapaði gríðarlega óvænt 1-0 gegn Chelsea í Katalóníu og virtist sem Emma Hayes væri á leið í úrslit á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Chelsea. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Aitana Bonmatí, besta knattspyrnukona í heimi, kom Barcelona yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Hún fékk boltann frá Patriciu Guijarro og átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Staðan orðin 0-1 í leik dagsins og 1-1 í einvíginu. The world's best player, Aitana Bonmatí levels it! 🔥 0-1 (1-1)GAME ON!Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/nqszHNjEXS— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleik og leikurinn í járnum þegar liðin gengu til búningsherbergja. sjoeke Nüsken var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea en skot hennar fór í stöngina. OFF THE POST... Sjoeke Nüsken comes so close to regaining the lead for Chelsea. 😳0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/WAuMQsVB0X— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Það var svo á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik sem einvígið snerist Barcelona í hag. Hin kanadíska Kadeisha Buchanan fékk þá tvö gul spjöld og þar með rautt í liði Chelsea. Heimakonur því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýttu gestirnir sér. Kadeisha Buchanan SHOWN RED! 🫨0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/cAgVTZM8mY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Bonmatí féll innan vítateigs eftir að Jessica Carter og Ashley Lawrence virtust keyra í bakið á henni. PENALTY FOR BARCELONA. 😮0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/54AVSZxnvR— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Hin sænska Fridolina Rolfö fór á punktinn og skaut Barcelona alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. FC BARCELONA HAVE ONE FOOT IN THE UWCL FINAL. Fridolina Rolfö fires home the penalty. ⚽️0-2 (1-2)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/ip8ytiD1rY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Lokatölur á uppseldri Brúnni í Lundúnum 0-2 og Barcelona mætir annað hvort Lyon eða París Saint-Germain í úrslitum. Frönsku liðin mætast klukkan 14.00 á morgun en Lyon leiðir 3-2 eftir fyrri leik liðanna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira