Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 18:46 Andrés Jónsson segist hafa heimildir fyrir því að Katrín hafi lengi legið undir framboðsfeldinum. Vísir/Samsett Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. Andrés var gestur í Pallborði dagsins ásamt Ólafi Harðarsyni, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni og fyrrverandi þingkonu. Allir gestir voru einhuga í því að Katrín byði sig og það bráðlega. Aðspurður hvers vegna Katrín hafi ekki þegar tilkynnt framboð sitt formlega segir Andrés að það sé gert til að hámarka líkur á kosningasigri. „Hún er náttúrlega að reyna að gera þetta á þann hátt að hún sé líklegt til að vinna. Svo vill hún skilja vel við. Bæði er það mikilvægt veganesti inn í kosningarnar. Að skilja ekki allt eftir í hönk. Að sama skapi er það líka hennar stíll að skilja vel við,“ segir Andrés. „Hún er aðeins farin að missa stjórn á atburðarásinni. Henni hefur tekist að halda þessu frekar úr umræðunni. Mínar heimildir herma að hún sé búin að vera að hugsa þetta frá því á nýársdag og máta sig við þetta og máta hverjir aðrir færu fram. Og í rauninni finna lausn á því hvernig hún gæti stigið frá borði og gert það vel,“ bætir hann við. Hann segist halda að það sé algjörlega útilokað að Katrín bjóði sig ekki fram og að það verði á morgun. Þurfti að staðfesta orð þingflokksmanns síns Helga Vala segir það helst vera Orra Páli Jóhannssyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, að kenna að Katrín hafi misst stjórn á umræðunni varðandi framboð hennar. „Þingflokksformaður VG er eiginlega búinn að skúbba tvisvar, nú tvö kvöld í röð. Hún byrjaði á því að koma og segja: „Já, jú, hún er að íhuga þetta alvarlega,“ og Katrín kom svo daginn eftir og staðfesti orð þingflokksformannsins síns“ segir hún. „Katrín er búin að vera í stjórnmálum síðan 2002, þegar hún var í borginni. Hún hefur þau völd að vita að einn dagur til eða frá í þessu mun ekki skipta neinu máli um niðurstöðuna. Þannig hún getur ákveðið að gera þetta á sínum hraða. Hún hefur ekkert endalausan tíma en hún getur alveg boðað ykkur með kortersfyrirvara og tilkynnt þetta bara látlaust,“ bætir Helga Vala við. Stjórnarslit ekki gott veganesti inn í kosningar Ólafur Harðarson, prófessor emerítus við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir jafnframt að hann telji líkurnar á því að Katrín láti sig vanta á kjörseðlunum í sumar hverfandi. „Það eina sem gæti hugsanlega leitt til þess að hún hætti nú á síðustu stundu við er að það væri ljóst að það myndi leiða til fullkomins óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum, stjórnin myndi springa, allt fara í háaloft. Það væri ekki gott veganesti fyrir hana inn í kosningabaráttu,“ segir Ólafur „En ég hef enga trú á því að þetta gerist,“ bætir hann við. Forsetakosningar 2024 Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57 Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Andrés var gestur í Pallborði dagsins ásamt Ólafi Harðarsyni, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni og fyrrverandi þingkonu. Allir gestir voru einhuga í því að Katrín byði sig og það bráðlega. Aðspurður hvers vegna Katrín hafi ekki þegar tilkynnt framboð sitt formlega segir Andrés að það sé gert til að hámarka líkur á kosningasigri. „Hún er náttúrlega að reyna að gera þetta á þann hátt að hún sé líklegt til að vinna. Svo vill hún skilja vel við. Bæði er það mikilvægt veganesti inn í kosningarnar. Að skilja ekki allt eftir í hönk. Að sama skapi er það líka hennar stíll að skilja vel við,“ segir Andrés. „Hún er aðeins farin að missa stjórn á atburðarásinni. Henni hefur tekist að halda þessu frekar úr umræðunni. Mínar heimildir herma að hún sé búin að vera að hugsa þetta frá því á nýársdag og máta sig við þetta og máta hverjir aðrir færu fram. Og í rauninni finna lausn á því hvernig hún gæti stigið frá borði og gert það vel,“ bætir hann við. Hann segist halda að það sé algjörlega útilokað að Katrín bjóði sig ekki fram og að það verði á morgun. Þurfti að staðfesta orð þingflokksmanns síns Helga Vala segir það helst vera Orra Páli Jóhannssyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, að kenna að Katrín hafi misst stjórn á umræðunni varðandi framboð hennar. „Þingflokksformaður VG er eiginlega búinn að skúbba tvisvar, nú tvö kvöld í röð. Hún byrjaði á því að koma og segja: „Já, jú, hún er að íhuga þetta alvarlega,“ og Katrín kom svo daginn eftir og staðfesti orð þingflokksformannsins síns“ segir hún. „Katrín er búin að vera í stjórnmálum síðan 2002, þegar hún var í borginni. Hún hefur þau völd að vita að einn dagur til eða frá í þessu mun ekki skipta neinu máli um niðurstöðuna. Þannig hún getur ákveðið að gera þetta á sínum hraða. Hún hefur ekkert endalausan tíma en hún getur alveg boðað ykkur með kortersfyrirvara og tilkynnt þetta bara látlaust,“ bætir Helga Vala við. Stjórnarslit ekki gott veganesti inn í kosningar Ólafur Harðarson, prófessor emerítus við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir jafnframt að hann telji líkurnar á því að Katrín láti sig vanta á kjörseðlunum í sumar hverfandi. „Það eina sem gæti hugsanlega leitt til þess að hún hætti nú á síðustu stundu við er að það væri ljóst að það myndi leiða til fullkomins óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum, stjórnin myndi springa, allt fara í háaloft. Það væri ekki gott veganesti fyrir hana inn í kosningabaráttu,“ segir Ólafur „En ég hef enga trú á því að þetta gerist,“ bætir hann við.
Forsetakosningar 2024 Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57 Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07
Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57
Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18