Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 09:54 Sigurður Ingi sæll með nýja starfsmannakortið að fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. Þórdís hefur verið fjármálaráðherra frá því í október þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér því embætti. Bjarni tók í morgun við lyklum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur. Þórdís afhenti Sigurði starfsmannakort að ráðuneytinu. Hún sagði ekki tilefni til að hafa þessa athöfn langa. Þau væru buin að vinna lengi saman og Sigurður Ingi þekkti vel þær áskoranir sem eru í fjármálaráðuneytinu. Þangað komi nærri öll mál og hlaupabrettið sé hátt stillt. Hún sagði framúrskarandi fólk starfa í ráðuneytinu sem þekki það vel að hlaupa hratt. Þau viti bæði hver verkefnin séu. Það sé til dæmis fjármálaáætlunin. Þórdís segir það alltaf blendnar tilfinningar að skipta um ráðuneyti. Hún hafi verið rétt að byrja í fjármálaráðuneytinu og hafi aðeins verið þar í hálft ár. Hún hafi verið að vinna að fjármálaáætlun og svo hafi verið gerðir kjarasamningar og þeir samþykktir. Svo hafi málefni Grindvíkinga verið áberandi. Hún hafi ætlað sér að vera lengur í ráðuneytinu og hafi viljað það. „En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan“ sagði Þórdís. Hún sagði einnig áríðandi verkefni í utanríkisráðuneytinu og að hún takist á við þau af mikilli ábyrgð. Sigurður Ingi þakkaði Þórdísi fyrir lyklana. Hann sagðist vita að það væri framúrskarandi starfsfólk í ráðuneytinu og að hann hlakkaði til að kljást við verkefnin sem eru í ráðuneytinu. Þetta sé spennandi starf og hann hlakki til áframhaldandi samstarfs. Það sé ekki mikið eftir af kjörtímabilinu en að þau ætli að klára verkefnin á þeim tíma. Sigurður Ingi segir það góða tilfinningu að taka við nýju embætti og nýjum verkefnum. Það þurfi að sýna því auðmýkt þó hann komi ekki alveg nýr að verkefninu. Hann hafi verið í ráðherranefnd um ríkisfjármál frá árinu 2016. Það séu mikilvæg verkefni í ráðuneytinu og hann hlakki til. Sigurður Ingi segir líklegt að fjármálaáætlun verði lögð fram í næstu viku og svo verði umræður um hana. Hann segir áform ríkisstjórnarinnar metnaðarfull, sama á hvaða sviði það er. Það hafi verið lögð áhersla á húsnæðismál en líka fjárfestingar. Það verði áfram áskorun því hagvöxtur hafi farið minnkandi. Þetta jafnvægi þurfi þau í fjármálaráðuneytinu að gæta það og að það verði áfram gert. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Þórdís hefur verið fjármálaráðherra frá því í október þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér því embætti. Bjarni tók í morgun við lyklum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur. Þórdís afhenti Sigurði starfsmannakort að ráðuneytinu. Hún sagði ekki tilefni til að hafa þessa athöfn langa. Þau væru buin að vinna lengi saman og Sigurður Ingi þekkti vel þær áskoranir sem eru í fjármálaráðuneytinu. Þangað komi nærri öll mál og hlaupabrettið sé hátt stillt. Hún sagði framúrskarandi fólk starfa í ráðuneytinu sem þekki það vel að hlaupa hratt. Þau viti bæði hver verkefnin séu. Það sé til dæmis fjármálaáætlunin. Þórdís segir það alltaf blendnar tilfinningar að skipta um ráðuneyti. Hún hafi verið rétt að byrja í fjármálaráðuneytinu og hafi aðeins verið þar í hálft ár. Hún hafi verið að vinna að fjármálaáætlun og svo hafi verið gerðir kjarasamningar og þeir samþykktir. Svo hafi málefni Grindvíkinga verið áberandi. Hún hafi ætlað sér að vera lengur í ráðuneytinu og hafi viljað það. „En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan“ sagði Þórdís. Hún sagði einnig áríðandi verkefni í utanríkisráðuneytinu og að hún takist á við þau af mikilli ábyrgð. Sigurður Ingi þakkaði Þórdísi fyrir lyklana. Hann sagðist vita að það væri framúrskarandi starfsfólk í ráðuneytinu og að hann hlakkaði til að kljást við verkefnin sem eru í ráðuneytinu. Þetta sé spennandi starf og hann hlakki til áframhaldandi samstarfs. Það sé ekki mikið eftir af kjörtímabilinu en að þau ætli að klára verkefnin á þeim tíma. Sigurður Ingi segir það góða tilfinningu að taka við nýju embætti og nýjum verkefnum. Það þurfi að sýna því auðmýkt þó hann komi ekki alveg nýr að verkefninu. Hann hafi verið í ráðherranefnd um ríkisfjármál frá árinu 2016. Það séu mikilvæg verkefni í ráðuneytinu og hann hlakki til. Sigurður Ingi segir líklegt að fjármálaáætlun verði lögð fram í næstu viku og svo verði umræður um hana. Hann segir áform ríkisstjórnarinnar metnaðarfull, sama á hvaða sviði það er. Það hafi verið lögð áhersla á húsnæðismál en líka fjárfestingar. Það verði áfram áskorun því hagvöxtur hafi farið minnkandi. Þetta jafnvægi þurfi þau í fjármálaráðuneytinu að gæta það og að það verði áfram gert.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59
Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03