Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2024 19:10 Forseti fulltrúaþingsins Mike Johnsson ávarpar fjölmiðla í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. AP/J. Scott Applewhite Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fylgdist vel með vendingum vestanhafs enda er fjárhagslegur og hernaðarlegur stuðningur Bandaríkjanna gríðarlega mikilvægur fyrir baráttu Úkraínumanna. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn X þar sem hann vottaði báðum flokkum þakklæti sitt. I am grateful to the United States House of Representatives, both parties, and personally Speaker Mike Johnson for the decision that keeps history on the right track.Democracy and freedom will always have global significance and will never fail as long as America helps to — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) April 20, 2024 „Lýðræði og frelsi mun alltaf hafa vægi í heiminum og mun aldrei bregðast svo lengi sem Bandaríkin standa vörð um það. Dýrmæta hjálparlöggjöfin sem þingið samþykkti í dag mun koma í veg fyrir að stríðið verði umfangsmeira, bjarga þúsundum mannslífa og styrkja báðar þjóðir,“ skrifar hann. „Réttlátur friður og öryggi nást aðeins með styrk,“ bætir hann við. Fjölþættur stuðningur Af þessum 61 milljarði bandaríkjadala, sem jafngildir um átta billjónum íslenskra króna, fara 23 í að endurbæta vopnaforða Bandaríkjanna. Aðrir 14 milljarðar fara svo í að kaupa vopn handa Úkraínumönnum beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. Einnig voru ellefu milljarðar eyrnamerktir viðveru fulltrúa bandaríska hersins á svæðinu þar sem hann tekur þátt í þjálfun og njósnastarfi. Restin fer til uppihalds úkraínsku ríkisstjórnarinnar, launagreiðslur og eftirlaunagreiðslur ásamt fleiru sem hún á í erfiðleikum með að halda í við vegna gífurlegs kostnaðar stríðsins. Að frumvarpinu samþykktu geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn heldur uppi þónokkrum vopnabúrum í Evrópu sem geta séð Úkraínumönnum fyrir stórskotaliðsfærum og eldflaugum. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni staðfesta lögin með undirskrift sinni. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fylgdist vel með vendingum vestanhafs enda er fjárhagslegur og hernaðarlegur stuðningur Bandaríkjanna gríðarlega mikilvægur fyrir baráttu Úkraínumanna. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn X þar sem hann vottaði báðum flokkum þakklæti sitt. I am grateful to the United States House of Representatives, both parties, and personally Speaker Mike Johnson for the decision that keeps history on the right track.Democracy and freedom will always have global significance and will never fail as long as America helps to — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) April 20, 2024 „Lýðræði og frelsi mun alltaf hafa vægi í heiminum og mun aldrei bregðast svo lengi sem Bandaríkin standa vörð um það. Dýrmæta hjálparlöggjöfin sem þingið samþykkti í dag mun koma í veg fyrir að stríðið verði umfangsmeira, bjarga þúsundum mannslífa og styrkja báðar þjóðir,“ skrifar hann. „Réttlátur friður og öryggi nást aðeins með styrk,“ bætir hann við. Fjölþættur stuðningur Af þessum 61 milljarði bandaríkjadala, sem jafngildir um átta billjónum íslenskra króna, fara 23 í að endurbæta vopnaforða Bandaríkjanna. Aðrir 14 milljarðar fara svo í að kaupa vopn handa Úkraínumönnum beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. Einnig voru ellefu milljarðar eyrnamerktir viðveru fulltrúa bandaríska hersins á svæðinu þar sem hann tekur þátt í þjálfun og njósnastarfi. Restin fer til uppihalds úkraínsku ríkisstjórnarinnar, launagreiðslur og eftirlaunagreiðslur ásamt fleiru sem hún á í erfiðleikum með að halda í við vegna gífurlegs kostnaðar stríðsins. Að frumvarpinu samþykktu geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn heldur uppi þónokkrum vopnabúrum í Evrópu sem geta séð Úkraínumönnum fyrir stórskotaliðsfærum og eldflaugum. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni staðfesta lögin með undirskrift sinni.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04