„Við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. apríl 2024 21:54 Hallgrímur er þjálfari Fjölnis. Vísir/Vilhelm Keflavík átti ekki í neinum vandræðum með lið Fjölnis þegar þau áttust við í Blue höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var þriðji sigur Keflavíkur í seríunni og sópuðu þær Fjölni úr leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna. „Það var ekkert sem fór úrskeiðis í kvöld. Við erum bara að spila við ógeðslega gott lið. Fyrsta stelpa af bekk hjá mér er nítján ára, fyrsti maður af bekk hjá þeim er í A-landsliðinu og við gætum haldið áfram að telja.“ Sagði Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu. Við töpum 3-0 á móti vill ég meina besta liðinu eins og staðan er í dag. Ég myndi segja það sennilegast gegn öllum mótherjum en Keflavík eru ógeðslega flottar, vel þjálfaðar og bara vá. Frábærar frammistöður og Kasey kveður Ísland hérna með 42 stigum og 17 fráköstum.“ „Keflavík gerði vel í að koma boltanum í hendurnar á Raquel en mér finnst við annars þrátt fyrir það gera ótrúlega vel á löngum köflum í leiknum. Þær eru að skora helvíti mikið af auðveldum stigum sem er einbeitingarleysi hjá okkur en það skiptir ekki máli. Þetta er búið og við lærum af þessu.“ „Mega troða myndaramma þvert upp í sig og grjóthalda kjafti“ Það voru einhverjir sem vildu ekki fá 8-liða úrslit í kvennakörfunni en Hallgrímur gaf lítið fyrir þær gagnrýnisraddir. „Þessir snillingar sem að hafa verið að góla í kringum mig um að þetta hafi átt að vera 6-liða úrslitakeppni þeir mega bara taka myndarramma og troða honum þvert upp í sig og grjóthalda kjafti. Þetta er ógeðslega flott og við erum að stækka kvennakörfuna og þetta er bara skemmtun hérna. “ Hallgrímur viðurkenndi að hans lið hafi átt við ofurefli að etja. „Jú jú, alveg klárlega og þó ég hafi verið cocky og flottur hérna í viðtölum fyrir seríu og í fyrsta leik og öðrum leik að krefja liðið mitt um sigur að þá er þetta bara ógeðslega flott Keflavíkurlið og ég óska Keflavík til hamingju, vel staðið að þessu. Tveir flottir erlendir leikmenn og svo bara upp aldar stelpur plús Eygló.“ „Þær verða sterkari, betri og mæta tilbúnari til leiks“ Hallgrímur dró mikinn lærdóm úr þessu einvígi og vetrinum. „Við erum búnar að læra það að við erum ógeðslega góðar þegar við stöndum saman sem lið. Við lærum í þessari seríu að harka er á allt öðru leveli ef þú ætlar að vera topp fimm í þessari deild. Við lærum það að við þurfum framlög úr fleiri áttum, þó það geti verið erfitt miðað við hvernig sóknarleikurinn er stilltur upp hjá mér að þá finnst mér að mínar stelpur hafi brugðist ótrúlega vel við. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ungt lið.“ „Við erum kannski ekki allar fæddar 2007 en þetta er ungt lið, reynslulítið lið. Stelpur sem voru að spila síðasta vetur og voru kannski ekki í stóru hlutverki og fengu að koma inn á voru í lykilhlutverki núna og það er lærdómur. Þær verða bara miklu sterkari, betri og mæta miklu tilbúnari til leiks á næsta tímabili.“ Keflavík átti í miklu basli með Korinne Campbell í kvöld en Hallgrímur hefði viljað fá meira framlag frá öðrum úr sínu liði. „Þetta var það sem var opið fyrir okkur. Ég hefði alveg verið til í að vera með eins og Keflavík og vera með tíu leikmenn í kringum tíu stigin og allar með fimm stoðsendingar og allar með fimm fráköst en við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði og Keflavík átti bara í miklum erfiðleikum með Kasey í dag.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
„Það var ekkert sem fór úrskeiðis í kvöld. Við erum bara að spila við ógeðslega gott lið. Fyrsta stelpa af bekk hjá mér er nítján ára, fyrsti maður af bekk hjá þeim er í A-landsliðinu og við gætum haldið áfram að telja.“ Sagði Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu. Við töpum 3-0 á móti vill ég meina besta liðinu eins og staðan er í dag. Ég myndi segja það sennilegast gegn öllum mótherjum en Keflavík eru ógeðslega flottar, vel þjálfaðar og bara vá. Frábærar frammistöður og Kasey kveður Ísland hérna með 42 stigum og 17 fráköstum.“ „Keflavík gerði vel í að koma boltanum í hendurnar á Raquel en mér finnst við annars þrátt fyrir það gera ótrúlega vel á löngum köflum í leiknum. Þær eru að skora helvíti mikið af auðveldum stigum sem er einbeitingarleysi hjá okkur en það skiptir ekki máli. Þetta er búið og við lærum af þessu.“ „Mega troða myndaramma þvert upp í sig og grjóthalda kjafti“ Það voru einhverjir sem vildu ekki fá 8-liða úrslit í kvennakörfunni en Hallgrímur gaf lítið fyrir þær gagnrýnisraddir. „Þessir snillingar sem að hafa verið að góla í kringum mig um að þetta hafi átt að vera 6-liða úrslitakeppni þeir mega bara taka myndarramma og troða honum þvert upp í sig og grjóthalda kjafti. Þetta er ógeðslega flott og við erum að stækka kvennakörfuna og þetta er bara skemmtun hérna. “ Hallgrímur viðurkenndi að hans lið hafi átt við ofurefli að etja. „Jú jú, alveg klárlega og þó ég hafi verið cocky og flottur hérna í viðtölum fyrir seríu og í fyrsta leik og öðrum leik að krefja liðið mitt um sigur að þá er þetta bara ógeðslega flott Keflavíkurlið og ég óska Keflavík til hamingju, vel staðið að þessu. Tveir flottir erlendir leikmenn og svo bara upp aldar stelpur plús Eygló.“ „Þær verða sterkari, betri og mæta tilbúnari til leiks“ Hallgrímur dró mikinn lærdóm úr þessu einvígi og vetrinum. „Við erum búnar að læra það að við erum ógeðslega góðar þegar við stöndum saman sem lið. Við lærum í þessari seríu að harka er á allt öðru leveli ef þú ætlar að vera topp fimm í þessari deild. Við lærum það að við þurfum framlög úr fleiri áttum, þó það geti verið erfitt miðað við hvernig sóknarleikurinn er stilltur upp hjá mér að þá finnst mér að mínar stelpur hafi brugðist ótrúlega vel við. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ungt lið.“ „Við erum kannski ekki allar fæddar 2007 en þetta er ungt lið, reynslulítið lið. Stelpur sem voru að spila síðasta vetur og voru kannski ekki í stóru hlutverki og fengu að koma inn á voru í lykilhlutverki núna og það er lærdómur. Þær verða bara miklu sterkari, betri og mæta miklu tilbúnari til leiks á næsta tímabili.“ Keflavík átti í miklu basli með Korinne Campbell í kvöld en Hallgrímur hefði viljað fá meira framlag frá öðrum úr sínu liði. „Þetta var það sem var opið fyrir okkur. Ég hefði alveg verið til í að vera með eins og Keflavík og vera með tíu leikmenn í kringum tíu stigin og allar með fimm stoðsendingar og allar með fimm fráköst en við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði og Keflavík átti bara í miklum erfiðleikum með Kasey í dag.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira