Segir borgarstjóra óttalegan vettling Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2024 23:58 Hildur Björnsdóttir segir borgarstjóra ekki hafa sýnt leikskóla- og daggæslumálum nokkurn áhuga. Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum. Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu 1.600 vettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins í gær, en svipaður fjöldi barna bíður eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Uppátækið átti meðal annars að minna borgarstjóra á leikskólavandann. Hildur sagði Sjálfstæðisflokkinn lengi hafa vakið athygli á fyrirhyggjuleysi meirihlutans í þessum málaflokki. Einar Þorsteinsson Borgarstjóri sagði svo að Sjálfstæðisflokkurinn væri með þessu að kvelja barnafólk sem bíði eftir leikskólaplássi, og að gjörningurinn geri lítið úr þeim vanda sem fólkið glímir við. Þetta væri einnig „vitleysa“ því börnin 1.600 væru ekki á biðlista heldur væru þetta umsóknir. Borgin væri í umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Þá voru leikskólakennarar einnig ósáttir við gjörninginn, en stjórn félags leikskólakennara tók ekki undir yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins þar sem boðaðar voru „skyndilausnir sem engu skila“. Stjórn Félags leikskólakennara vildi að rætt yrði um það sem skiptir öllu máli, að fjölga kennurum á leikskólastiginu. Tekur undir með Félagi leikskólakennara Hildur Björnsdóttir segir í tilkynningu til fréttastofu að vettlingarnir hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara. „Ég tek heilshugar undir með Félagi leikskólakennara hvað varðar mikilvægi þess að skólastarf í leikskólum verði endurskipulagt, ég vakti raunar máls á því í borgarstjórn fyrr í mánuðinum,“ segir Hildur. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa hugsað út fyrir boxið og kynnt fjölbreyttar lausnir á borð við daggæslu á vinnustað, heimgreiðslur og aukinn stuðning við sjálfstætt starfandi leikskóla. Hún segir fjölmargt hafa verið gert til að bregðast við ákalli leikskólakennara eftir betra starfsumhverfi. Hún nefnir að leikskólaplássum hafi verið fækkað um 500 með einu pennastriki árið 2018 til að bregðast við ákalli leikskólakennara eftir færri börnum á hvern starfsmann. Opnunartími leikskólanna hafi verið styttur að kröfu leikskólakennara og vistunartími barna skertur. Svo hafi Reykjavíkurborg jafnframt tryggt rausnarlegri kjarasamninga við leikskólakennara en önnur sveitarfélög. Fjallað var um kjaramál leikskólakennara á Vísi í dag. Hildur segir þessar aðgerðir því miður ekki hafa skilað þeim árangri sem að var stefnt, og lausn biðlistavandans sé hvergi í sjónmáli. „Raunveruleikinn er auðvitað sá að þessir herramenn sem hafa deilt með sér borgarstjórastólnum hafa ekki sýnt leikskóla- og daggæslumálum nokkurn áhuga. Þetta er auðvitað stærsta jafnréttismálið sem sveitastjórnarstigið fæst við,“ segir Hildur. Hún segir að borgarstjóri hafi reynst óttalegur vettlingur og lítið hafi áunnist á hans vakt. Hún segist vera virkilega ánægð með gjörninginn og telur hann hafa verið vel heppnaðann. Honum hafi verið ætlað að kalla fram umræðu um leikskóla- og daggæslumál í borginni og það hafi tekist. Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13 Segir lág laun leikskólakennara mýtu Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. 24. apríl 2024 14:02 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu 1.600 vettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins í gær, en svipaður fjöldi barna bíður eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Uppátækið átti meðal annars að minna borgarstjóra á leikskólavandann. Hildur sagði Sjálfstæðisflokkinn lengi hafa vakið athygli á fyrirhyggjuleysi meirihlutans í þessum málaflokki. Einar Þorsteinsson Borgarstjóri sagði svo að Sjálfstæðisflokkurinn væri með þessu að kvelja barnafólk sem bíði eftir leikskólaplássi, og að gjörningurinn geri lítið úr þeim vanda sem fólkið glímir við. Þetta væri einnig „vitleysa“ því börnin 1.600 væru ekki á biðlista heldur væru þetta umsóknir. Borgin væri í umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Þá voru leikskólakennarar einnig ósáttir við gjörninginn, en stjórn félags leikskólakennara tók ekki undir yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins þar sem boðaðar voru „skyndilausnir sem engu skila“. Stjórn Félags leikskólakennara vildi að rætt yrði um það sem skiptir öllu máli, að fjölga kennurum á leikskólastiginu. Tekur undir með Félagi leikskólakennara Hildur Björnsdóttir segir í tilkynningu til fréttastofu að vettlingarnir hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara. „Ég tek heilshugar undir með Félagi leikskólakennara hvað varðar mikilvægi þess að skólastarf í leikskólum verði endurskipulagt, ég vakti raunar máls á því í borgarstjórn fyrr í mánuðinum,“ segir Hildur. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa hugsað út fyrir boxið og kynnt fjölbreyttar lausnir á borð við daggæslu á vinnustað, heimgreiðslur og aukinn stuðning við sjálfstætt starfandi leikskóla. Hún segir fjölmargt hafa verið gert til að bregðast við ákalli leikskólakennara eftir betra starfsumhverfi. Hún nefnir að leikskólaplássum hafi verið fækkað um 500 með einu pennastriki árið 2018 til að bregðast við ákalli leikskólakennara eftir færri börnum á hvern starfsmann. Opnunartími leikskólanna hafi verið styttur að kröfu leikskólakennara og vistunartími barna skertur. Svo hafi Reykjavíkurborg jafnframt tryggt rausnarlegri kjarasamninga við leikskólakennara en önnur sveitarfélög. Fjallað var um kjaramál leikskólakennara á Vísi í dag. Hildur segir þessar aðgerðir því miður ekki hafa skilað þeim árangri sem að var stefnt, og lausn biðlistavandans sé hvergi í sjónmáli. „Raunveruleikinn er auðvitað sá að þessir herramenn sem hafa deilt með sér borgarstjórastólnum hafa ekki sýnt leikskóla- og daggæslumálum nokkurn áhuga. Þetta er auðvitað stærsta jafnréttismálið sem sveitastjórnarstigið fæst við,“ segir Hildur. Hún segir að borgarstjóri hafi reynst óttalegur vettlingur og lítið hafi áunnist á hans vakt. Hún segist vera virkilega ánægð með gjörninginn og telur hann hafa verið vel heppnaðann. Honum hafi verið ætlað að kalla fram umræðu um leikskóla- og daggæslumál í borginni og það hafi tekist.
Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13 Segir lág laun leikskólakennara mýtu Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. 24. apríl 2024 14:02 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55
Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13
Segir lág laun leikskólakennara mýtu Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. 24. apríl 2024 14:02