„Ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. apríl 2024 21:40 Arnar Guðjónsson stýrði karlaliði Stjörnunnar í síðasta sinn í kvöld. vísir / anton brink Það var tilfinningaþrungið viðtal sem Arnar Guðjónsson veitti blaðamanni eftir að ljóst varð að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppni og störfum hans hjá karlaliði félagsins væri lokið. “Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer” sagði Arnar fljótlega eftir leik. Stjarnan sá um sitt og vann öruggan 96-80 sigur gegn Breiðabliki. Þeir þurftu þó að treysta á önnur úrslit, sem féllu ekki þeim í hag, Höttur tapaði gegn Álftanesi og Stjarnan er því úr leik. „Leikurinn var bara svona, ég held að menn hafi vitað hvernig færi. Allan seinni hálfleik var maður bara að velta fyrir sér hvort Höttur myndi ná áhlaupi.“ Arnar var afar svekktur á svip, spurður út í líðan sína sagði hann þetta ömurlegan endi á þjálfaraferlinum hjá Stjörnunni. „Ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Stjarnan varð bikarmeistari þrisvar undir hans stjórn, 2019, 2020 og 2022. Þeir duttu út í undanúrslitum í ár og komust ekki í úrslitakeppni deildarinnar. Gengur Arnar stoltur frá sínum störfum? „Að einhverju leyti, já, að öðru leyti ekki. Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar eftir viku. En [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Baldur Þór Ragnarsson muni taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu. Arnar skilur gott bú eftir sig og sagðist spenntur að fylgjast með liðinu næstu árin. „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum“ voru lokaorð Arnars. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. 4. apríl 2024 14:00 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
“Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer” sagði Arnar fljótlega eftir leik. Stjarnan sá um sitt og vann öruggan 96-80 sigur gegn Breiðabliki. Þeir þurftu þó að treysta á önnur úrslit, sem féllu ekki þeim í hag, Höttur tapaði gegn Álftanesi og Stjarnan er því úr leik. „Leikurinn var bara svona, ég held að menn hafi vitað hvernig færi. Allan seinni hálfleik var maður bara að velta fyrir sér hvort Höttur myndi ná áhlaupi.“ Arnar var afar svekktur á svip, spurður út í líðan sína sagði hann þetta ömurlegan endi á þjálfaraferlinum hjá Stjörnunni. „Ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Stjarnan varð bikarmeistari þrisvar undir hans stjórn, 2019, 2020 og 2022. Þeir duttu út í undanúrslitum í ár og komust ekki í úrslitakeppni deildarinnar. Gengur Arnar stoltur frá sínum störfum? „Að einhverju leyti, já, að öðru leyti ekki. Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar eftir viku. En [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Baldur Þór Ragnarsson muni taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu. Arnar skilur gott bú eftir sig og sagðist spenntur að fylgjast með liðinu næstu árin. „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum“ voru lokaorð Arnars.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. 4. apríl 2024 14:00 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. 4. apríl 2024 14:00
Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16
Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16
Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53