Golden State komst ekki í úrslitakeppnina en Lakers verður með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 06:30 Stephen Curry fær ekki tækifæri til að spila í úrslitakeppninni þar sem að Golden State Warriors tapaði í umspilinu í nótt. AP/Godofredo A. Vásquez Umspilskeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt og þar sendu liðsmenn Sacramento Kings Stephen Curry og félaga í sumarfrí. Los Angeles Lakers vann aftur á móti sinn leik og tryggði sér með því sæti í úrslitakeppni. Sacramento Kings vann öruggan 118-94 sigur á Golden State Warriors en þarf að vinna New Orleans Pelicans á föstudag til að komast í úrslitakeppnina. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fimm árum þar sem Warriors mistekst að komast í úrslitakeppnina en tvisvar hefur liðið setið eftir í umspilinu. Pelicans endaði í þeim leik eftir tap á móti Lakers en þar mættust liðin sem enduðu í 7. og 8. sæti í deildarkeppninni og fá því tvo leiki til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Keegan Murray's #SoFiPlayIn-record 8 THREES lead the Kings to victory!They'll face NOP for the #8 seed Friday pic.twitter.com/6ATfC9NIJE— NBA (@NBA) April 17, 2024 Keegan Murray skoraði 32 stig í sigri Sacramento og De'Aaron Fox var með 24 stig. Murray skoraði átta þrista í leiknum þar af fjóra í fyrsta leikhlutanum. Harrison Barnes var með 17 stig og Domantas Sabonis bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Steph Curry skoraði 22 stig en Klay Thompson klikkaði aftur á móti á öllum tíu skotum sínum utan af velli og var stigalaus á 32 mínútum. Jonathan Kuminga og Moses Moody komu báðir með 16 stig af bekknum. AD, LeBron and DLo power Lakers to #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@AntDavis23: 20 PTS, 15 REB, 3 BLK@KingJames: 23 PTS, 9 REB, 9 AST@Dloading: 21 PTS, 6 AST, 5 3PM pic.twitter.com/lhlii94m1f— NBA (@NBA) April 17, 2024 LeBron James, Anthony Davis og félagar í Lakers unnu 110-106 sigur á Pelicans en verðlaunin er að mæta meisturum Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. James var með 23 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Davis bætti við 20 stigum og 15 fráköstum og D´Angelo Russell skoraði 21 stig. James hitti aðeins úr 1 af 5 þriggja stiga skotum sínum en hitti úr öllum tíu vítunum. Zion Williamson gerði allt sem hann gat en hann var með 40 stig og 11 fráköst fyrir New Orleans. Hann meiddist hins vegar 3:19 mínútum fyrir leikslok og munaði um það. The Lakers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel......while the Pelicans and Kings set up a Friday #SoFiPlayIn battle! pic.twitter.com/O9vvp9OMMo— NBA (@NBA) April 17, 2024 NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Sacramento Kings vann öruggan 118-94 sigur á Golden State Warriors en þarf að vinna New Orleans Pelicans á föstudag til að komast í úrslitakeppnina. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fimm árum þar sem Warriors mistekst að komast í úrslitakeppnina en tvisvar hefur liðið setið eftir í umspilinu. Pelicans endaði í þeim leik eftir tap á móti Lakers en þar mættust liðin sem enduðu í 7. og 8. sæti í deildarkeppninni og fá því tvo leiki til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Keegan Murray's #SoFiPlayIn-record 8 THREES lead the Kings to victory!They'll face NOP for the #8 seed Friday pic.twitter.com/6ATfC9NIJE— NBA (@NBA) April 17, 2024 Keegan Murray skoraði 32 stig í sigri Sacramento og De'Aaron Fox var með 24 stig. Murray skoraði átta þrista í leiknum þar af fjóra í fyrsta leikhlutanum. Harrison Barnes var með 17 stig og Domantas Sabonis bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Steph Curry skoraði 22 stig en Klay Thompson klikkaði aftur á móti á öllum tíu skotum sínum utan af velli og var stigalaus á 32 mínútum. Jonathan Kuminga og Moses Moody komu báðir með 16 stig af bekknum. AD, LeBron and DLo power Lakers to #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@AntDavis23: 20 PTS, 15 REB, 3 BLK@KingJames: 23 PTS, 9 REB, 9 AST@Dloading: 21 PTS, 6 AST, 5 3PM pic.twitter.com/lhlii94m1f— NBA (@NBA) April 17, 2024 LeBron James, Anthony Davis og félagar í Lakers unnu 110-106 sigur á Pelicans en verðlaunin er að mæta meisturum Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. James var með 23 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Davis bætti við 20 stigum og 15 fráköstum og D´Angelo Russell skoraði 21 stig. James hitti aðeins úr 1 af 5 þriggja stiga skotum sínum en hitti úr öllum tíu vítunum. Zion Williamson gerði allt sem hann gat en hann var með 40 stig og 11 fráköst fyrir New Orleans. Hann meiddist hins vegar 3:19 mínútum fyrir leikslok og munaði um það. The Lakers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel......while the Pelicans and Kings set up a Friday #SoFiPlayIn battle! pic.twitter.com/O9vvp9OMMo— NBA (@NBA) April 17, 2024
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira