Einelti sagt ástæða árásarinnar Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2024 14:14 Tilkynnt var um árásina í Viertolan koulu í Vantaa, norður af Helsinki, klukkan 9:08 að staðartíma í gær. EPA Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. Tólf ára drengur lést og tvær tólf ára stúlkur særðust alvarlega í árásinni sem gerð var í Viertolan koulu í Vantaa, norður af Helsinki, í gærmorgun. Lögregla í Finnlandi hefur greint fjölmiðlum nánar frá framgangi rannsóknarinnar í dag. Lögregla staðfesti í dag að við yfirheyrslur hafi hinn grunaði sagt ástæðu árásarinnar vera einelti sem hann hafi þurft að þola. Þá greindi lögregla frá því að barnið hafi hótað nemendum sem voru á leið í skólann í hverfinu Siltamäki, skömmu eftir að hann hafi skotið samnemendur sína í Viertolan-skólanum og áður en hann var handtekinn. Hóf nám í skólanum um áramótin Í frétt YLE segir að barnið sem grunað er um árásina hafi byrjað að stunda nám við skólann um áramótin eftir að hafa þá flutt til Vantaa. Skólastjórnendur við Viertolan-skólann hafa reynt að halda venjulegu skólastarfi gangandi í dag, þó að skóladagurinn hafi verið styttri en vanalega. Hið sama verður upp á tengingnum á morgun og föstudag. Í fyrstu kennslustundinni í morgun var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Rannsaka hvernig barnið komst yfir skammbyssuna Lögregla í Finnlandi rannsakar nú hvernig barnið komst yfir skammbyssuna sem notuð var í árásinni, en fjölmargir hafa verið yfirheyrðir bæði í gær og í dag. Lögregla hefur bent á að mikið magn rangra upplýsinga um árásina sé nú í dreifingu á samfélagsmiðlum, sér í lagi TikTok. Hefur sérstaklega verið bent á að ólöglegt sé að dreifa röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum í málum sem þessum. Finnland Tengdar fréttir Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Tólf ára drengur lést og tvær tólf ára stúlkur særðust alvarlega í árásinni sem gerð var í Viertolan koulu í Vantaa, norður af Helsinki, í gærmorgun. Lögregla í Finnlandi hefur greint fjölmiðlum nánar frá framgangi rannsóknarinnar í dag. Lögregla staðfesti í dag að við yfirheyrslur hafi hinn grunaði sagt ástæðu árásarinnar vera einelti sem hann hafi þurft að þola. Þá greindi lögregla frá því að barnið hafi hótað nemendum sem voru á leið í skólann í hverfinu Siltamäki, skömmu eftir að hann hafi skotið samnemendur sína í Viertolan-skólanum og áður en hann var handtekinn. Hóf nám í skólanum um áramótin Í frétt YLE segir að barnið sem grunað er um árásina hafi byrjað að stunda nám við skólann um áramótin eftir að hafa þá flutt til Vantaa. Skólastjórnendur við Viertolan-skólann hafa reynt að halda venjulegu skólastarfi gangandi í dag, þó að skóladagurinn hafi verið styttri en vanalega. Hið sama verður upp á tengingnum á morgun og föstudag. Í fyrstu kennslustundinni í morgun var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Rannsaka hvernig barnið komst yfir skammbyssuna Lögregla í Finnlandi rannsakar nú hvernig barnið komst yfir skammbyssuna sem notuð var í árásinni, en fjölmargir hafa verið yfirheyrðir bæði í gær og í dag. Lögregla hefur bent á að mikið magn rangra upplýsinga um árásina sé nú í dreifingu á samfélagsmiðlum, sér í lagi TikTok. Hefur sérstaklega verið bent á að ólöglegt sé að dreifa röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum í málum sem þessum.
Finnland Tengdar fréttir Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16
Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33