Listamaðurinn á bak við Áfanga í Viðey látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2024 11:37 Einn stuðlabergsdranginn í Viðey. Reykjavík í bakgrunni. Listasafn Reykjavíkur Bandaríski listamaðurinn Richard Serra er látinn 85 ára gamall. Hann var þekktastur fyrir listaverk sín úr stáli sem finna má um heima allan meðal annars í Viðey. Banamein Serra var lungnabólga en hann lést á heimili sínu á Long Island í New York í gær. Lögmaður Serra staðfesti andlátið við New York Times. Listaverk Serra voru reist um heim allan. Þau mátti finna í listasöfnum í París og eyðimörk í Katar þar sem fjórar risastórar stálplötur, hver fyrir sig fjórtán metra há, eru með 250 metra millibili. Fjórtán metra háu stálplöturnar í eyðimörkinni í Katar. Getty/Masashi Hara Þá má finna listaverkið Áfanga í Viðey eftir Serra en verkið samanstendur af átján stuðlabergsdröngum sem standa tveir og tveir saman og mynda hring um eyjuna. Annar dranginn í hverju pari er þrír metrar á lengd og staðsettur í tíu metra hæð en hinn er fjórir metrar og staðsettur í níu metra hæð. Toppar dranganna eru því allir jafnir, 13 metrum yfir sjávarmáli. Mislangt er á milli dranganna en bilið ákvarðast af landhallanum. Verkið vísar þannig í legu landsins. Richard Serra fæddist í San Francisco árið 1938. Faðir hans var spænskur en móðir hans rússnesk. Serra ólst upp við að fylgjast með föður sínum við vinnu í skipasmíðastöðvum. Richard Serra við stálskúlptúr fyrir utan Nýlistasafnið í New York í apríl 2007.David Corio/Redferns Hann er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, meðal annars Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA, sem heiðraði hann með tveimur yfirlitssýningum, árin 1986 og 2007. Verk hans voru tvisvar sýnd á Feneyjatvíæringinum og fjórum sinnum á Documenta sýningunni í Kassell, Þýskalandi. Og þannig má lengi telja enda hefur Serra verið lýst sem risa í myndlist samtímans. Myndlist Viðey Andlát Bandaríkin Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Banamein Serra var lungnabólga en hann lést á heimili sínu á Long Island í New York í gær. Lögmaður Serra staðfesti andlátið við New York Times. Listaverk Serra voru reist um heim allan. Þau mátti finna í listasöfnum í París og eyðimörk í Katar þar sem fjórar risastórar stálplötur, hver fyrir sig fjórtán metra há, eru með 250 metra millibili. Fjórtán metra háu stálplöturnar í eyðimörkinni í Katar. Getty/Masashi Hara Þá má finna listaverkið Áfanga í Viðey eftir Serra en verkið samanstendur af átján stuðlabergsdröngum sem standa tveir og tveir saman og mynda hring um eyjuna. Annar dranginn í hverju pari er þrír metrar á lengd og staðsettur í tíu metra hæð en hinn er fjórir metrar og staðsettur í níu metra hæð. Toppar dranganna eru því allir jafnir, 13 metrum yfir sjávarmáli. Mislangt er á milli dranganna en bilið ákvarðast af landhallanum. Verkið vísar þannig í legu landsins. Richard Serra fæddist í San Francisco árið 1938. Faðir hans var spænskur en móðir hans rússnesk. Serra ólst upp við að fylgjast með föður sínum við vinnu í skipasmíðastöðvum. Richard Serra við stálskúlptúr fyrir utan Nýlistasafnið í New York í apríl 2007.David Corio/Redferns Hann er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, meðal annars Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA, sem heiðraði hann með tveimur yfirlitssýningum, árin 1986 og 2007. Verk hans voru tvisvar sýnd á Feneyjatvíæringinum og fjórum sinnum á Documenta sýningunni í Kassell, Þýskalandi. Og þannig má lengi telja enda hefur Serra verið lýst sem risa í myndlist samtímans.
Myndlist Viðey Andlát Bandaríkin Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira