Eðlilegt að mögulegt framboð Katrínar sé rætt á fundi þingflokksins Lovísa Arnardóttir skrifar 3. apríl 2024 08:47 Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það ekki lengur koma á óvart þegar nýir bætast í forsetaslaginn. Vísir/Vilhelm Þingkona Sjálfstæðisflokksins telur of mikið gert úr því að þingflokkurinn ætli að ræða mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta á fundi í dag. Ekki eru önnur mál á fundi þingflokksins í dag. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir Katrínu enn að hugsa málið. „Auðvitað er hún að hugsa þetta í samhengi allrar umræðunnar í samfélaginu,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands. Hann segir það mjög í anda hennar að taka slíkar áskoranir alvarlega. Það muni koma svar og hún muni ræða það við þingflokkinn þegar að því kemur. Orri Páll ræddi þetta í Bítinu í Bylgjunni í morgun ásamt Diljá Mist Einarsdóttir, þingkonu Sjálfstæðisflokks. Orri Páll hefur ekki áhyggjur af Vinstri grænum fari Katrín fram til forseta. Það sé ekki hún ein sem sæki fylgið og að flokkurinn muni lifa það af. Það sé eftirsjá af góðum leiðtogum en að þau muni lifa það af, ef hún fer fram. „Ég veit það nennir enginn að heyra þetta en endanlegur mælikvarði er auðvitað á kjördag þegar það kemur í ljós hver einhver heildarniðurstaðan verður,“ segir Orri Páll. Ekki fleiri mál á dagskrá Sjálfstæðisflokkurinn fundar í dag um mögulegt framboð Katrínar til forseta. Diljá Mist segir það eðlilegt að málið sé rætt á fundi þingflokksins í dag en að mögulega hafi verið gert of mikið úr því að ræða eigi málið á fundi þingflokksins í dag og að það sé ekki eina málið á dagskrá. Það er þó ekki rétt því mögulegt framboð Katrínar er eina málið á dagskrá. Það staðfestir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Reglulegur þingflokksfundur fari fram í næstu viku þegar þing kemur saman og þá verði önnur mál tekin fyrir. „En það er alveg eðlilegt auðvitað að við ræðum stöðuna. Þetta er mál manna og við ræðum oft mál manna,“ segir Diljá og að hún sé róleg yfir forsetakosningunum. Það sé að bætast reglulega í hópinn og það hætt að koma á óvart. Hún segist ekki hafa fundið sterkt fyrir því að fólk hafi verið að kalla eftir kosningum en þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason, sagði í gær að hann teldi ríkisstjórnina ekki lifa það af fari Katrín fram. Diljá segir útlendingamálin og sameiningar á vegum loftslagsráðherra í orkumálum stór mál sem ríkisstjórnin eigi eftir að klára áður en kemur að kosningum. Orri Páll tók undir þetta og sagði kjaramálin og nýja kjarasamninga skipta afar miklu máli fyrir efnahagsmálin. „Eins og vænta má þá ber ég mikið traust og hlýju til Katrínar og ég veit að allt sem hún tekur sér fyrir hendur það mun hún gera vel. Ef hún ætlar sér að huga að því að skipta um starfsvettvang, aftur ég veit ekki hvort það komi til greina að hún geri það, en þetta er sama öfluga manneskjan að mínu mati,“ segir Orri Páll og að það sé ekkert endilega hræðilegt fyrir ríkisstjórnina og þeirra mál fari hún fram. Fjölmargir í framboði Forsetakosningarnar fara fram í júní og eru alls um 60 í framboði. Jón Gnarr bættist í hópinn í gær og náði að safna öllum undirskriftum á skömmum tíma í gærkvöldi. Fréttinni hefur verið breytt og það leiðrétt að önnur mál en mögulegt framboð Katrínar sé á dagskrá hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þá var Vilhjálmur titlaður þingflokksformaður en það er ekki rétt. Hildur Sverrisdóttir er það. Leiðrétt þann 3.4.2024 klukkan 10.07. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2024 22:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
„Auðvitað er hún að hugsa þetta í samhengi allrar umræðunnar í samfélaginu,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands. Hann segir það mjög í anda hennar að taka slíkar áskoranir alvarlega. Það muni koma svar og hún muni ræða það við þingflokkinn þegar að því kemur. Orri Páll ræddi þetta í Bítinu í Bylgjunni í morgun ásamt Diljá Mist Einarsdóttir, þingkonu Sjálfstæðisflokks. Orri Páll hefur ekki áhyggjur af Vinstri grænum fari Katrín fram til forseta. Það sé ekki hún ein sem sæki fylgið og að flokkurinn muni lifa það af. Það sé eftirsjá af góðum leiðtogum en að þau muni lifa það af, ef hún fer fram. „Ég veit það nennir enginn að heyra þetta en endanlegur mælikvarði er auðvitað á kjördag þegar það kemur í ljós hver einhver heildarniðurstaðan verður,“ segir Orri Páll. Ekki fleiri mál á dagskrá Sjálfstæðisflokkurinn fundar í dag um mögulegt framboð Katrínar til forseta. Diljá Mist segir það eðlilegt að málið sé rætt á fundi þingflokksins í dag en að mögulega hafi verið gert of mikið úr því að ræða eigi málið á fundi þingflokksins í dag og að það sé ekki eina málið á dagskrá. Það er þó ekki rétt því mögulegt framboð Katrínar er eina málið á dagskrá. Það staðfestir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Reglulegur þingflokksfundur fari fram í næstu viku þegar þing kemur saman og þá verði önnur mál tekin fyrir. „En það er alveg eðlilegt auðvitað að við ræðum stöðuna. Þetta er mál manna og við ræðum oft mál manna,“ segir Diljá og að hún sé róleg yfir forsetakosningunum. Það sé að bætast reglulega í hópinn og það hætt að koma á óvart. Hún segist ekki hafa fundið sterkt fyrir því að fólk hafi verið að kalla eftir kosningum en þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason, sagði í gær að hann teldi ríkisstjórnina ekki lifa það af fari Katrín fram. Diljá segir útlendingamálin og sameiningar á vegum loftslagsráðherra í orkumálum stór mál sem ríkisstjórnin eigi eftir að klára áður en kemur að kosningum. Orri Páll tók undir þetta og sagði kjaramálin og nýja kjarasamninga skipta afar miklu máli fyrir efnahagsmálin. „Eins og vænta má þá ber ég mikið traust og hlýju til Katrínar og ég veit að allt sem hún tekur sér fyrir hendur það mun hún gera vel. Ef hún ætlar sér að huga að því að skipta um starfsvettvang, aftur ég veit ekki hvort það komi til greina að hún geri það, en þetta er sama öfluga manneskjan að mínu mati,“ segir Orri Páll og að það sé ekkert endilega hræðilegt fyrir ríkisstjórnina og þeirra mál fari hún fram. Fjölmargir í framboði Forsetakosningarnar fara fram í júní og eru alls um 60 í framboði. Jón Gnarr bættist í hópinn í gær og náði að safna öllum undirskriftum á skömmum tíma í gærkvöldi. Fréttinni hefur verið breytt og það leiðrétt að önnur mál en mögulegt framboð Katrínar sé á dagskrá hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þá var Vilhjálmur titlaður þingflokksformaður en það er ekki rétt. Hildur Sverrisdóttir er það. Leiðrétt þann 3.4.2024 klukkan 10.07.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2024 22:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2024 22:13