Helga hellir sér í forsetaslaginn Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 12:05 Helga Þórisdóttir býður fram krafta sína til forseta Íslands. Vísir/Einar Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu. Í framboðsræðu sinni fór Helga ítarlega yfir starfsferill sinn, sem hún sagði hafa snúið alfarið að þjónustu við almannahagsmuni. Hún hafi starfað hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel, menntamálaráðuneytinu og Lyfjastofnun. Síðastliðin átta ár hafi hún verið forstjóri Persónuverndar. „Með alla mína dýrmætu reynslu og þekkingu býð ég mig nú fram til embættis forseta Íslands.“ Hún segir að hún brenni fyrir hagsmunum íslenskrar þjóðar og þess vegna bjóði hún fram reynslu sína, þekkingu og einlægni til þess að gegna mikilvægu embætti forseta Íslands. „Embætti forseta Íslands er að mínu mati eitt af virðingarmestu embættum landsins. Í embættinu þarf að vera einstaklingur sem ber virðingu fyrir lýðræðinu og fyrir grunngildum íslenskrar þjóðar, eins og þau eru lögfest í okkar stjórnarskrá. Það þarf að vera einstaklingur sem tryggir að virðing sé borin fyrir öllum í lýðræðissamfélagi. Einstaklingur sem tryggir að ríkið, á hverjum tíma, grafi ekki undan okkar helstu gildum.“ Blaðamannafund Helgu má sjá í heild sinni hér að neðan: Stígur til hliðar Í tilkynningu á vef Persónuverndar segir að Helga hafi óskað eftir leyfi frá störfum sem forstjóri Persónuverndar frá og með deginum í dag, 27. mars 2024. Staðgengill forstjóra í hennar fjarveru verði Helga Sigríður Þórhallsdóttir, lögfræðingur, sem hafi starfað hjá stofnuninni síðan 2015, nú síðast sem sviðsstjóri alþjóða- og fræðslusviðs. Helga verður í leyfi til 1. júní, þegar kosið verður til forseta. Fréttin hefur verið uppfærð. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Persónuvernd Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar íhugar alvarlega að gefa kost á sér Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir meiri líkur en minni á að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. 13. mars 2024 14:56 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Í framboðsræðu sinni fór Helga ítarlega yfir starfsferill sinn, sem hún sagði hafa snúið alfarið að þjónustu við almannahagsmuni. Hún hafi starfað hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel, menntamálaráðuneytinu og Lyfjastofnun. Síðastliðin átta ár hafi hún verið forstjóri Persónuverndar. „Með alla mína dýrmætu reynslu og þekkingu býð ég mig nú fram til embættis forseta Íslands.“ Hún segir að hún brenni fyrir hagsmunum íslenskrar þjóðar og þess vegna bjóði hún fram reynslu sína, þekkingu og einlægni til þess að gegna mikilvægu embætti forseta Íslands. „Embætti forseta Íslands er að mínu mati eitt af virðingarmestu embættum landsins. Í embættinu þarf að vera einstaklingur sem ber virðingu fyrir lýðræðinu og fyrir grunngildum íslenskrar þjóðar, eins og þau eru lögfest í okkar stjórnarskrá. Það þarf að vera einstaklingur sem tryggir að virðing sé borin fyrir öllum í lýðræðissamfélagi. Einstaklingur sem tryggir að ríkið, á hverjum tíma, grafi ekki undan okkar helstu gildum.“ Blaðamannafund Helgu má sjá í heild sinni hér að neðan: Stígur til hliðar Í tilkynningu á vef Persónuverndar segir að Helga hafi óskað eftir leyfi frá störfum sem forstjóri Persónuverndar frá og með deginum í dag, 27. mars 2024. Staðgengill forstjóra í hennar fjarveru verði Helga Sigríður Þórhallsdóttir, lögfræðingur, sem hafi starfað hjá stofnuninni síðan 2015, nú síðast sem sviðsstjóri alþjóða- og fræðslusviðs. Helga verður í leyfi til 1. júní, þegar kosið verður til forseta. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Persónuvernd Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar íhugar alvarlega að gefa kost á sér Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir meiri líkur en minni á að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. 13. mars 2024 14:56 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar íhugar alvarlega að gefa kost á sér Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir meiri líkur en minni á að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. 13. mars 2024 14:56