Tiger setur met ef hann nær niðurskurðinum á Masters Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 15:01 Tiger Woods fagnar sigri sínum á Masters mótinu árið 2019. AP/David J. Phillip Tiger Woods var mættur á æfingasvæðið hjá Augusta National golfklúbbnum um helgina þar sem hann var að undirbúa sig fyrir Mastersmótið í golfi sem hefst í vikunni. Ef ekkert kemur upp á næstu daga þá mun Tiger taka þátt í sínu 26. Mastersmóti á ferlinum þegar mótið hefst á fimmtudaginn kemur. Hinn 48 ára gamli Woods var þarna með kylfusveinunum Lance Bennett um helgina en þeir hafa ekki unnið saman áður á Masters. ESPN segir frá. Tiger Woods has arrived at Augusta National pic.twitter.com/v3c1ARnxht— Tour Golf (@PGATUOR) April 7, 2024 Joe LaCava, sem var kylfusveinn þegar Tiger vann Mastersmótið 2019, er nú fastráðinn kylfusveinn hjá Patrick Cantlay. Það var fimmti sigur Tigers á Augusta en alls hefur hann unnið fimmtán risamót. Tiger setur hins vegar met komist hann í gegnum niðurskurðinn í ár. Það yrði 24. Mastersmótið í röð þar sem hann tryggir sér það að fá að spila á tveimur síðustu dögunum. Metinu deilir hann nú með þeim Gary Player og Fred Couples. Woods jafnaði metið í fyrra þegar hann náði niðurskurðinum en þá varð hann að hætta á þriðja degi. Keppni tafðist þá vegna mikilla rigninga og á endanum tóku meiðsli sig upp í fæti Woods. Woods kláraði ekki þegar hann tók þátt í Genesis Invitational mótinu á dögunum. Hann hætti þá vegna veikinda (flensu) en hann var líka að glíma við stirðleika í baki á því móti. Það er langt síðan golfáhugafólk fékk að sjá Tiger í ham og það bíða því margir spenntir að sjá hvernig gangi hjá honum en mótið verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. #MONDAY WORK Tiger Woods is on the course bright and early at Augusta National to kick off Masters week. ( : Andrew Redington / Getty) pic.twitter.com/XvPKJqJebi— TWLEGION (@TWlegion) April 8, 2024 Golf Masters-mótið Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ef ekkert kemur upp á næstu daga þá mun Tiger taka þátt í sínu 26. Mastersmóti á ferlinum þegar mótið hefst á fimmtudaginn kemur. Hinn 48 ára gamli Woods var þarna með kylfusveinunum Lance Bennett um helgina en þeir hafa ekki unnið saman áður á Masters. ESPN segir frá. Tiger Woods has arrived at Augusta National pic.twitter.com/v3c1ARnxht— Tour Golf (@PGATUOR) April 7, 2024 Joe LaCava, sem var kylfusveinn þegar Tiger vann Mastersmótið 2019, er nú fastráðinn kylfusveinn hjá Patrick Cantlay. Það var fimmti sigur Tigers á Augusta en alls hefur hann unnið fimmtán risamót. Tiger setur hins vegar met komist hann í gegnum niðurskurðinn í ár. Það yrði 24. Mastersmótið í röð þar sem hann tryggir sér það að fá að spila á tveimur síðustu dögunum. Metinu deilir hann nú með þeim Gary Player og Fred Couples. Woods jafnaði metið í fyrra þegar hann náði niðurskurðinum en þá varð hann að hætta á þriðja degi. Keppni tafðist þá vegna mikilla rigninga og á endanum tóku meiðsli sig upp í fæti Woods. Woods kláraði ekki þegar hann tók þátt í Genesis Invitational mótinu á dögunum. Hann hætti þá vegna veikinda (flensu) en hann var líka að glíma við stirðleika í baki á því móti. Það er langt síðan golfáhugafólk fékk að sjá Tiger í ham og það bíða því margir spenntir að sjá hvernig gangi hjá honum en mótið verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. #MONDAY WORK Tiger Woods is on the course bright and early at Augusta National to kick off Masters week. ( : Andrew Redington / Getty) pic.twitter.com/XvPKJqJebi— TWLEGION (@TWlegion) April 8, 2024
Golf Masters-mótið Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira