Óvæntur dómur sem sé lyftistöng fyrir umhverfissinna Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2024 13:12 Davíð Þór er fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, varaforseti Landsréttar og prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að nýr dómur réttarins í loftslagsmáli marki tímamót og gæti haft áhrif á stefnu stjórnvalda hérlendis. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í gær í máli samtakanna Verein KlimaSeniorinnen Scweiz, Loftslagsfrúnna Scweiz, sem samanstendur af um tvö þúsund svissneskum konum, flestum á sjötugsaldri. Konurnar sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum þeirra með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs þeirra og kyns. Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, segir dóminn marka tímamót. „Ég held að það megi segja það að þetta sé mjög merkur dómur og ég á von á því að þessi niðurstaða hafi komið mörgum á óvart. Það sem vegur þar þyngst er þetta með aðild umhverfisverndarsamtaka að málum, bæði fyrir Mannréttindadómstólnum sjálfum og þessa kröfu, sem birtist í þessum dómi, um að slík samtök geti átt aðild að dómsmálum í aðildarríkjum.“ Lagabreytinga gæti verið þörf Davíð Þór telur að niðurstaða dómsins hvað varðar aðild samtaka að dómstólum gefi tilefni til þess að skoða réttarfarsreglur hér á landi. „Ég reikna með því að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar, ekki bara í Sviss heldur í öllum aðildarríkjum. Að vísu eru reglur um þetta svolítið mismunandi, sérstaklega fyrir heimadómstólum, en ég tel að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar.“ Hér á landi hefur verið fallist á það að náttúruverndarsamtök geti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefndum en litið hefur verið svo á að lög um meðferð einkamála girði fyrir slíka aðild að dómstólum. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins bendir til þess að það sé brot á Mannréttindasamningi Evrópu. Ekki bara formhliðin sem skiptir máli Þá segir hann að efnisleg niðurstaða dómsins, að Sviss hafi brotið jákvæðar skyldur sínar samkvæmt mannréttindasamningnum með því að aðhafast ekki í loftslagsmálum, gefi íslenskum stjórnvöldum tilefni til umhugsunar. „Þetta eru mjög stór tíðindi og kallar á að ríkið skoði þetta mjög gaumgæfilega. Hvort og að hvaða marki þetta skiptir máli í þeirra aðgerðapakka, til þess að koma í veg fyrir þessar loftslagsbreytingar.“ Stjórnvöld í Sviss séu skuldbundin af Parísarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum á sviði loftslagsmála og með því að vanefna þær skyldur sínar hafi ríkið ekki sinnt jákvæðum skyldum sínum samkvæmt Mannréttindasamningnum. „Ég ætla ekki að fullyrða að íslenska ríkið hafi ekki staðið sig en einhver kynni að halda því fram að íslenska ríkið hafi ekki framfylgt sínum eigin reglum um þetta, sé ekki að ná markmiðum sem það hefur sett sér og fest í lög og svo framvegis. Fyrir marga sem eru hefðbundnari í sínum lagaskilningi og hlutverki sáttmálans er þetta svolítið langsótt og kemur á óvart. En þetta er samt alveg skýrt í þessum dómi. Hvaða afleiðingar þetta hefur til langs tíma, þær gætu orðið talsverðar og alveg klárlega mikil lyftistöng fyrir baráttusamtök um umhverfismál.“ Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn dæmdi í gær í máli samtakanna Verein KlimaSeniorinnen Scweiz, Loftslagsfrúnna Scweiz, sem samanstendur af um tvö þúsund svissneskum konum, flestum á sjötugsaldri. Konurnar sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum þeirra með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs þeirra og kyns. Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, segir dóminn marka tímamót. „Ég held að það megi segja það að þetta sé mjög merkur dómur og ég á von á því að þessi niðurstaða hafi komið mörgum á óvart. Það sem vegur þar þyngst er þetta með aðild umhverfisverndarsamtaka að málum, bæði fyrir Mannréttindadómstólnum sjálfum og þessa kröfu, sem birtist í þessum dómi, um að slík samtök geti átt aðild að dómsmálum í aðildarríkjum.“ Lagabreytinga gæti verið þörf Davíð Þór telur að niðurstaða dómsins hvað varðar aðild samtaka að dómstólum gefi tilefni til þess að skoða réttarfarsreglur hér á landi. „Ég reikna með því að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar, ekki bara í Sviss heldur í öllum aðildarríkjum. Að vísu eru reglur um þetta svolítið mismunandi, sérstaklega fyrir heimadómstólum, en ég tel að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar.“ Hér á landi hefur verið fallist á það að náttúruverndarsamtök geti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefndum en litið hefur verið svo á að lög um meðferð einkamála girði fyrir slíka aðild að dómstólum. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins bendir til þess að það sé brot á Mannréttindasamningi Evrópu. Ekki bara formhliðin sem skiptir máli Þá segir hann að efnisleg niðurstaða dómsins, að Sviss hafi brotið jákvæðar skyldur sínar samkvæmt mannréttindasamningnum með því að aðhafast ekki í loftslagsmálum, gefi íslenskum stjórnvöldum tilefni til umhugsunar. „Þetta eru mjög stór tíðindi og kallar á að ríkið skoði þetta mjög gaumgæfilega. Hvort og að hvaða marki þetta skiptir máli í þeirra aðgerðapakka, til þess að koma í veg fyrir þessar loftslagsbreytingar.“ Stjórnvöld í Sviss séu skuldbundin af Parísarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum á sviði loftslagsmála og með því að vanefna þær skyldur sínar hafi ríkið ekki sinnt jákvæðum skyldum sínum samkvæmt Mannréttindasamningnum. „Ég ætla ekki að fullyrða að íslenska ríkið hafi ekki staðið sig en einhver kynni að halda því fram að íslenska ríkið hafi ekki framfylgt sínum eigin reglum um þetta, sé ekki að ná markmiðum sem það hefur sett sér og fest í lög og svo framvegis. Fyrir marga sem eru hefðbundnari í sínum lagaskilningi og hlutverki sáttmálans er þetta svolítið langsótt og kemur á óvart. En þetta er samt alveg skýrt í þessum dómi. Hvaða afleiðingar þetta hefur til langs tíma, þær gætu orðið talsverðar og alveg klárlega mikil lyftistöng fyrir baráttusamtök um umhverfismál.“
Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira