Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2024 23:30 Ralf Rangnick er 65 ára gamall og er efstur á óskalista Bayern Munchen. Getty Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. „Bayern hafði samband við okkur og ég lét austurríska sambandið vita af því,“ er haft eftir Rangnick í austurrískum fjölmiðlum. „Einbeiting mín er á austurríska landsliðið. Augu okkar allra eru á EM. Mér líður vel hér,“ sagði Rangnick enn fremur. Rangnick var lengi þjálfari Hoffenheim, milli 2006 og 2011, og kom þá nýríku liðinu úr þriðju deild upp í þá efstu í Þýskalandi. Við tók skammvinn dvöl hjá Schalke, þar sem hann vann þýska bikarinn. Þá tók hann við íþróttastjórastöðu hjá liðum Red Bull í Leipzig og Salzburg og starfaði hjá Red Bull fram til 2019 – þar sem hann þjálfaði Leipzig í tvígang, 2015-2016 og 2018-2019. Hann var ráðinn sem bráðabirgðastjóri Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn 2021 með það fyrir sjónum að vera yfirmaður nýs þjálfara og starfa næstu tvö árin hjá enska félaginu. Hætt var við það eftir misheppnaða þjálfaratíð hans sem lauk í maí 2022. Síðan þá hefur hinn 65 ára gamli Rangnick gert góða hluti með karlalandslið Austurríkis, komið því á EM í Þýskalandi í sumar og unnið 13 af 21 leik. Austurríki verður í strembnum D-riðli Evrópumótsins í sumar ásamt Hollandi, Frakklandi og Póllandi. Rangnick er efstur á lista Bayern og þykir líklegastur til að taka við liðinu í sumar eftir höfnun Xabi Alonso og Julians Nagelsmann. Þegar hefur verið tilkynnt að Thomas Tuchel verði sagt upp störfum að leiktíðinni lokinni. Þýski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
„Bayern hafði samband við okkur og ég lét austurríska sambandið vita af því,“ er haft eftir Rangnick í austurrískum fjölmiðlum. „Einbeiting mín er á austurríska landsliðið. Augu okkar allra eru á EM. Mér líður vel hér,“ sagði Rangnick enn fremur. Rangnick var lengi þjálfari Hoffenheim, milli 2006 og 2011, og kom þá nýríku liðinu úr þriðju deild upp í þá efstu í Þýskalandi. Við tók skammvinn dvöl hjá Schalke, þar sem hann vann þýska bikarinn. Þá tók hann við íþróttastjórastöðu hjá liðum Red Bull í Leipzig og Salzburg og starfaði hjá Red Bull fram til 2019 – þar sem hann þjálfaði Leipzig í tvígang, 2015-2016 og 2018-2019. Hann var ráðinn sem bráðabirgðastjóri Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn 2021 með það fyrir sjónum að vera yfirmaður nýs þjálfara og starfa næstu tvö árin hjá enska félaginu. Hætt var við það eftir misheppnaða þjálfaratíð hans sem lauk í maí 2022. Síðan þá hefur hinn 65 ára gamli Rangnick gert góða hluti með karlalandslið Austurríkis, komið því á EM í Þýskalandi í sumar og unnið 13 af 21 leik. Austurríki verður í strembnum D-riðli Evrópumótsins í sumar ásamt Hollandi, Frakklandi og Póllandi. Rangnick er efstur á lista Bayern og þykir líklegastur til að taka við liðinu í sumar eftir höfnun Xabi Alonso og Julians Nagelsmann. Þegar hefur verið tilkynnt að Thomas Tuchel verði sagt upp störfum að leiktíðinni lokinni.
Þýski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira