Guardiola: Palmer bað um að fá að fara í tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2024 12:31 Pep Guardiola gefur hér Cole Palmer fyrirmæli þegar strákurinn var leikmaður Manchester City. Getty/Nick Potts Cole Palmer hefur slegið í gegn hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og hann verður í sviðljósinu á móti sínum gömlu félögum í undanúrslitaleik ensku bikarsins í dag. Chelsea mætir þá ríkjandi bikarmeisturum í Manchester City á Wembley. City þarf nú að reyna að stöðva sjóðheitan leikmann sem var leikmaður liðsins fyrir ári síðan. Manchester City seldi Palmer til Chelsea síðasta sumar fyrir 42,5 milljónir punda. Hann hefur verið ein af kaupum ársins enda búinn að skora 23 mörk í öllum keppnum þar af tuttugu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Cole Palmer: He was asking for two seasons to leave Man City. I said: stay. He wanted to leave. What can we do?! . He s an exceptional player with super potential... I didn't give him the minutes he deserves that he now has at Chelsea . pic.twitter.com/RSXKINPk3P— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2024 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður um það á blaðamannafundi hvort að það hafi verið mistök að leyfa þessum efnilega knattspyrnumanni að fara. Hinn 21 árs gamli Palmer fékk fá tækifæri hjá Guardiola og vildi fara. „Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Guardiola sem átti ekki auðvelt með að svara spurningunni. „Ég hef sagt þetta mörgum sinnum. Ég gaf honum ekki mínúturnar sem hann átti skilið að fá og hann er nú að fá hjá Chelsea. Ég skil þetta fullkomlega,“ sagði Guardiola. „Hann er feiminn gaur með mikla möguleika. Þannig er það bara. Hann er að spila frábærlega og hvað get ég sagt? Þessi ákvörðun var margþætt. Hann var búinn að biðja um að fá að fara í tvö ár,“ sagði Guardiola. „Ég sagði honum að vera áfram. Hann sagði að hann vildi fara. Hvað gátum við gert? Ég sagði honum að vera áfram að því að Riyad [Mahrez] væri farinn en hann vildi fara í tvö tímabil,“ sagði Guardiola. Leikur Chelsea og Manchester City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í dag. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 16.15 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 16.00. Pep Guardiola is challenged on Cole Palmer and is asked whether it was a 'mistake' selling him pic.twitter.com/HJ8RXTxpmM— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Chelsea mætir þá ríkjandi bikarmeisturum í Manchester City á Wembley. City þarf nú að reyna að stöðva sjóðheitan leikmann sem var leikmaður liðsins fyrir ári síðan. Manchester City seldi Palmer til Chelsea síðasta sumar fyrir 42,5 milljónir punda. Hann hefur verið ein af kaupum ársins enda búinn að skora 23 mörk í öllum keppnum þar af tuttugu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Cole Palmer: He was asking for two seasons to leave Man City. I said: stay. He wanted to leave. What can we do?! . He s an exceptional player with super potential... I didn't give him the minutes he deserves that he now has at Chelsea . pic.twitter.com/RSXKINPk3P— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2024 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður um það á blaðamannafundi hvort að það hafi verið mistök að leyfa þessum efnilega knattspyrnumanni að fara. Hinn 21 árs gamli Palmer fékk fá tækifæri hjá Guardiola og vildi fara. „Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Guardiola sem átti ekki auðvelt með að svara spurningunni. „Ég hef sagt þetta mörgum sinnum. Ég gaf honum ekki mínúturnar sem hann átti skilið að fá og hann er nú að fá hjá Chelsea. Ég skil þetta fullkomlega,“ sagði Guardiola. „Hann er feiminn gaur með mikla möguleika. Þannig er það bara. Hann er að spila frábærlega og hvað get ég sagt? Þessi ákvörðun var margþætt. Hann var búinn að biðja um að fá að fara í tvö ár,“ sagði Guardiola. „Ég sagði honum að vera áfram. Hann sagði að hann vildi fara. Hvað gátum við gert? Ég sagði honum að vera áfram að því að Riyad [Mahrez] væri farinn en hann vildi fara í tvö tímabil,“ sagði Guardiola. Leikur Chelsea og Manchester City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í dag. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 16.15 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 16.00. Pep Guardiola is challenged on Cole Palmer and is asked whether it was a 'mistake' selling him pic.twitter.com/HJ8RXTxpmM— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira