Verðskulduðum ekki að komast nær en við gerðum Gunnar Gunnarsson skrifar 14. apríl 2024 22:04 Finnur Freyr Stefánsson á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði Hött hafa verðskuldað sigurinn í kvöld. „Fyrst og fremst var frammistaða Hattar töluvert betri en okkar í kvöld,“ svaraði hann aðspurður um hvað hefði ráðið úrslitum leiksins. „Við vorum ólíkir sjálfum okkar varnarlega, gáfum mikið af auðveldum körfum, skutum illa og tókum svekkelsið úr sókninni með okkur með okkur í vörnina. Frammistaðan sem við settum á gólfið verðskuldaði ekki neitt. Við horfum inn á við að hlutum sem við getum gert betur.“ Undir lok leiksins kviknaði þó á Valsliðinu og það minnkaði muninn úr 18 stigum í níu. Það byggði meðal annars á pressuvörn sem gerði Hattarliðið óöruggt þannig það tapaði boltanum nokkrum sinnum. „Þeð gerist stundum þegar leikirnir eru að fjara út að liðið sem er yfir fer að berjast. Við gerðum lokaáhlaup, bjuggum til smá orku og náðum að stela boltanum nokkrum sinnum. Mig langar að sjá atvikið aftur þar sem mér finnst Adam brjóta á Taiwo í skotinu en það breytir því ekki að þótt við hefðum fengið það þá verðskulduðum við ekki að komast nær en við gerðum. Fyrstu 35 mínúturnar voru mjög slakar af okkar hálfu.“ Skyttur Vals voru kaldar í kvöld. Kristinn Pálsson hitti úr einu af 12 þriggja stiga skotum sínum og Justas Tamulis úr tveimur af níu. Kristinn hefur ekki náð sér á strik það sem af er einvíginu gegn Hetti. „Þeir fá mörg skot sem þeir eru vanir að setja. Hattarmenn gera vel, eru nálægt Kristni og dansa á línunni um hvort þeir brjóta á honum. Hann átti frábæran leik gegn Njarðvík og því er eðlilegt að menn setji áherslu á hann. Hann fékk samt opin skot snemma í leiknum og verður að gera betur í að setja þau.“ Þriðji leikur liðanna verður í Valsheimilinu á fimmtudagskvöld. „Við vorum betri í fyrsta leiknum, Höttur í kvöld og svo er spurningin hvort liðið verður það í þriðja leiknum. Þannig virkar þessi blessaða úrslitakeppni. Við verðum að koma með einhverjar breytingar og finna leiðir, horfa inn á við og gera betur í öllum okkar aðgerðum.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira
„Við vorum ólíkir sjálfum okkar varnarlega, gáfum mikið af auðveldum körfum, skutum illa og tókum svekkelsið úr sókninni með okkur með okkur í vörnina. Frammistaðan sem við settum á gólfið verðskuldaði ekki neitt. Við horfum inn á við að hlutum sem við getum gert betur.“ Undir lok leiksins kviknaði þó á Valsliðinu og það minnkaði muninn úr 18 stigum í níu. Það byggði meðal annars á pressuvörn sem gerði Hattarliðið óöruggt þannig það tapaði boltanum nokkrum sinnum. „Þeð gerist stundum þegar leikirnir eru að fjara út að liðið sem er yfir fer að berjast. Við gerðum lokaáhlaup, bjuggum til smá orku og náðum að stela boltanum nokkrum sinnum. Mig langar að sjá atvikið aftur þar sem mér finnst Adam brjóta á Taiwo í skotinu en það breytir því ekki að þótt við hefðum fengið það þá verðskulduðum við ekki að komast nær en við gerðum. Fyrstu 35 mínúturnar voru mjög slakar af okkar hálfu.“ Skyttur Vals voru kaldar í kvöld. Kristinn Pálsson hitti úr einu af 12 þriggja stiga skotum sínum og Justas Tamulis úr tveimur af níu. Kristinn hefur ekki náð sér á strik það sem af er einvíginu gegn Hetti. „Þeir fá mörg skot sem þeir eru vanir að setja. Hattarmenn gera vel, eru nálægt Kristni og dansa á línunni um hvort þeir brjóta á honum. Hann átti frábæran leik gegn Njarðvík og því er eðlilegt að menn setji áherslu á hann. Hann fékk samt opin skot snemma í leiknum og verður að gera betur í að setja þau.“ Þriðji leikur liðanna verður í Valsheimilinu á fimmtudagskvöld. „Við vorum betri í fyrsta leiknum, Höttur í kvöld og svo er spurningin hvort liðið verður það í þriðja leiknum. Þannig virkar þessi blessaða úrslitakeppni. Við verðum að koma með einhverjar breytingar og finna leiðir, horfa inn á við og gera betur í öllum okkar aðgerðum.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira