„Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri“ Stefán Marteinn skrifar 9. apríl 2024 22:01 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni. Vísir/Diego Keflavík lagði Fjölni af velli 83-58 í fyrsta leik liðana í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. „Mér fannst þetta ekki vera frábær leikur hjá okkur. Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri. Við þurfum að gera betur í Grafarvogi á móti þeim næst það er klárt.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Í fyrri hálfleik mátti sjá smá skrekk á liðunum þar sem mikið var um mistök og mörg skot sem fóru forgörðum. Það var svo í fjórða leikhluta sem Keflavíkurliðið hljóp með leikinn endanlega. „Já mér fannst líka í fyrri hálfleik að þá fáum við þrjár liðsvillur sem þýðir að við séum ekki að leggja okkur nógu mikið fram. Við erum að tapa boltanum rosalega klaufalega oft. Erum að reyna senda boltann fram á einhverja þegar hún er ekki frí og þá er þetta orðið 50/50 sending. Það gerðist ábyggilega svona þrisvar eða fjórum sinnum þannig maður var orðin svolítið pirraður með það en mér fannst við gera betur í seinni. Það stendur upp úr.“ Í þriðja leikhluta mátti sjá Sverri Þór pirraðan á hliðarlínunni en hann var þá ekki sáttur með sitt lið þrátt fyrir að vera leiða leikinn. „Við vorum bara ekki að stíga út og bara kæruleysi í sendingum sem að var líka búið að vera svolítið í fyrri hálfleik. Ég vildi bara fá meira skipulag og fá boltann út og leikmenn í réttar stöður og hlaupa það sem við erum að leggja upp með að hlaupa. Við vorum svolítið að gera bara eitthvað og það var ekki að virka og það var ekkert annað en það sem ég var smá pirraður með þarna.“ Keflavík hljóp svo með leikinn í fjórða leikhluta þar sem þær voru mun líkari því liði sem maður þekkti frá því í vetur. „Já Önnurnar tvær, Anna Lára og Anna Ingunn komu inn með krafti af bekknum í öðrum leikhluta og inn í þriðja leikhlutan ásamt þeim sem voru með þeim þarna inn á að þá kom smá kraftur í vörnina og við vorum að fá góð stopp og keyra í bakið á þeim og setja góð skot líka. Það var góður kafli sem kom þarna sem að setti þetta í tuttugu og eitthvað stiga forystu.“ Keflavík leiðir einvígið núna eftir fyrsta leik og útlitið bjart. „Já það er bara 1-0 og næsti leikur. Þessi leikur gerir ekkert fyrir okkur þar. Þar byrjar bara 0-0 og við þurfum að mæta og skilja allt eftir á gólfinu og leggja okkur í þetta saman til að geta náð í sigur þar og komist í 2-0.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki vera frábær leikur hjá okkur. Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri. Við þurfum að gera betur í Grafarvogi á móti þeim næst það er klárt.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Í fyrri hálfleik mátti sjá smá skrekk á liðunum þar sem mikið var um mistök og mörg skot sem fóru forgörðum. Það var svo í fjórða leikhluta sem Keflavíkurliðið hljóp með leikinn endanlega. „Já mér fannst líka í fyrri hálfleik að þá fáum við þrjár liðsvillur sem þýðir að við séum ekki að leggja okkur nógu mikið fram. Við erum að tapa boltanum rosalega klaufalega oft. Erum að reyna senda boltann fram á einhverja þegar hún er ekki frí og þá er þetta orðið 50/50 sending. Það gerðist ábyggilega svona þrisvar eða fjórum sinnum þannig maður var orðin svolítið pirraður með það en mér fannst við gera betur í seinni. Það stendur upp úr.“ Í þriðja leikhluta mátti sjá Sverri Þór pirraðan á hliðarlínunni en hann var þá ekki sáttur með sitt lið þrátt fyrir að vera leiða leikinn. „Við vorum bara ekki að stíga út og bara kæruleysi í sendingum sem að var líka búið að vera svolítið í fyrri hálfleik. Ég vildi bara fá meira skipulag og fá boltann út og leikmenn í réttar stöður og hlaupa það sem við erum að leggja upp með að hlaupa. Við vorum svolítið að gera bara eitthvað og það var ekki að virka og það var ekkert annað en það sem ég var smá pirraður með þarna.“ Keflavík hljóp svo með leikinn í fjórða leikhluta þar sem þær voru mun líkari því liði sem maður þekkti frá því í vetur. „Já Önnurnar tvær, Anna Lára og Anna Ingunn komu inn með krafti af bekknum í öðrum leikhluta og inn í þriðja leikhlutan ásamt þeim sem voru með þeim þarna inn á að þá kom smá kraftur í vörnina og við vorum að fá góð stopp og keyra í bakið á þeim og setja góð skot líka. Það var góður kafli sem kom þarna sem að setti þetta í tuttugu og eitthvað stiga forystu.“ Keflavík leiðir einvígið núna eftir fyrsta leik og útlitið bjart. „Já það er bara 1-0 og næsti leikur. Þessi leikur gerir ekkert fyrir okkur þar. Þar byrjar bara 0-0 og við þurfum að mæta og skilja allt eftir á gólfinu og leggja okkur í þetta saman til að geta náð í sigur þar og komist í 2-0.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira