Hefur ekki lyst á að koma nálægt Eurovision Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 21:22 Arnar Eggert segist fá kvíðahnút frekar en fiðrildi í magann þetta árið. Aðsend Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Eurovisionaðdáandi mun sniðganga keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Hann segir tilhugsunin um Eurovision gefa honum kvíðahnút í magann. Í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í kvöld fjallaði hann um samband sitt við Eurovision í gegnum árin bæði sem blaðamaður og félags- og dægurtónlistarfræðingur við Háskóla Íslands. „Ég hef verið að skrifa um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Morgunblaðið í áratugi. Reit t.d. opnugrein um fatatízkustrauma í keppninni eitt sinn, geri aðrir betur!“ skrifar Arnar. Hann segist vera afar fylgjandi keppninni og segir að það sé „hreinlega sálarupplyftandi að hlusta á misgóð popplög með fjölskyldu og vinum.“ Dægurtónlist af öllu tagi búi yfir gildi og hafi áhrif. Árið 2019 hafi hann þó ekki getað notið keppninnar eins og svo oft áður og segir hann ástæðuna hafa verið þá að keppnin hefði verið haldin í Ísrael. „Ástæðan þá var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum,“ skrifar Arnar. Fremur kvíðahnútur en fiðrildi í maganum Sama er uppi á teningnum hjá honum í ár. Hann skrifaði ekki um íslensku lögin og mun sniðganga aðalkeppnina. „Ég þarf ekki að fara í saumana á ástæðunum, þær blasa við. Fyrst og fremst hef ég einfaldlega ekki lyst á að koma nálægt þessu og fæ kvíðahnúta fremur en fiðrildi í magann þegar ég hugsa til Eurovision,“ segir hann. „Sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að henni stendur gengur engan veginn upp í mínum huga. Mín lóð eru afskaplega léttvæg í stóra samhenginu en hér eru þau samt.“ Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í kvöld fjallaði hann um samband sitt við Eurovision í gegnum árin bæði sem blaðamaður og félags- og dægurtónlistarfræðingur við Háskóla Íslands. „Ég hef verið að skrifa um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Morgunblaðið í áratugi. Reit t.d. opnugrein um fatatízkustrauma í keppninni eitt sinn, geri aðrir betur!“ skrifar Arnar. Hann segist vera afar fylgjandi keppninni og segir að það sé „hreinlega sálarupplyftandi að hlusta á misgóð popplög með fjölskyldu og vinum.“ Dægurtónlist af öllu tagi búi yfir gildi og hafi áhrif. Árið 2019 hafi hann þó ekki getað notið keppninnar eins og svo oft áður og segir hann ástæðuna hafa verið þá að keppnin hefði verið haldin í Ísrael. „Ástæðan þá var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum,“ skrifar Arnar. Fremur kvíðahnútur en fiðrildi í maganum Sama er uppi á teningnum hjá honum í ár. Hann skrifaði ekki um íslensku lögin og mun sniðganga aðalkeppnina. „Ég þarf ekki að fara í saumana á ástæðunum, þær blasa við. Fyrst og fremst hef ég einfaldlega ekki lyst á að koma nálægt þessu og fæ kvíðahnúta fremur en fiðrildi í magann þegar ég hugsa til Eurovision,“ segir hann. „Sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að henni stendur gengur engan veginn upp í mínum huga. Mín lóð eru afskaplega léttvæg í stóra samhenginu en hér eru þau samt.“
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira