„Við algjörlega frusum“ Siggeir Ævarsson skrifar 21. apríl 2024 17:38 Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, þarf eitthvað að fara yfir það með sínum konum hvernig maður klárar körfuboltaleiki Vísir/Hulda Margrét Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, átti fáar skýringar á því hvers vegna hans konur frusu sóknarlega annan leikinn í röð þegar liðið tapaði 73-64 gegn Stjörnunni í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Það var margt líkt með lokakafla þessa leiks og síðasta en Haukar skoruðu aðeins sex stig í lokaleikhlutanum gegn 29 stigum Stjörnunnar. „Þetta var bara nákvæmlega eins nema við vorum ekki með eins gott forskot núna. „Við algjörlega frusum“. Ég átta mig ekki á því hvað þetta er. Þær hlaupa sama einfalda sóknarleikinn aftur og aftur og aftur og við bregðumst ekki við, alveg sama hvað við tölum um. Sóknarlega verðum við rosalega staðar og hræddar.“ Haukar voru komnir með 16 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og í fjölmiðlastúkunni voru flestir búnir að afskrifa Stjörnuna á þeim tímapunkti, mögulega Haukarnir líka. „Mögulega, vonandi ekki. Við töluðum um að við þyrftum að spila í 40 mínútur. Ég vona að það sé ekki ástæðan, að þær hafi bara hætt því þær hafi haldið að þetta væri bara komið. En þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að skoða verulega vel.“ Keira Robinson fór mikinn í fyrri hálfleik og var á tímabili með rúman helming stiga liðsins, 17 stig af 32. Hún skoraði aðeins eitt stig í seinni hálfleik en Ingvar gat ekki sett fingurinn nákvæmlega hvað það var sem olli því. „Ég veit það ekki. Hún fer að sætta sig við að taka þrista í staðinn fyrir að ráðast á körfuna og komast á vítalínuna. Hún var ekki að setja skotin í seinni hálfleik eins og í fyrri. Á sama tíma verðum við allar hægar og hún þarf að búa til allt sitt sjálf. Hún fékk í rauninni ekki neitt út úr okkar flæði og auðvitað er það erfitt og lýjandi.“ Allir leikirnir í þessu einvígi hafa unnist á heimavelli hingað til en Ingvar sagði að það væri enginn trygging fyrir sigri að spila heima ef frammistaðan verður á pari við frammistöðuna í dag og í síðasta leik. „Oddaleikur, gjaldkeraleikur. Ég veit að formaðurinn er ánægður en við spilum svona og ætlum ekki að klára leiki þá skiptir engu máli hvort við erum á heimavelli eða útivelli. Við sluppum með þetta í síðasta leik og sleppum ekkert með þetta aftur, alveg sama hvar við spilum þann leik.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Það var margt líkt með lokakafla þessa leiks og síðasta en Haukar skoruðu aðeins sex stig í lokaleikhlutanum gegn 29 stigum Stjörnunnar. „Þetta var bara nákvæmlega eins nema við vorum ekki með eins gott forskot núna. „Við algjörlega frusum“. Ég átta mig ekki á því hvað þetta er. Þær hlaupa sama einfalda sóknarleikinn aftur og aftur og aftur og við bregðumst ekki við, alveg sama hvað við tölum um. Sóknarlega verðum við rosalega staðar og hræddar.“ Haukar voru komnir með 16 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og í fjölmiðlastúkunni voru flestir búnir að afskrifa Stjörnuna á þeim tímapunkti, mögulega Haukarnir líka. „Mögulega, vonandi ekki. Við töluðum um að við þyrftum að spila í 40 mínútur. Ég vona að það sé ekki ástæðan, að þær hafi bara hætt því þær hafi haldið að þetta væri bara komið. En þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að skoða verulega vel.“ Keira Robinson fór mikinn í fyrri hálfleik og var á tímabili með rúman helming stiga liðsins, 17 stig af 32. Hún skoraði aðeins eitt stig í seinni hálfleik en Ingvar gat ekki sett fingurinn nákvæmlega hvað það var sem olli því. „Ég veit það ekki. Hún fer að sætta sig við að taka þrista í staðinn fyrir að ráðast á körfuna og komast á vítalínuna. Hún var ekki að setja skotin í seinni hálfleik eins og í fyrri. Á sama tíma verðum við allar hægar og hún þarf að búa til allt sitt sjálf. Hún fékk í rauninni ekki neitt út úr okkar flæði og auðvitað er það erfitt og lýjandi.“ Allir leikirnir í þessu einvígi hafa unnist á heimavelli hingað til en Ingvar sagði að það væri enginn trygging fyrir sigri að spila heima ef frammistaðan verður á pari við frammistöðuna í dag og í síðasta leik. „Oddaleikur, gjaldkeraleikur. Ég veit að formaðurinn er ánægður en við spilum svona og ætlum ekki að klára leiki þá skiptir engu máli hvort við erum á heimavelli eða útivelli. Við sluppum með þetta í síðasta leik og sleppum ekkert með þetta aftur, alveg sama hvar við spilum þann leik.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira