Týndi Super Bowl hringnum sínum: Grín sem endaði ekki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 11:30 Jason Kelce setti skóna upp á hillu á dögunum og vinnur því ekki fleiri Super Bowl hringa sem leikmaður. Getty/Tim Nwachukwu Ameríski fótboltamaðurinn Jason Kelce lagði skóna á hilluna eftir síðasta NFL-tímabil en í nýjasta hlaðvarpsþætti þeirra Kelce bræðra kom fram að hann hefur týnt verðmætasta minningargripnum sínum frá ferlinum. Kelce varð NFL-meistari með Philadelphia Eagles í febrúar 2018 og allir leikmenn sem vinna Super Bowl fá veglegan hring að gjöf. Jason sagði frá örlögum hringsins síns í New Heights hlaðvarpsþættinum þar sem hann fer yfir málin með yngri bróður sínum Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. „Super Bowl hringurinn minn er týndur,“ sagði Jason Kelce. Sagan er sú að hann lánaði hringinn sinn í grínkeppni sem bar nafnið „Jason Lost His Ring“ eða „Jason týndi hringnum sínum“. Hún var búinn til af því að Jason var í alvörunni þekktur fyrir að vita ekki oft hvar Super Bowl hringur sinn væri niðurkominn. Jason Kelce says his Super Bowl ring was lost during a game at the New Heights live show and may be gone forever. The game involved finding items in piles of chili, one of which was his actual ring in a sock. I legitimately lost it. They couldn t find it, and all the stuff has pic.twitter.com/zRb0cTlzrG— Eagles Nation (@PHLEaglesNation) April 17, 2024 Í keppninni kepptust lið við að finna hringinn hans sem var falinn í tveimur laugum fullum af chili nautahakki. Kelce sýndi myndband af keppninni og tók það fram að það lýsi því ekki hversu ógeðslegt þetta var. „Ég veit ekki hvort að Travis viti af þessu en ég bókstaflega týndi hringnum þarna því það fann hann enginn,“ sagði Jason, Fólk notaði meðal annars málmleitartæki til að finna hringinn en án árangurs. „Við höfum ekki fundið hann enn. Það er búið að henda öllu draslinu þannig að ég get fullyrt það að Super Bowl hringurinn minn er nú í einhverri landfyllingu á Cincinnati svæðinu,“ sagði Jason. Jason bjóst aldrei við að fá ekki hringinn sinn aftur og segist vera búinn að athuga það hvort hann sé tryggður fyrir þessu. Hringurinn er auðvitað verðmætur ekki aðeins í peningum talið heldur einnig hefur hann mikið tilfinningalegt gildi enda sá eini sem Jason vann á löngum ferli sínum. We might ve taken the Jason lost his ring bit too far this time pic.twitter.com/T2et6ccrNr— New Heights (@newheightshow) April 17, 2024 NFL Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
Kelce varð NFL-meistari með Philadelphia Eagles í febrúar 2018 og allir leikmenn sem vinna Super Bowl fá veglegan hring að gjöf. Jason sagði frá örlögum hringsins síns í New Heights hlaðvarpsþættinum þar sem hann fer yfir málin með yngri bróður sínum Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. „Super Bowl hringurinn minn er týndur,“ sagði Jason Kelce. Sagan er sú að hann lánaði hringinn sinn í grínkeppni sem bar nafnið „Jason Lost His Ring“ eða „Jason týndi hringnum sínum“. Hún var búinn til af því að Jason var í alvörunni þekktur fyrir að vita ekki oft hvar Super Bowl hringur sinn væri niðurkominn. Jason Kelce says his Super Bowl ring was lost during a game at the New Heights live show and may be gone forever. The game involved finding items in piles of chili, one of which was his actual ring in a sock. I legitimately lost it. They couldn t find it, and all the stuff has pic.twitter.com/zRb0cTlzrG— Eagles Nation (@PHLEaglesNation) April 17, 2024 Í keppninni kepptust lið við að finna hringinn hans sem var falinn í tveimur laugum fullum af chili nautahakki. Kelce sýndi myndband af keppninni og tók það fram að það lýsi því ekki hversu ógeðslegt þetta var. „Ég veit ekki hvort að Travis viti af þessu en ég bókstaflega týndi hringnum þarna því það fann hann enginn,“ sagði Jason, Fólk notaði meðal annars málmleitartæki til að finna hringinn en án árangurs. „Við höfum ekki fundið hann enn. Það er búið að henda öllu draslinu þannig að ég get fullyrt það að Super Bowl hringurinn minn er nú í einhverri landfyllingu á Cincinnati svæðinu,“ sagði Jason. Jason bjóst aldrei við að fá ekki hringinn sinn aftur og segist vera búinn að athuga það hvort hann sé tryggður fyrir þessu. Hringurinn er auðvitað verðmætur ekki aðeins í peningum talið heldur einnig hefur hann mikið tilfinningalegt gildi enda sá eini sem Jason vann á löngum ferli sínum. We might ve taken the Jason lost his ring bit too far this time pic.twitter.com/T2et6ccrNr— New Heights (@newheightshow) April 17, 2024
NFL Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira