Sviplegt fráfall eiginkonunnar breytti öllu Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 23:30 Rio Ferdinand á að baki farsælan feril sem knattspyrnumaður. En sama ár og skórnir fóru upp á hillu varð hann fyrir áfalli er eiginkona hans lét lífið. Vísir/Getty Sviplegt andlát eiginkonu fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmannsins í knattspyrnu, Rio Ferdinand, varð til þess að hann þurfti að íhuga framtíð sína upp á nýtt. Hliðra draumi sínum til þess að vera til staðar, alltaf, fyrir börn þeirra hjóna. Sama ár og Ferdinand, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og enska landsliðsins á sínum ferli, setti skóna á hilluna átti sá sorglegi atburður sér stað að eiginkona hans lét lífið eftir baráttu við brjóstakrabbamein aðeins 34 ára gömul. Rio ætlaði sér alltaf að fara út í þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk en þessi sorglegi atburður varð til þess að Rio þurfti að láta aðra hluti ganga fyrir. „Ég var að vinna í að klára þjálfaragráðurnar, vildi verða þjálfari og knattspyrnustjóri. Hundrað prósent,“ sagði Rio í hlaðvarpsþættinum Stick To Football sem er á vegum Sky Sports. „Wayne Rooney, Michael Carrick og John O´Shea. Þeir hafa allir tekið að sér þjálfarastöðu og ég var upphaflega á sömu braut og þeir. En skiljanlega, þá átti atburðarás í mínu einkalífi eftir að hafa áhrif. Ef þú ætlar þér að verða knattspyrnustjóri þá er það starf sem þú ert að sinna allan sólarhringinn.“ Og byggir Ferdinand þá skoðun sína af reynslu sinni sem leikmaður á sínum tíma og kynni sín af knattspyrnustjórum þá. Sem og reynslu hans þessa dagana á að sjá fyrrverandi landsliðsfélaga sína á borð við Steven Gerrard og Frank Lampard sem hafa orðið knattspyrnustjórar. „Börnin okkar þrjú þörfnuðust mín hundrað prósent í því að verða þeim til staðar. Ég er kannski í vinnu núna sem sérfræðingur í sjónvarpi en það er alltaf hægt að ná í mig. Ég get mætt á foreldrafundi og alls kyns viðburði með þeim á meðan að slíkt væri kannski ekki hægt væri ég knattspyrnustjóri. Ég þurfti að taka skjóta ákvörðun og þurfti í raun ekki að hugsa mikið um það hvað ég þyrfti að gera.“ Ferdinand hefur nú fundið ástina á nýjan leik í örmum Kate Wright sem nú ber eftirnafnið Ferdinand eftir að hún og Rio gengu í hnapphelduna árið 2019. Auk barnanna þriggja frá fyrra hjónabandi Rio eiga þau saman einn strák og eina stúlku. Þáttinn The Overlap, þar sem að Rio Ferdinand var gestur nýlega, má sjá hér fyrir neðan: Enski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Sama ár og Ferdinand, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og enska landsliðsins á sínum ferli, setti skóna á hilluna átti sá sorglegi atburður sér stað að eiginkona hans lét lífið eftir baráttu við brjóstakrabbamein aðeins 34 ára gömul. Rio ætlaði sér alltaf að fara út í þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk en þessi sorglegi atburður varð til þess að Rio þurfti að láta aðra hluti ganga fyrir. „Ég var að vinna í að klára þjálfaragráðurnar, vildi verða þjálfari og knattspyrnustjóri. Hundrað prósent,“ sagði Rio í hlaðvarpsþættinum Stick To Football sem er á vegum Sky Sports. „Wayne Rooney, Michael Carrick og John O´Shea. Þeir hafa allir tekið að sér þjálfarastöðu og ég var upphaflega á sömu braut og þeir. En skiljanlega, þá átti atburðarás í mínu einkalífi eftir að hafa áhrif. Ef þú ætlar þér að verða knattspyrnustjóri þá er það starf sem þú ert að sinna allan sólarhringinn.“ Og byggir Ferdinand þá skoðun sína af reynslu sinni sem leikmaður á sínum tíma og kynni sín af knattspyrnustjórum þá. Sem og reynslu hans þessa dagana á að sjá fyrrverandi landsliðsfélaga sína á borð við Steven Gerrard og Frank Lampard sem hafa orðið knattspyrnustjórar. „Börnin okkar þrjú þörfnuðust mín hundrað prósent í því að verða þeim til staðar. Ég er kannski í vinnu núna sem sérfræðingur í sjónvarpi en það er alltaf hægt að ná í mig. Ég get mætt á foreldrafundi og alls kyns viðburði með þeim á meðan að slíkt væri kannski ekki hægt væri ég knattspyrnustjóri. Ég þurfti að taka skjóta ákvörðun og þurfti í raun ekki að hugsa mikið um það hvað ég þyrfti að gera.“ Ferdinand hefur nú fundið ástina á nýjan leik í örmum Kate Wright sem nú ber eftirnafnið Ferdinand eftir að hún og Rio gengu í hnapphelduna árið 2019. Auk barnanna þriggja frá fyrra hjónabandi Rio eiga þau saman einn strák og eina stúlku. Þáttinn The Overlap, þar sem að Rio Ferdinand var gestur nýlega, má sjá hér fyrir neðan:
Enski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira