Lakers einu tapi frá því að vera sópað út úr úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 10:30 LeBron James var ekki alltaf sáttur með dómgæsluna í nótt en kannski aðallega súr yfir því að Los Angeles Lakers liðið á engin svör á móti Denver Nuggets. AP/Ashley Landis LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers virðast eiga fá svör gegn meisturunum í Denver Nuggets. Nuggets vann 112-105 sigur í Los Angeles í nótt og er 3-0 yfir í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. LeBron James og Anthony Davis voru saman með 59 stig í leiknum en það dugði ekki til. Það dugði heldur ekki að Lakers vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 33-23. Davis var með 33 stig og 15 fráköst en James var með 26 stig og 9 stoðsendingar. Jokic did Jokic things as the @nuggets get the road win and take a 3-0 series lead! 🃏 24 PTS (9-13 FGM)🃏 15 REB🃏 9 AST#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/NU9OHveR6R— NBA (@NBA) April 26, 2024 Alveg eins og í leiknum á undan þá komu Denver menn til baka og unnu að lokum sinn ellefta sigur í röð á Lakers. Denver vann fjórða leiki í röð á móti Lakers í úrslitakeppninni í fyrra og getur nú endurtekið leikinn. Aaron Gordon var frábær með 29 stig og 15 fráköst og hinn magnaði Nikola Jokic bætti við 24 stigum, 15 fráköstum og 9 stoðsendingum. Jamal Murray skoraði síðan 22 stig. Þessi úrslit þýða að Denver getur sópað Lakers mönnum út úr úrslitakeppninni í næsta leik sem fer fram á morgun og þá aftur í Los Angeles. Joel Embiid er ekki tilbúinn að gefast upp í viðureign Philadelphia 76ers og New York Knicks. Knicks vann tvo fyrstu leikina en 76 ers minnkaði muninn í nótt ekki síst þökk sé frábærri spilamennsku stóra mannsins. Embiid skoraði 50 stig í 125-114 sigri en hann er að spila í gegnum meiðsli á hné. Embiid hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði átján af stigum sínum í þriðja leikhlutanum þar sem 76ers vann 43-27. Embiid hitti alls úr 13 af 19 skotum sínum utan af velli og úr 19 af 21 vítaskoti sínu. Hann varð sá fyrsti til að skora fimmtíu stig í úrslitakeppni án þess að taka tuttugu skot. Jalen Brunson var frábær hjá Knicks með 39 stig og 13 stoðsendingar en það nægði ekki. Orlando Magic náði líka að minnka muninn í 2-1 á móti Cleveland Cavaliers með 121-83 sigri. Paolo Banchero var með 31 stig og 14 fráköst og Jalen Suggs skoraði 24 stig í mjög öruggum sigri þar sem liðið komst með 43 stigum yfir. WHAT A NIGHT FOR JOEL EMBIID 🔥🔥▪️ 50 PTS (playoff career high)▪️ 13-19 FGM, 19-21 FTM▪️ 5 3PM▪️ 8 REB▪️ Game 3 WEmbiid becomes the first Sixer to score 50 points in a postseason game since Allen Iverson in 2002-03.#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/JAiOgxBNBu— NBA (@NBA) April 26, 2024 NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Nuggets vann 112-105 sigur í Los Angeles í nótt og er 3-0 yfir í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. LeBron James og Anthony Davis voru saman með 59 stig í leiknum en það dugði ekki til. Það dugði heldur ekki að Lakers vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 33-23. Davis var með 33 stig og 15 fráköst en James var með 26 stig og 9 stoðsendingar. Jokic did Jokic things as the @nuggets get the road win and take a 3-0 series lead! 🃏 24 PTS (9-13 FGM)🃏 15 REB🃏 9 AST#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/NU9OHveR6R— NBA (@NBA) April 26, 2024 Alveg eins og í leiknum á undan þá komu Denver menn til baka og unnu að lokum sinn ellefta sigur í röð á Lakers. Denver vann fjórða leiki í röð á móti Lakers í úrslitakeppninni í fyrra og getur nú endurtekið leikinn. Aaron Gordon var frábær með 29 stig og 15 fráköst og hinn magnaði Nikola Jokic bætti við 24 stigum, 15 fráköstum og 9 stoðsendingum. Jamal Murray skoraði síðan 22 stig. Þessi úrslit þýða að Denver getur sópað Lakers mönnum út úr úrslitakeppninni í næsta leik sem fer fram á morgun og þá aftur í Los Angeles. Joel Embiid er ekki tilbúinn að gefast upp í viðureign Philadelphia 76ers og New York Knicks. Knicks vann tvo fyrstu leikina en 76 ers minnkaði muninn í nótt ekki síst þökk sé frábærri spilamennsku stóra mannsins. Embiid skoraði 50 stig í 125-114 sigri en hann er að spila í gegnum meiðsli á hné. Embiid hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði átján af stigum sínum í þriðja leikhlutanum þar sem 76ers vann 43-27. Embiid hitti alls úr 13 af 19 skotum sínum utan af velli og úr 19 af 21 vítaskoti sínu. Hann varð sá fyrsti til að skora fimmtíu stig í úrslitakeppni án þess að taka tuttugu skot. Jalen Brunson var frábær hjá Knicks með 39 stig og 13 stoðsendingar en það nægði ekki. Orlando Magic náði líka að minnka muninn í 2-1 á móti Cleveland Cavaliers með 121-83 sigri. Paolo Banchero var með 31 stig og 14 fráköst og Jalen Suggs skoraði 24 stig í mjög öruggum sigri þar sem liðið komst með 43 stigum yfir. WHAT A NIGHT FOR JOEL EMBIID 🔥🔥▪️ 50 PTS (playoff career high)▪️ 13-19 FGM, 19-21 FTM▪️ 5 3PM▪️ 8 REB▪️ Game 3 WEmbiid becomes the first Sixer to score 50 points in a postseason game since Allen Iverson in 2002-03.#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/JAiOgxBNBu— NBA (@NBA) April 26, 2024
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira