„Við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. apríl 2024 21:54 Hallgrímur er þjálfari Fjölnis. Vísir/Vilhelm Keflavík átti ekki í neinum vandræðum með lið Fjölnis þegar þau áttust við í Blue höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var þriðji sigur Keflavíkur í seríunni og sópuðu þær Fjölni úr leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna. „Það var ekkert sem fór úrskeiðis í kvöld. Við erum bara að spila við ógeðslega gott lið. Fyrsta stelpa af bekk hjá mér er nítján ára, fyrsti maður af bekk hjá þeim er í A-landsliðinu og við gætum haldið áfram að telja.“ Sagði Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu. Við töpum 3-0 á móti vill ég meina besta liðinu eins og staðan er í dag. Ég myndi segja það sennilegast gegn öllum mótherjum en Keflavík eru ógeðslega flottar, vel þjálfaðar og bara vá. Frábærar frammistöður og Kasey kveður Ísland hérna með 42 stigum og 17 fráköstum.“ „Keflavík gerði vel í að koma boltanum í hendurnar á Raquel en mér finnst við annars þrátt fyrir það gera ótrúlega vel á löngum köflum í leiknum. Þær eru að skora helvíti mikið af auðveldum stigum sem er einbeitingarleysi hjá okkur en það skiptir ekki máli. Þetta er búið og við lærum af þessu.“ „Mega troða myndaramma þvert upp í sig og grjóthalda kjafti“ Það voru einhverjir sem vildu ekki fá 8-liða úrslit í kvennakörfunni en Hallgrímur gaf lítið fyrir þær gagnrýnisraddir. „Þessir snillingar sem að hafa verið að góla í kringum mig um að þetta hafi átt að vera 6-liða úrslitakeppni þeir mega bara taka myndarramma og troða honum þvert upp í sig og grjóthalda kjafti. Þetta er ógeðslega flott og við erum að stækka kvennakörfuna og þetta er bara skemmtun hérna. “ Hallgrímur viðurkenndi að hans lið hafi átt við ofurefli að etja. „Jú jú, alveg klárlega og þó ég hafi verið cocky og flottur hérna í viðtölum fyrir seríu og í fyrsta leik og öðrum leik að krefja liðið mitt um sigur að þá er þetta bara ógeðslega flott Keflavíkurlið og ég óska Keflavík til hamingju, vel staðið að þessu. Tveir flottir erlendir leikmenn og svo bara upp aldar stelpur plús Eygló.“ „Þær verða sterkari, betri og mæta tilbúnari til leiks“ Hallgrímur dró mikinn lærdóm úr þessu einvígi og vetrinum. „Við erum búnar að læra það að við erum ógeðslega góðar þegar við stöndum saman sem lið. Við lærum í þessari seríu að harka er á allt öðru leveli ef þú ætlar að vera topp fimm í þessari deild. Við lærum það að við þurfum framlög úr fleiri áttum, þó það geti verið erfitt miðað við hvernig sóknarleikurinn er stilltur upp hjá mér að þá finnst mér að mínar stelpur hafi brugðist ótrúlega vel við. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ungt lið.“ „Við erum kannski ekki allar fæddar 2007 en þetta er ungt lið, reynslulítið lið. Stelpur sem voru að spila síðasta vetur og voru kannski ekki í stóru hlutverki og fengu að koma inn á voru í lykilhlutverki núna og það er lærdómur. Þær verða bara miklu sterkari, betri og mæta miklu tilbúnari til leiks á næsta tímabili.“ Keflavík átti í miklu basli með Korinne Campbell í kvöld en Hallgrímur hefði viljað fá meira framlag frá öðrum úr sínu liði. „Þetta var það sem var opið fyrir okkur. Ég hefði alveg verið til í að vera með eins og Keflavík og vera með tíu leikmenn í kringum tíu stigin og allar með fimm stoðsendingar og allar með fimm fráköst en við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði og Keflavík átti bara í miklum erfiðleikum með Kasey í dag.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
„Það var ekkert sem fór úrskeiðis í kvöld. Við erum bara að spila við ógeðslega gott lið. Fyrsta stelpa af bekk hjá mér er nítján ára, fyrsti maður af bekk hjá þeim er í A-landsliðinu og við gætum haldið áfram að telja.“ Sagði Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu. Við töpum 3-0 á móti vill ég meina besta liðinu eins og staðan er í dag. Ég myndi segja það sennilegast gegn öllum mótherjum en Keflavík eru ógeðslega flottar, vel þjálfaðar og bara vá. Frábærar frammistöður og Kasey kveður Ísland hérna með 42 stigum og 17 fráköstum.“ „Keflavík gerði vel í að koma boltanum í hendurnar á Raquel en mér finnst við annars þrátt fyrir það gera ótrúlega vel á löngum köflum í leiknum. Þær eru að skora helvíti mikið af auðveldum stigum sem er einbeitingarleysi hjá okkur en það skiptir ekki máli. Þetta er búið og við lærum af þessu.“ „Mega troða myndaramma þvert upp í sig og grjóthalda kjafti“ Það voru einhverjir sem vildu ekki fá 8-liða úrslit í kvennakörfunni en Hallgrímur gaf lítið fyrir þær gagnrýnisraddir. „Þessir snillingar sem að hafa verið að góla í kringum mig um að þetta hafi átt að vera 6-liða úrslitakeppni þeir mega bara taka myndarramma og troða honum þvert upp í sig og grjóthalda kjafti. Þetta er ógeðslega flott og við erum að stækka kvennakörfuna og þetta er bara skemmtun hérna. “ Hallgrímur viðurkenndi að hans lið hafi átt við ofurefli að etja. „Jú jú, alveg klárlega og þó ég hafi verið cocky og flottur hérna í viðtölum fyrir seríu og í fyrsta leik og öðrum leik að krefja liðið mitt um sigur að þá er þetta bara ógeðslega flott Keflavíkurlið og ég óska Keflavík til hamingju, vel staðið að þessu. Tveir flottir erlendir leikmenn og svo bara upp aldar stelpur plús Eygló.“ „Þær verða sterkari, betri og mæta tilbúnari til leiks“ Hallgrímur dró mikinn lærdóm úr þessu einvígi og vetrinum. „Við erum búnar að læra það að við erum ógeðslega góðar þegar við stöndum saman sem lið. Við lærum í þessari seríu að harka er á allt öðru leveli ef þú ætlar að vera topp fimm í þessari deild. Við lærum það að við þurfum framlög úr fleiri áttum, þó það geti verið erfitt miðað við hvernig sóknarleikurinn er stilltur upp hjá mér að þá finnst mér að mínar stelpur hafi brugðist ótrúlega vel við. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ungt lið.“ „Við erum kannski ekki allar fæddar 2007 en þetta er ungt lið, reynslulítið lið. Stelpur sem voru að spila síðasta vetur og voru kannski ekki í stóru hlutverki og fengu að koma inn á voru í lykilhlutverki núna og það er lærdómur. Þær verða bara miklu sterkari, betri og mæta miklu tilbúnari til leiks á næsta tímabili.“ Keflavík átti í miklu basli með Korinne Campbell í kvöld en Hallgrímur hefði viljað fá meira framlag frá öðrum úr sínu liði. „Þetta var það sem var opið fyrir okkur. Ég hefði alveg verið til í að vera með eins og Keflavík og vera með tíu leikmenn í kringum tíu stigin og allar með fimm stoðsendingar og allar með fimm fráköst en við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði og Keflavík átti bara í miklum erfiðleikum með Kasey í dag.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira