„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2024 20:11 Sveindís jane Jónsdóttir skoraði þriðja mark Íslands. Vísir/Hulda Margrét Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. „Þetta var bara hörkugóður leikur hjá okkur og 3-0 eru alltaf geggjuð úrslit og að halda hreinu er líka mjög mikilvægt fyrir okkur. Þrjú góð mörk og sigur í fyrsta leik er bara frábært,“ sagði Sveindís í viðtali í leikslok. Íslenska liðið braut ísinn á 42. mínútu leiksins og tvöfaldaði forystuna aðeins mínútu síðar. „Þetta eru náttúrulega þessar markamínútur oftast í lok fyrri hálfleiks og það er alltaf gott að skora þá. Hvað þá fyrsta markið og svo annað markið beint eftir. Það gaf okkur mjög góða tilfinningu og við byrjuðum líka seinni hálfleikinn vel og mér fannst við vera betri heilt yfir. Fyrri hálfleikurinn var kannski smá erfiður í byrjun og þær fengu nokkur færi, en Fanney stóð sig frábærlega í markinu og gott fyrir hana að halda hreinu aftur.“ Hún segist þó ekki hafa haft áhyggjur af því að leikurinn gæti orðið erfiðari í seinni hálfleik ef íslenska liðið hefði ekki farið með forskot inn í hléið. „Nei ég mundi ekki segja það. Mér fannst við bara koma ógeðslega sterkar inn í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera með þetta forskot. Við hefðum getað bakkað niður og reynt að halda forystunni, en mér fannst við samt halda áfram og viljað meira þannig ég held að það hefði ekki skipt máli þó það væri 0-0 í hálfleik. Við hefðum bara komið enn þá gíraðari í seinni hálfleikinn.“ Sveindís átti virkilega góðan leik fyrir íslenska liðið í kvöld og skoraði þriðja mark liðsins. Hún hefði þó hæglega getað skorað meira. „Ég er bara að spara mörkin fyrir næsta leik,“ sagði Sveindís og hló, en íslenska liðið mætir Þjóðverjum næstkomandi þriðjudag. „Ég hefði alveg getað skorað fleiri en ég verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik.“ Þá segir hún sigurinn í kvöld vera gott veganesti inn í leikinn gegn Þjóðverjum. „Já, algjörlega. Alttaf gott að vinna og vita að við eigum annan leik inni. Við viljum fá þessa tilfinningu aftur og við ætlum að spila okkar besta leik á móti Þýskalandi og þá er allt mögulegt,“ sagði Sveindís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
„Þetta var bara hörkugóður leikur hjá okkur og 3-0 eru alltaf geggjuð úrslit og að halda hreinu er líka mjög mikilvægt fyrir okkur. Þrjú góð mörk og sigur í fyrsta leik er bara frábært,“ sagði Sveindís í viðtali í leikslok. Íslenska liðið braut ísinn á 42. mínútu leiksins og tvöfaldaði forystuna aðeins mínútu síðar. „Þetta eru náttúrulega þessar markamínútur oftast í lok fyrri hálfleiks og það er alltaf gott að skora þá. Hvað þá fyrsta markið og svo annað markið beint eftir. Það gaf okkur mjög góða tilfinningu og við byrjuðum líka seinni hálfleikinn vel og mér fannst við vera betri heilt yfir. Fyrri hálfleikurinn var kannski smá erfiður í byrjun og þær fengu nokkur færi, en Fanney stóð sig frábærlega í markinu og gott fyrir hana að halda hreinu aftur.“ Hún segist þó ekki hafa haft áhyggjur af því að leikurinn gæti orðið erfiðari í seinni hálfleik ef íslenska liðið hefði ekki farið með forskot inn í hléið. „Nei ég mundi ekki segja það. Mér fannst við bara koma ógeðslega sterkar inn í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera með þetta forskot. Við hefðum getað bakkað niður og reynt að halda forystunni, en mér fannst við samt halda áfram og viljað meira þannig ég held að það hefði ekki skipt máli þó það væri 0-0 í hálfleik. Við hefðum bara komið enn þá gíraðari í seinni hálfleikinn.“ Sveindís átti virkilega góðan leik fyrir íslenska liðið í kvöld og skoraði þriðja mark liðsins. Hún hefði þó hæglega getað skorað meira. „Ég er bara að spara mörkin fyrir næsta leik,“ sagði Sveindís og hló, en íslenska liðið mætir Þjóðverjum næstkomandi þriðjudag. „Ég hefði alveg getað skorað fleiri en ég verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik.“ Þá segir hún sigurinn í kvöld vera gott veganesti inn í leikinn gegn Þjóðverjum. „Já, algjörlega. Alttaf gott að vinna og vita að við eigum annan leik inni. Við viljum fá þessa tilfinningu aftur og við ætlum að spila okkar besta leik á móti Þýskalandi og þá er allt mögulegt,“ sagði Sveindís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58
„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37
Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56
Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann