Eygló hélt í jákvæðnina: „Verð orðin læknir á næstu ÓL“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2024 07:31 Eygló Fanndal Sturludóttir gerir sig klára fyrir snörun á heimsbikarmótinu í Phuket í gær. IWF/G. Scala Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir bætti tvö Norðurlandamet í Taílandi í gær og var afar nálægt því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Vonin lifir enn og þessi 22 ára læknanemi er ekki af baki dottinn. Eygló keppti á heimsbikarmótinu í Phuket, í -71 kg flokki, en þetta var sjöunda og síðasta undanmótið fyrir Ólympíuleikana. Eygló hefur bætt sig gríðarlega frá fyrsta mótinu, eða samanlagt um 23 kílógrömm. Í gær snaraði Eygló 106 kg, sem er 1 kg bæting á Norðurlandameti hennar frá því í febrúar. Hún reyndi einnig við 108 kg en missti þá lyftu aftur fyrir sig. Í jafnhendingu lyfti hún 130 kg og bætti sinn besta árangur um 3 kg. Samanlagður árangur hennar var því 236 kg sem er einnig nýtt Norðurlandamet, og 5 kg bæting á meti fyrrverandi Evrópumeistarans, Patriciu Strenius frá Svíþjóð. Þetta dugði henni í 11. sæti mótsins. Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París, og á enn von.IWF/G.Scala Eygló reyndi að jafnhenda 134 kg, sem hefði tryggt henni farseðil á Ólympíuleikana, og var nálægt því að standa uppi með þá þyngd. Hún endaði hins vegar í 14. sæti á úrtökulistanum fyrir leikana, hefði þurft að komast upp í 10. sæti (sennilega hefði 11. sæti dugað), en gæti enn mögulega fengið sérstakt boðsæti vegna forfalla annarra. Í samtali við heimasíðu IWF, alþjóða lyftingasambandsins, kvaðst Eygló „afar ánægð og jákvæð“ þrátt fyrir að svo litlu hafi munað að hún tryggði sér farseðilinn til Parísar. „Ég held áfram að æfa, áfram að keppa, og vonandi verð ég hærra á listanum í undankeppninni fyrir Los Angeles [Ólympíuleikana 2028],“ sagði Eygló á heimasíðu IWF. „Ég útskrifast 2027 og mun svo taka eitt ár án skóla, til þess að æfa bara fyrir 2028 leikana. Ég er ekki hætt. Ég verð orðin læknir á næstu Ólympíuleikum. Sjáumst þar.“ Lyftingar Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Sjá meira
Eygló keppti á heimsbikarmótinu í Phuket, í -71 kg flokki, en þetta var sjöunda og síðasta undanmótið fyrir Ólympíuleikana. Eygló hefur bætt sig gríðarlega frá fyrsta mótinu, eða samanlagt um 23 kílógrömm. Í gær snaraði Eygló 106 kg, sem er 1 kg bæting á Norðurlandameti hennar frá því í febrúar. Hún reyndi einnig við 108 kg en missti þá lyftu aftur fyrir sig. Í jafnhendingu lyfti hún 130 kg og bætti sinn besta árangur um 3 kg. Samanlagður árangur hennar var því 236 kg sem er einnig nýtt Norðurlandamet, og 5 kg bæting á meti fyrrverandi Evrópumeistarans, Patriciu Strenius frá Svíþjóð. Þetta dugði henni í 11. sæti mótsins. Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París, og á enn von.IWF/G.Scala Eygló reyndi að jafnhenda 134 kg, sem hefði tryggt henni farseðil á Ólympíuleikana, og var nálægt því að standa uppi með þá þyngd. Hún endaði hins vegar í 14. sæti á úrtökulistanum fyrir leikana, hefði þurft að komast upp í 10. sæti (sennilega hefði 11. sæti dugað), en gæti enn mögulega fengið sérstakt boðsæti vegna forfalla annarra. Í samtali við heimasíðu IWF, alþjóða lyftingasambandsins, kvaðst Eygló „afar ánægð og jákvæð“ þrátt fyrir að svo litlu hafi munað að hún tryggði sér farseðilinn til Parísar. „Ég held áfram að æfa, áfram að keppa, og vonandi verð ég hærra á listanum í undankeppninni fyrir Los Angeles [Ólympíuleikana 2028],“ sagði Eygló á heimasíðu IWF. „Ég útskrifast 2027 og mun svo taka eitt ár án skóla, til þess að æfa bara fyrir 2028 leikana. Ég er ekki hætt. Ég verð orðin læknir á næstu Ólympíuleikum. Sjáumst þar.“
Lyftingar Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Sjá meira