Tólf ára árásarmaðurinn segist sjá eftir gjörðum sínum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 22:50 Tólf ára drengur var skotinn til bana og tvær tólf ára stúlkur særðust alvarlega. AP/Roni Rekomaa Tólf ára árásarmaðurinn sem hóf skothríð í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi á þriðjudaginn segist sjá eftir gjörðum sínum. Lögregla yfirheyrði hann í gær og mun yfirheyrsla halda áfram ótímabundið. Á meðan yfirheyrslu stóð gaf drengurinn í skyn að hann hafi verið lagður í einelti í skólanum og telur lögreglan það mögulega orsök árásarinnar sem dró annan tólf ára dreng til bana. Einnig særðust tvær tólf ára stúlkur alvarlega. Samkvæmt heimldum finnska miðilsins MTV Uutiset öskraði árasarmaðurinn um einelti á meðan árásinni stóð. Drengurinn hafði nýlega skipt um skóla og hóf göngu sína þar sem árásin átti sér stað eftir áramót. Í umfjöllun þeirra er einnig greint frá því að samkvæmt lögreglu hafi verknaðurinn verið fyrirfram áætlaður og skipulagður. Lögregluyfirvöld hafa ekki greint frá því hve lengi hann hafði þessar áætlanir en það er vitað að drengurinn hafi skipulagt árásina fyrir páskafrí. Erfitt að segja til um hvort hann skilji Vopnið sem notað var marghleypt skammbyssa og Kimmo Hyvärinen yfirlögregluþjónn sagði í viðtali við finnskan miðil að einhver hljóti að hafa kennt honum að beita slíku vopni því ólíklegt er að hann hafi getað beitt því æfingarlaust. Hann bar einnig andlitsgrímu og heyrnarvernd að sögn lögreglunnar. „Drengurinn sagði í yfirheyrslu að hann sá eftir verknaðinum og baðst fyrirgefningar. Þegar slík mál varða börn er erfitt að segja til um hvort hann raunverulega skilji það sem hann hefur gert og afleiðingar þess,“ sagði Kimmo. Drengnum hefur ekki verið leyft að hitta fjölskyldu sína. Endurfundir hans og foreldra sinna verða leyfðir eftir að búið er að yfirheyra þau líka. Finnland Tengdar fréttir Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3. apríl 2024 14:14 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Á meðan yfirheyrslu stóð gaf drengurinn í skyn að hann hafi verið lagður í einelti í skólanum og telur lögreglan það mögulega orsök árásarinnar sem dró annan tólf ára dreng til bana. Einnig særðust tvær tólf ára stúlkur alvarlega. Samkvæmt heimldum finnska miðilsins MTV Uutiset öskraði árasarmaðurinn um einelti á meðan árásinni stóð. Drengurinn hafði nýlega skipt um skóla og hóf göngu sína þar sem árásin átti sér stað eftir áramót. Í umfjöllun þeirra er einnig greint frá því að samkvæmt lögreglu hafi verknaðurinn verið fyrirfram áætlaður og skipulagður. Lögregluyfirvöld hafa ekki greint frá því hve lengi hann hafði þessar áætlanir en það er vitað að drengurinn hafi skipulagt árásina fyrir páskafrí. Erfitt að segja til um hvort hann skilji Vopnið sem notað var marghleypt skammbyssa og Kimmo Hyvärinen yfirlögregluþjónn sagði í viðtali við finnskan miðil að einhver hljóti að hafa kennt honum að beita slíku vopni því ólíklegt er að hann hafi getað beitt því æfingarlaust. Hann bar einnig andlitsgrímu og heyrnarvernd að sögn lögreglunnar. „Drengurinn sagði í yfirheyrslu að hann sá eftir verknaðinum og baðst fyrirgefningar. Þegar slík mál varða börn er erfitt að segja til um hvort hann raunverulega skilji það sem hann hefur gert og afleiðingar þess,“ sagði Kimmo. Drengnum hefur ekki verið leyft að hitta fjölskyldu sína. Endurfundir hans og foreldra sinna verða leyfðir eftir að búið er að yfirheyra þau líka.
Finnland Tengdar fréttir Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3. apríl 2024 14:14 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3. apríl 2024 14:14
Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16