Hjólar í goðsagnir United vegna orða þeirra um Rashford Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 19:01 Marcus Rashford í leik með Manchester United. Hann og hans frammistöður á tímabilinu voru til umræðu í Stick To Football Vísir/Getty Dwaine Maynard, bróðir og umboðsmaður Marcus Rashford leikmanns Manchester United, tekur illa í gagnrýni fyrrverandi leikmanna félagsins í garð bróður síns sem virðist liða illa innan sem utan vallar þessa dagana. Í þættinum Stick To Football, sem gerður er út af Sky Sports og inniheldur gamla jálka úr ensku úrvalsdeildinni sem spekinga, ýjaði Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, að því að eitthvað amaði að Rashford. „Það er eitthvað ekki í lagi. Ekki bara tengt spilamennsku hans fyrir Manchester United. Hann virðist ekki vera ánægður. Ég horfi á hann og hef áhyggjur af honum,“ sagði Neville um Rashford í þættinum Stick To Football. Bræðurnir Dwaine Maynard og Marcus Rashford Vísir/Getty Það stingi í stúfa því Rashford hafi hjá Manchester United alist upp sem þessi glaðlyndi karakter sem bjó við mikið frelsi. Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Neville hjá Manchester United tók í sama streng og sagði Rashford þurfa gott spark í afturendann frá fólkinu sem er í kringum hann dags daglega. „Ég myndi kannski ekki segja að ég hefði áhyggjur af honum," bætti Keane við. „En maður horfir á hann og það er eitthvað sem vantar. Fólkið í kringum hann, hvort sem það er fjölskylda hans eða umboðsmaður. Hver er að stjaka við honum, gefa honum spark í afturendann? Ef þú vilt vera þessi leiðtogi, ert á þessum stóra samningi, þá fylgir því ábyrgð." Rio Ferdinand, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem var gestur í umræddum þætti, sagði Rashford þurfa að skoða náið fólkið sem hann væri með í kringum sig. Eitthvað sem margir hafa túlkað sem skot á bróður hans og umboðsmann Dwaine Maynard sem tekur svo sannarlega ekki vel í umræður þessa sparkspekinga um Rashford. „Ég átta mig fyllilega á því hvernig hlaðvarpsheimurinn virkar en ef þú hefur verulegar áhyggjur þá tekur þú upp símann og hringir,“ skrifaði Dwaine í færslu sem birtist á sögu-fítusi samfélagsmiðilsins Instagram fyrr í dag. „Við þekkjum hvor aðra, leiðir okkar hafa legið saman áður. Það að viðra áhyggjur þínar fyrir alla að heyra sem þína skoðun er vondur leikir og smellibeita í mínum augum.“ Marcus Rashford s brother on Instagram pic.twitter.com/b2C8HFwDuN— utdreport (@utdreport) April 4, 2024 Þrátt fyrir allt hefur Rashford komið að fjórtán mörkum fyrir lið Manchester United í 36 leikjum á yfirstandandi tímabili. Til mikils er ætlast af Englendingnum sem er einn launahæsti leikmaður félagsins. Rashford er á meðal varamanna Manchester United sem heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Spurningin er hvort hann nái að láti fjaðrafjokið sem vind um eyru sín þjóta og svari innan vallar. Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira
Í þættinum Stick To Football, sem gerður er út af Sky Sports og inniheldur gamla jálka úr ensku úrvalsdeildinni sem spekinga, ýjaði Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, að því að eitthvað amaði að Rashford. „Það er eitthvað ekki í lagi. Ekki bara tengt spilamennsku hans fyrir Manchester United. Hann virðist ekki vera ánægður. Ég horfi á hann og hef áhyggjur af honum,“ sagði Neville um Rashford í þættinum Stick To Football. Bræðurnir Dwaine Maynard og Marcus Rashford Vísir/Getty Það stingi í stúfa því Rashford hafi hjá Manchester United alist upp sem þessi glaðlyndi karakter sem bjó við mikið frelsi. Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Neville hjá Manchester United tók í sama streng og sagði Rashford þurfa gott spark í afturendann frá fólkinu sem er í kringum hann dags daglega. „Ég myndi kannski ekki segja að ég hefði áhyggjur af honum," bætti Keane við. „En maður horfir á hann og það er eitthvað sem vantar. Fólkið í kringum hann, hvort sem það er fjölskylda hans eða umboðsmaður. Hver er að stjaka við honum, gefa honum spark í afturendann? Ef þú vilt vera þessi leiðtogi, ert á þessum stóra samningi, þá fylgir því ábyrgð." Rio Ferdinand, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem var gestur í umræddum þætti, sagði Rashford þurfa að skoða náið fólkið sem hann væri með í kringum sig. Eitthvað sem margir hafa túlkað sem skot á bróður hans og umboðsmann Dwaine Maynard sem tekur svo sannarlega ekki vel í umræður þessa sparkspekinga um Rashford. „Ég átta mig fyllilega á því hvernig hlaðvarpsheimurinn virkar en ef þú hefur verulegar áhyggjur þá tekur þú upp símann og hringir,“ skrifaði Dwaine í færslu sem birtist á sögu-fítusi samfélagsmiðilsins Instagram fyrr í dag. „Við þekkjum hvor aðra, leiðir okkar hafa legið saman áður. Það að viðra áhyggjur þínar fyrir alla að heyra sem þína skoðun er vondur leikir og smellibeita í mínum augum.“ Marcus Rashford s brother on Instagram pic.twitter.com/b2C8HFwDuN— utdreport (@utdreport) April 4, 2024 Þrátt fyrir allt hefur Rashford komið að fjórtán mörkum fyrir lið Manchester United í 36 leikjum á yfirstandandi tímabili. Til mikils er ætlast af Englendingnum sem er einn launahæsti leikmaður félagsins. Rashford er á meðal varamanna Manchester United sem heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Spurningin er hvort hann nái að láti fjaðrafjokið sem vind um eyru sín þjóta og svari innan vallar.
Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira