„Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar“ Sverrir Mar Smárason skrifar 20. apríl 2024 17:14 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Anton Brink HK tapaði öðrum heimaleik sínum í röð í dag þegar liðið tók á móti FH í 3. umferð Bestu deildar karla. Ómar Ingi, þjálfari HK, var að vonum ósáttur með frammistöðu liðsins. „Fram að markinu var þetta allt í lagi en markið verður úr atviki sem við höfðum verið búnir að fara yfir og vorum búnir að leysa fram að þessu. Það er ódýrt að vera að slökkva svona á sér í einhverju sem var búið að gerast áður í leiknum og búið að leysa fram að þessu,“ sagði Ómar. Í fyrstu tveimur leikjum HK í deildinni höfðu þeir fengið nokkur færi til þess að skora en í dag voru þau af skornum skammti. „Það er alveg rétt. FH-ingarnir voru líka bara mjög góðir og gerðu okkur erfitt fyrir. Við áttum í erfiðleikum með þá og það var erfitt að komast á bakvið þá. Við náðum ekki að skapa nægilega mikið þegar við hefðum átt að búa okkur til færi til þess,“ sagði Ómar Ingi. HK hefur tapað tveimur leikjum í Kórnum í röð. 0-4 tap gegn ÍA og svo 0-2 tap gegn FH. Þeir hafa ekki skorað mark á heimavelli og í báðum leikjunum enda þeir manni færri. „Auðvitað er það áhyggjuefni að ná ekki að skora hérna á heimavelli og auðvitað áhyggjuefni, þó rauðu spjöldin séu mismunandi, að missa mann útaf í báðum leikjum. Ég held það séu alltaf einhver áhyggjuefni og við þurfum klárlega að gera betur í næsta leik en við höfum gert í síðustu tveimur. Sérstaklega varðandi smá aga og varðandi hvernig við förum upp völlinn,“ sagði Ómar um áhyggjur af fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins. Leikmannamál hljóta að vera töluvert áhyggjuefni í Kórnum því bekkurinn í dag býður ekki uppá mjög mikið. Margir ungir strákar sem kannski eru ekki alveg klárir í að breyta leikjum eins og þessum. Atli Arnarsson og Brynjar Snær hafa verið meiddir og þá var Ómar einnig spurður út í mögulegar styrkingar. „Ég geri ráð fyrir því að Brynjar Snær sé orðinn klár eftir helgina. Hann ætti að vera að koma inn í bikarnum eða jafnvel strax í næsta leik í deildinni. Atli Arnars, það er ekki langt í hann. Þetta eru ekki meiðslin sem héldu honum frá og hann fór í aðgerð útaf. Hann fékk deadleg og er búinn að vera stífur í lærinu eftir að hann kom til baka. Hann þarf að fá tíma og hvort það verði tveir dagar eða sjö dagar, þetta er einhversstaðar þar. Varðandi styrkingar þá bara skoðum við málið. Ég held við hefðum gott af því að skoða hvort við getum bætt manni inn. Aðeins til þess að auka breiddina og samkeppnina. Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar,“ sagði Ómar að lokum. Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira
„Fram að markinu var þetta allt í lagi en markið verður úr atviki sem við höfðum verið búnir að fara yfir og vorum búnir að leysa fram að þessu. Það er ódýrt að vera að slökkva svona á sér í einhverju sem var búið að gerast áður í leiknum og búið að leysa fram að þessu,“ sagði Ómar. Í fyrstu tveimur leikjum HK í deildinni höfðu þeir fengið nokkur færi til þess að skora en í dag voru þau af skornum skammti. „Það er alveg rétt. FH-ingarnir voru líka bara mjög góðir og gerðu okkur erfitt fyrir. Við áttum í erfiðleikum með þá og það var erfitt að komast á bakvið þá. Við náðum ekki að skapa nægilega mikið þegar við hefðum átt að búa okkur til færi til þess,“ sagði Ómar Ingi. HK hefur tapað tveimur leikjum í Kórnum í röð. 0-4 tap gegn ÍA og svo 0-2 tap gegn FH. Þeir hafa ekki skorað mark á heimavelli og í báðum leikjunum enda þeir manni færri. „Auðvitað er það áhyggjuefni að ná ekki að skora hérna á heimavelli og auðvitað áhyggjuefni, þó rauðu spjöldin séu mismunandi, að missa mann útaf í báðum leikjum. Ég held það séu alltaf einhver áhyggjuefni og við þurfum klárlega að gera betur í næsta leik en við höfum gert í síðustu tveimur. Sérstaklega varðandi smá aga og varðandi hvernig við förum upp völlinn,“ sagði Ómar um áhyggjur af fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins. Leikmannamál hljóta að vera töluvert áhyggjuefni í Kórnum því bekkurinn í dag býður ekki uppá mjög mikið. Margir ungir strákar sem kannski eru ekki alveg klárir í að breyta leikjum eins og þessum. Atli Arnarsson og Brynjar Snær hafa verið meiddir og þá var Ómar einnig spurður út í mögulegar styrkingar. „Ég geri ráð fyrir því að Brynjar Snær sé orðinn klár eftir helgina. Hann ætti að vera að koma inn í bikarnum eða jafnvel strax í næsta leik í deildinni. Atli Arnars, það er ekki langt í hann. Þetta eru ekki meiðslin sem héldu honum frá og hann fór í aðgerð útaf. Hann fékk deadleg og er búinn að vera stífur í lærinu eftir að hann kom til baka. Hann þarf að fá tíma og hvort það verði tveir dagar eða sjö dagar, þetta er einhversstaðar þar. Varðandi styrkingar þá bara skoðum við málið. Ég held við hefðum gott af því að skoða hvort við getum bætt manni inn. Aðeins til þess að auka breiddina og samkeppnina. Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar,“ sagði Ómar að lokum.
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira
Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55