Gera alvarlegar athugasemdir við verðlaunakerfi Tik Tok Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2024 07:55 Tik Tok á undir högg að sækja víða um heim en til skoðunar er að banna það í Bandaríkjunum. Getty/Die Fotowerft/DeFodi Images/Katja Knupper Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hótað því að banna nýja þjónustu Tik Tok nema fyrirtækinu takist að fullvissa framkvæmdstjórnina um að hún muni ekki verða skaðleg börnum. Um er að ræða Tik Tok Lite, þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með inneignum og gjafakortum fyrir að horfa á myndskeið, bjóða vinum á miðilinn og „fylgjast með“ síðum. Framkvæmdastjórnin hefur verulegar áhyggjur af þjónustunni og áhrifum hennar á börn en verðlaunakerfið búi til hvata fyrir ungmenni til að verja enn meiri tíma en þau gera nú þegar í að horfa á efni á símtækjum sínum. Bent er á þá staðreynd að mikil net- og samfélagsmiðlanotkun hafi skaðleg áhrif á andlega heilsu ungmenna. Þjónustan verði mögulega bönnuð ef stjórnendum Tik Tok tekst ekki að sýna fram á að skref verði tekin til að takmarka þessi skaðvænlegu áhrif. Thierry Breton, framkvæmdastjóri stafrænna málefna, hefur líkt Tik Tok Lite við sígarettur og segir að á sama tíma og um sé að ræða skemmtilega afþreyingu og leið til að tengjast öðrum, bjóði Tik Tok einnig hættunni heim þegar kemur að fíkn, kvíða og þunglyndi. Talsmaður Tik Tok segir ákvörðunina vonbrigði; Tik Tok Lite verðlaunakerfið sé aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri og þá séu takmörk á því hversu mörg „verkefni“ notendur geta leyst daglega til að fá verðlaun. Fyrirtækið eigi í samtali við framkvæmdastjórnina. Guardian greindi frá. TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Evrópusambandið Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Um er að ræða Tik Tok Lite, þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með inneignum og gjafakortum fyrir að horfa á myndskeið, bjóða vinum á miðilinn og „fylgjast með“ síðum. Framkvæmdastjórnin hefur verulegar áhyggjur af þjónustunni og áhrifum hennar á börn en verðlaunakerfið búi til hvata fyrir ungmenni til að verja enn meiri tíma en þau gera nú þegar í að horfa á efni á símtækjum sínum. Bent er á þá staðreynd að mikil net- og samfélagsmiðlanotkun hafi skaðleg áhrif á andlega heilsu ungmenna. Þjónustan verði mögulega bönnuð ef stjórnendum Tik Tok tekst ekki að sýna fram á að skref verði tekin til að takmarka þessi skaðvænlegu áhrif. Thierry Breton, framkvæmdastjóri stafrænna málefna, hefur líkt Tik Tok Lite við sígarettur og segir að á sama tíma og um sé að ræða skemmtilega afþreyingu og leið til að tengjast öðrum, bjóði Tik Tok einnig hættunni heim þegar kemur að fíkn, kvíða og þunglyndi. Talsmaður Tik Tok segir ákvörðunina vonbrigði; Tik Tok Lite verðlaunakerfið sé aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri og þá séu takmörk á því hversu mörg „verkefni“ notendur geta leyst daglega til að fá verðlaun. Fyrirtækið eigi í samtali við framkvæmdastjórnina. Guardian greindi frá.
TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Evrópusambandið Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira