Tæplega hálf öld síðan Framsókn stýrði ríkisfjármálum Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2024 16:26 Sigurður Ingi verður fjármálaráðherra í kvöld. Vísir/Vilhelm Sigurð Ingi Jóhannsson, sem tekur við fjármálaráðuneytinu í kvöld, segir engar stórar breytingar í farvatninu. Fjármálaáætlun sé tilbúin og á leið fyrir þingið. Þá segir hann að 45 ár séu síðan Framsóknarmaður hélt um stjórntaumana í ríkisfjármálunum. „Mér skilst að það séu 45 ár frá því að Framsókn sat síðast í fjármálaráðuneytinu. Það er kannski kominn tími til. Vissulega eru einhverjar áherslubreytingar með mannabreytingum en stefnan, hún er skýr. Við ætlum að vinna áfram að því að fá kjarasamningana til að virka, þær stuðningsaðgerðir sem við erum að leggja fram, klára þær hratt og vel í þinginu þannig að þær komi til framkvæmda og styðji við það að verðbólga fari lækkandi og vextir þar með, til að bæta bæði hag heimilanna og fyrirtækjanna. Til þess að verðmætasköpunin, sem er sannarlega gríðarlega mikil í landinu og hefur verið að þessi ár, geti verið það áfram,“ segir Sigurður Ingi. Síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins var Tómas Árnason, sem gengdi embættinu milli 1978 og 1979. Tómas Árnason var síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins. Þar til nú.Alþingi Staðan góð til lengri framtíðar Sigurður Ingi segist ekki vera í neinum vafa um að stjórnvöld hafi verið einbeitt í því að styðja við stefnu peningastefnunefndar Seðlabankans á liðnum misserum, bæði með síðustu fjármálaáætlun og fjárlögum sem hafi verið aðhaldssöm. „Staðan er til lengri framtíðar góð en það eru smá áskoranir í gangi með hárri verðbólgu og háum vöxtum. Og þeirri staðreynd að það eru allar hendur á dekki, það er þensla í samfélaginu en Seðlabankinn er enn að reyna að slá á það. Þannig að það er mikilvægt að við í ríkisfjármálunum styðjum við það og það er það sem við höfum verið að gera. Það sem við munum gera.“ Gáfu sér góðan tíma til að ræða ágreiningsefni Hann segir ekkert launungarmál að innan fráfarandi ríkisstjórnar hafi komið upp ágreiningur um einstaka hlut og einstaka málaflokka. Þess vegna hafi leiðtogar ríkisstjórnarinnar gefið sér góðan tíma í það síðustu daga að ræða málin. Þeir hafi komið í Hörpu sannfærðir um að þeir séu á réttri leið og búnir að tala sig saman um hvernig þeir ná utan um ágreiningsmál. „Flokkarnir eru ólíkir, þeir hafa mismunandi stefnur. Það eru málamiðlanir í einstökum málum sem einstaka þingmenn geta átt erfitt með að sætta sig við. Sum málin eru hins vegar þess eðlis og mikilvæg, að þau þurfa að ganga fram. Önnur getum við tekið eitthvað aðeins betur utan um og reynt að gera betur, þannig að fleiri geti sætt sig við þau. Þannig hyggjumst við vinna og við höfum trúað því að það geti gengið.“ Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Mér skilst að það séu 45 ár frá því að Framsókn sat síðast í fjármálaráðuneytinu. Það er kannski kominn tími til. Vissulega eru einhverjar áherslubreytingar með mannabreytingum en stefnan, hún er skýr. Við ætlum að vinna áfram að því að fá kjarasamningana til að virka, þær stuðningsaðgerðir sem við erum að leggja fram, klára þær hratt og vel í þinginu þannig að þær komi til framkvæmda og styðji við það að verðbólga fari lækkandi og vextir þar með, til að bæta bæði hag heimilanna og fyrirtækjanna. Til þess að verðmætasköpunin, sem er sannarlega gríðarlega mikil í landinu og hefur verið að þessi ár, geti verið það áfram,“ segir Sigurður Ingi. Síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins var Tómas Árnason, sem gengdi embættinu milli 1978 og 1979. Tómas Árnason var síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins. Þar til nú.Alþingi Staðan góð til lengri framtíðar Sigurður Ingi segist ekki vera í neinum vafa um að stjórnvöld hafi verið einbeitt í því að styðja við stefnu peningastefnunefndar Seðlabankans á liðnum misserum, bæði með síðustu fjármálaáætlun og fjárlögum sem hafi verið aðhaldssöm. „Staðan er til lengri framtíðar góð en það eru smá áskoranir í gangi með hárri verðbólgu og háum vöxtum. Og þeirri staðreynd að það eru allar hendur á dekki, það er þensla í samfélaginu en Seðlabankinn er enn að reyna að slá á það. Þannig að það er mikilvægt að við í ríkisfjármálunum styðjum við það og það er það sem við höfum verið að gera. Það sem við munum gera.“ Gáfu sér góðan tíma til að ræða ágreiningsefni Hann segir ekkert launungarmál að innan fráfarandi ríkisstjórnar hafi komið upp ágreiningur um einstaka hlut og einstaka málaflokka. Þess vegna hafi leiðtogar ríkisstjórnarinnar gefið sér góðan tíma í það síðustu daga að ræða málin. Þeir hafi komið í Hörpu sannfærðir um að þeir séu á réttri leið og búnir að tala sig saman um hvernig þeir ná utan um ágreiningsmál. „Flokkarnir eru ólíkir, þeir hafa mismunandi stefnur. Það eru málamiðlanir í einstökum málum sem einstaka þingmenn geta átt erfitt með að sætta sig við. Sum málin eru hins vegar þess eðlis og mikilvæg, að þau þurfa að ganga fram. Önnur getum við tekið eitthvað aðeins betur utan um og reynt að gera betur, þannig að fleiri geti sætt sig við þau. Þannig hyggjumst við vinna og við höfum trúað því að það geti gengið.“
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira