Biðst afsökunar á brösuglegum Coachella-flutningi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. apríl 2024 00:04 Tónlistarhátíðin verður haldin á ný næstu helgi og Grimes heitir því að þá verði tæknin í lagi. Getty Kanadíska tónlistarkonan Grimes bað aðdáendur sína afsökunar eftir að tæknilegir örðugleikar komu upp á tónleikum hennar á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu á laugardag. Á myndböndum af tónleikum Grimes sést hún æpa í hljóðnemann af reiði nokkrum sinnum vegna örðugleikanna. Að auki stöðvar hún nokkrum sinnum tónlistina og útskýrir fyrir áhorfendum að undirspilin séu of hröð sem geri henni erfitt fyrir. Grimes going into meltdown during her Coachella set because someone synced her tracks for her wrong pic.twitter.com/wq8zhzpCQ7— Rave Footage (@RaveFootage) April 15, 2024 Í frétt Variety um málið kemur fram að tónlistarkonan hafi síðan yfirgefið sviðið í miðju lagi þegar hún flutti lagið Genesis, sem er eitt af hennar vinsælustu lögum og ekki komið aftur upp á svið. Netverjar kenndu ýmist í brjósti um hana og lýstu atvikinu sem martröð tónlistarmannsins eða gagnrýndu hana fyrir skipulagsleysi, en stakur miði á hátíðina kostar um sjötíu þúsund krónur. Grimes baðst afsökunar á atvikinu á samfélagsmiðlinum X, sem er í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar, Elon Musk. Grimes #Coachella malfunctions pic.twitter.com/nrKZqgm65F— Nimrod Kamer (@nnimrodd) April 15, 2024 „Venjulega skipulegg ég hvern einasta hluta tónleika minna sjálf,“ sagði hún í færslunni og útskýrði að til að spara sér tíma hefði hún fengið einhvern annan til þess að setja saman lagalistann sinn og pantað græjur sem væru henni ekki kunnugar. I want to apologize for the technical issues with the show tonight. I wanted to come back rly strong and usually I always handle every aspect of my show myself - to save time this was one of the first times I've outsourced essential things like rekordbox bpm's and letting — (@Grimezsz) April 14, 2024 Loks sagðist Grimes ætla að sjá til þess að fyrir Coachella-tónleikana næsta laugardag muni hún sjá til þess að öll tækni verði í lagi. Hún hafi lært á mistökunum. „Ég læt þetta ekki gerast aftur. Ég er búin að eyða mörgum mánuðum í að undirbúa þessa tónleika, að semja tónlist og búa til leikmynd, og ég viðurkenni að ég er ekki í góðu skapi yfir þessu. En í næstu viku verður þetta fullkomið,“ sagði hún að lokum. Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Á myndböndum af tónleikum Grimes sést hún æpa í hljóðnemann af reiði nokkrum sinnum vegna örðugleikanna. Að auki stöðvar hún nokkrum sinnum tónlistina og útskýrir fyrir áhorfendum að undirspilin séu of hröð sem geri henni erfitt fyrir. Grimes going into meltdown during her Coachella set because someone synced her tracks for her wrong pic.twitter.com/wq8zhzpCQ7— Rave Footage (@RaveFootage) April 15, 2024 Í frétt Variety um málið kemur fram að tónlistarkonan hafi síðan yfirgefið sviðið í miðju lagi þegar hún flutti lagið Genesis, sem er eitt af hennar vinsælustu lögum og ekki komið aftur upp á svið. Netverjar kenndu ýmist í brjósti um hana og lýstu atvikinu sem martröð tónlistarmannsins eða gagnrýndu hana fyrir skipulagsleysi, en stakur miði á hátíðina kostar um sjötíu þúsund krónur. Grimes baðst afsökunar á atvikinu á samfélagsmiðlinum X, sem er í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar, Elon Musk. Grimes #Coachella malfunctions pic.twitter.com/nrKZqgm65F— Nimrod Kamer (@nnimrodd) April 15, 2024 „Venjulega skipulegg ég hvern einasta hluta tónleika minna sjálf,“ sagði hún í færslunni og útskýrði að til að spara sér tíma hefði hún fengið einhvern annan til þess að setja saman lagalistann sinn og pantað græjur sem væru henni ekki kunnugar. I want to apologize for the technical issues with the show tonight. I wanted to come back rly strong and usually I always handle every aspect of my show myself - to save time this was one of the first times I've outsourced essential things like rekordbox bpm's and letting — (@Grimezsz) April 14, 2024 Loks sagðist Grimes ætla að sjá til þess að fyrir Coachella-tónleikana næsta laugardag muni hún sjá til þess að öll tækni verði í lagi. Hún hafi lært á mistökunum. „Ég læt þetta ekki gerast aftur. Ég er búin að eyða mörgum mánuðum í að undirbúa þessa tónleika, að semja tónlist og búa til leikmynd, og ég viðurkenni að ég er ekki í góðu skapi yfir þessu. En í næstu viku verður þetta fullkomið,“ sagði hún að lokum.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira