Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2024 11:40 Ásgeir Jónsson og Gunnar Jakobsson eiga báðir sæti í peningastefnunefnd sem ákvað í gær að auka bindiskyldu bankanna. Stöð 2/Arnar Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á aukafundi í gær að auka bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Athygli vekur að ákvörðunin var tekin á aukafundi peningastefnunefndar, daginn fyrir aðalfund Seðlabankans í dag, og aðeins hálfum mánuði frá því nefndin greindi frá vaxtaákvörðun hinn 20. mars. Seðlabankinn hefur á undanförnum árum byggt upp mikinn gjaldeyrisforða sem var 790 milljarðar króna um síðustu áramót. Mikill munur er á þeim vöxtum sem gjaldeyrisforðinn er ávaxtaður á í Bandaríkjunum og Evrópu og þeim háu vöxtum sem Seðlabankinn þarf að greiða fyrir lántökur sínar innanlands. Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir aukningu bindiskyldunnar nú segir meðal annars, „að markmiðið sé að dreifa betur kostnaði sem fylgi því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar.“ Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir aukna bindiskyldu draga úr útlánagetu bankanna.Íslandsbanki Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir þessa ákvörðun á vissan hátt koma á óvart. Er verið að láta bankana fjármagna kostnaðinn við gjaldeyrisforðann? „Það má sjálfsagt velta þessu upp á ýmsa vegu. En með þessu er bönkunum þá uppálagt að leggja fé inn á reikninga sína í Seðlabankanum án ávöxtunar og varðveita það þar,“ segir Ellert. Þegar peningastefnunefndin kynnti ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars kom fram að enn væri mikil spenna eða þensla í íslensku efnahagslífi. Sumir greinendur segja þessa ákvörðun vera ígildi vaxtahækkunar til bankanna. Ellert vill ekki taka svo djúpt í árinni en segir aukna bindiskyldu fela í sér meiri kostnað fyrir bankana. Hins vegar væri of snemmt að segja til um hvort og þá hver áhrifin verði á kjör bankanna að öðru leyti. Í tilfelli Íslandsbanka þýði þetta að bindiskyldan aukist í kringum tíu milljarðar króna. „Þetta dregur úr peningamagni íumferð. Þetta dregur úr getu bankanna til að veita útlán. Það er íraun og veru það sem þessi aðgerð gerir,“ segir Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á aukafundi í gær að auka bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Athygli vekur að ákvörðunin var tekin á aukafundi peningastefnunefndar, daginn fyrir aðalfund Seðlabankans í dag, og aðeins hálfum mánuði frá því nefndin greindi frá vaxtaákvörðun hinn 20. mars. Seðlabankinn hefur á undanförnum árum byggt upp mikinn gjaldeyrisforða sem var 790 milljarðar króna um síðustu áramót. Mikill munur er á þeim vöxtum sem gjaldeyrisforðinn er ávaxtaður á í Bandaríkjunum og Evrópu og þeim háu vöxtum sem Seðlabankinn þarf að greiða fyrir lántökur sínar innanlands. Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir aukningu bindiskyldunnar nú segir meðal annars, „að markmiðið sé að dreifa betur kostnaði sem fylgi því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar.“ Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir aukna bindiskyldu draga úr útlánagetu bankanna.Íslandsbanki Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir þessa ákvörðun á vissan hátt koma á óvart. Er verið að láta bankana fjármagna kostnaðinn við gjaldeyrisforðann? „Það má sjálfsagt velta þessu upp á ýmsa vegu. En með þessu er bönkunum þá uppálagt að leggja fé inn á reikninga sína í Seðlabankanum án ávöxtunar og varðveita það þar,“ segir Ellert. Þegar peningastefnunefndin kynnti ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars kom fram að enn væri mikil spenna eða þensla í íslensku efnahagslífi. Sumir greinendur segja þessa ákvörðun vera ígildi vaxtahækkunar til bankanna. Ellert vill ekki taka svo djúpt í árinni en segir aukna bindiskyldu fela í sér meiri kostnað fyrir bankana. Hins vegar væri of snemmt að segja til um hvort og þá hver áhrifin verði á kjör bankanna að öðru leyti. Í tilfelli Íslandsbanka þýði þetta að bindiskyldan aukist í kringum tíu milljarðar króna. „Þetta dregur úr peningamagni íumferð. Þetta dregur úr getu bankanna til að veita útlán. Það er íraun og veru það sem þessi aðgerð gerir,“ segir Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50