Xabi Alonso tók metið af Conte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 14:31 Xabi Alonso með Victor Boniface, leikmanni Leverkusen, eftir leikinn á móti West Ham í London í gærkvöldi. AP/Kin Cheung Bayer Leverkusen tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær og um leið nýtt glæsilegt met. Leverkusen hefur nú leikið 44 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa. Þýska liðið hefur ekki tapað á öllu tímabilinu. Leverkusen vann 2-0 sigur í fyrri leiknum á móti West Ham í átta liða úrslitunum og mátti því tapa með einu marki í gær. West Ham komst líka 1-0 yfir í leiknum en Jeremie Frimpong jafnaði metin fyrir þýska liðið mínútu fyrir leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem lærisveinar Xabi Alonso koma í veg fyrir ósigur á leiktíðinni með dramatískum mörkum í lokin. Bayer Leverkusen have set the longest unbeaten run ever by a team in Europe's top five leagues.44 games38 wins6 draws0 lossesXabi Alonso pic.twitter.com/XpE7PvCUbI— Football Talk (@FootballTalkHQ) April 19, 2024 Með þessu jafntefli og 44 leikjum taplausum leikjum í röð var ljóst að metið er fallið í fimm stærstu deildum Evrópu. Áður hafði lið mest leikið 43 leiki í röð án þess að tapa í þessum fimm toppdeildum sem eru á Englandi, á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi og á Ítalíu. Það var lið Juventus undir stjórn Antonio Conte frá maí 2011 til maí 2012. Þetta þýðir auðvitað að Leverkusen á enn möguleika á mörgum titlum á þessari leitkíð. Leverkusen tryggði sér þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins um síðustu helgi. Auk þess að vera í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Roma frá Ítalíu, þá er liðið einnig komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Kaiserslautern. Bayer Leverkusen er með 25 sigra og 4 jafntefli í 29 leikjum í þýsku deildinni, liðið er með fimm sigra í þýska bikarnum og er með átta sigra og tvö jafntefli í Evrópudeildinni. Þetta gerir því 38 sigrar og sex jafntefli í 44 leikjum. Leverkusen write their name in the history books pic.twitter.com/OI0RW7dITa— LiveScore (@livescore) April 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Leverkusen hefur nú leikið 44 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa. Þýska liðið hefur ekki tapað á öllu tímabilinu. Leverkusen vann 2-0 sigur í fyrri leiknum á móti West Ham í átta liða úrslitunum og mátti því tapa með einu marki í gær. West Ham komst líka 1-0 yfir í leiknum en Jeremie Frimpong jafnaði metin fyrir þýska liðið mínútu fyrir leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem lærisveinar Xabi Alonso koma í veg fyrir ósigur á leiktíðinni með dramatískum mörkum í lokin. Bayer Leverkusen have set the longest unbeaten run ever by a team in Europe's top five leagues.44 games38 wins6 draws0 lossesXabi Alonso pic.twitter.com/XpE7PvCUbI— Football Talk (@FootballTalkHQ) April 19, 2024 Með þessu jafntefli og 44 leikjum taplausum leikjum í röð var ljóst að metið er fallið í fimm stærstu deildum Evrópu. Áður hafði lið mest leikið 43 leiki í röð án þess að tapa í þessum fimm toppdeildum sem eru á Englandi, á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi og á Ítalíu. Það var lið Juventus undir stjórn Antonio Conte frá maí 2011 til maí 2012. Þetta þýðir auðvitað að Leverkusen á enn möguleika á mörgum titlum á þessari leitkíð. Leverkusen tryggði sér þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins um síðustu helgi. Auk þess að vera í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Roma frá Ítalíu, þá er liðið einnig komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Kaiserslautern. Bayer Leverkusen er með 25 sigra og 4 jafntefli í 29 leikjum í þýsku deildinni, liðið er með fimm sigra í þýska bikarnum og er með átta sigra og tvö jafntefli í Evrópudeildinni. Þetta gerir því 38 sigrar og sex jafntefli í 44 leikjum. Leverkusen write their name in the history books pic.twitter.com/OI0RW7dITa— LiveScore (@livescore) April 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira