Stóðu og klöppuðu fyrir James eftir afrek sem aðeins Jordan hafði náð Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 12:00 LeBron James var vel fagnað í New York í gær og þakkaði fyrir sig. AP Photo/John Munson LeBron James setti niður níu þriggja stiga skot fyrir Los Angeles Lakers og var hylltur af heimafólki í New York í gærkvöld, eftir 116-104 sigur Lakers á Brooklyn Nets í NBA-deildinni. James skoraði alls 40 stig í leiknum og er aðeins annar körfuboltamaðurinn í sögunni til að skora 40 stig í meira en einum NBA-leik, eftir að hafa orðið 39 ára. Hinn er Michael Jordan sem lék til fertugs og náði þremur 40 stiga leikjum eftir að hafa náð 39 ára aldri. Standing ovation for LeBron James from the Brooklyn crowd. He checks out with 40 points on 13-for-17 shooting, 7 assists and 5 rebounds. He tied a career high in 3-pointers, going 9-for-10 from deep. pic.twitter.com/WeKY73OY0o— Dave McMenamin (@mcten) April 1, 2024 „Í hvert skipti sem maður er tengdur við þá allra bestu þá er það býsna svalt,“ sagði James eftir sigurinn í nótt. Eftir sigurinn eru Lakers í 9. sæti vesturdeildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrslitakeppninni, þegar liðið á sjö leiki eftir, en Nets eru í 11. sæti austurdeildarinnar. D‘Angelo Russell skoraði 18 stig fyrir Lakers og rauf þar með 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Úrslitakeppnin liti svona út ef deildakeppninni væri lokið, en enn eru tvær vikur eftir.NBA.com Af öðrum úrslitum má nefna að Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan árið 2020, með því að vinna New York Knicks 113-112. Shai Gilgeous-Alexander skoraði sigurkörfuna þegar 2,6 sekúndurd voru eftir. Meistarar Denver Nuggets tryggðu sig einnig endanlega inn í úrslitakeppnina með því að vinna Cleveland Cavaliers, 130-101. Nikola Jokic náði þrennu í 23. sinn á tímabilinu en hann skoraði 26 stig, tók 18 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Dallas Mavericks hafa svo unnið sjö leiki í röð en Luka Doncic skoraði 47 stig fyrir þá í gærkvöld, í 125-107 sigri á Houston Rockets, sem höfðu unnið 11 leiki í röð. Doncic tók 12 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
James skoraði alls 40 stig í leiknum og er aðeins annar körfuboltamaðurinn í sögunni til að skora 40 stig í meira en einum NBA-leik, eftir að hafa orðið 39 ára. Hinn er Michael Jordan sem lék til fertugs og náði þremur 40 stiga leikjum eftir að hafa náð 39 ára aldri. Standing ovation for LeBron James from the Brooklyn crowd. He checks out with 40 points on 13-for-17 shooting, 7 assists and 5 rebounds. He tied a career high in 3-pointers, going 9-for-10 from deep. pic.twitter.com/WeKY73OY0o— Dave McMenamin (@mcten) April 1, 2024 „Í hvert skipti sem maður er tengdur við þá allra bestu þá er það býsna svalt,“ sagði James eftir sigurinn í nótt. Eftir sigurinn eru Lakers í 9. sæti vesturdeildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrslitakeppninni, þegar liðið á sjö leiki eftir, en Nets eru í 11. sæti austurdeildarinnar. D‘Angelo Russell skoraði 18 stig fyrir Lakers og rauf þar með 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Úrslitakeppnin liti svona út ef deildakeppninni væri lokið, en enn eru tvær vikur eftir.NBA.com Af öðrum úrslitum má nefna að Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan árið 2020, með því að vinna New York Knicks 113-112. Shai Gilgeous-Alexander skoraði sigurkörfuna þegar 2,6 sekúndurd voru eftir. Meistarar Denver Nuggets tryggðu sig einnig endanlega inn í úrslitakeppnina með því að vinna Cleveland Cavaliers, 130-101. Nikola Jokic náði þrennu í 23. sinn á tímabilinu en hann skoraði 26 stig, tók 18 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Dallas Mavericks hafa svo unnið sjö leiki í röð en Luka Doncic skoraði 47 stig fyrir þá í gærkvöld, í 125-107 sigri á Houston Rockets, sem höfðu unnið 11 leiki í röð. Doncic tók 12 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira