Ingibjörg enn nær falli eftir tap fyrir landsleikjatörn Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 16:05 Ingibjörg Sigurðardóttir var fyrirliði Vålerenga í Noregi en fór svo til Duisburg í Þýskalandi í vetur. Getty Fátt virðist geta komið í veg fyrir að lið Ingibjargar Sigurðardóttur, Duisburg, falli úr efstu deild Þýskalands í fótbolta en liðið tapaði fallslag í dag. Duisburg er langneðst í deildinni með aðeins fjögur stig í 12. sæti en liðið tapaði 3-0 á heimavelli gegn Leipzig í dag. Leipzig var í þriðja neðsta sæti fyrir leikinn en er núna með 16 stig í 9. sæti og skilur Duisburg eftir í enn verri málum en áður, tíu stigum frá næsta örugga sæti þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. Ingibjörg, sem kom til Duisburg í janúar, spilaði allan leikinn í dag en gestirnir frá Leipzig komust í 2-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik og bættu svo við þriðja markinu um miðjan seinni hálfleik. Alexandra í þriðja sæti þrátt fyrir tap Liðsfélagi Ingibjargar úr landsliðinu, Alexandra Jóhannsdóttir, var í byrjunarliði Fiorentina sem varð einnig að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli, gegn Inter í ítölsku A-deildinni. Alexandra Jóhannsdóttir varð að sætta sig við tap í dag.Gabriele Maltinti/Getty Images Alexöndru var skipt af velli á 70. mínútu, rétt eftir að Inter skoraði sitt þriðja mark. Liðin eru í hópi þeirra fimm efstu á Ítalíu sem nú spila í meistarahluta deildarinnar. Fiorentina er með 39 stig í 3. sæti en Inter komst með sigrinum upp fyrir Sassuolo í 4. sæti og er með 30 stig. Roma er efst með 54 stig og Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, næst með 44 stig. Ingibjörg og hennar liðsfélagar eru nú komnar í hlé í Þýskalandi vegna komandi landsleikja, þar sem Ísland mætir Póllandi og Þýskalandi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Alexandra á hins vegar eftir leik við Juventus næsta laugardag. Ítalski boltinn Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Duisburg er langneðst í deildinni með aðeins fjögur stig í 12. sæti en liðið tapaði 3-0 á heimavelli gegn Leipzig í dag. Leipzig var í þriðja neðsta sæti fyrir leikinn en er núna með 16 stig í 9. sæti og skilur Duisburg eftir í enn verri málum en áður, tíu stigum frá næsta örugga sæti þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. Ingibjörg, sem kom til Duisburg í janúar, spilaði allan leikinn í dag en gestirnir frá Leipzig komust í 2-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik og bættu svo við þriðja markinu um miðjan seinni hálfleik. Alexandra í þriðja sæti þrátt fyrir tap Liðsfélagi Ingibjargar úr landsliðinu, Alexandra Jóhannsdóttir, var í byrjunarliði Fiorentina sem varð einnig að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli, gegn Inter í ítölsku A-deildinni. Alexandra Jóhannsdóttir varð að sætta sig við tap í dag.Gabriele Maltinti/Getty Images Alexöndru var skipt af velli á 70. mínútu, rétt eftir að Inter skoraði sitt þriðja mark. Liðin eru í hópi þeirra fimm efstu á Ítalíu sem nú spila í meistarahluta deildarinnar. Fiorentina er með 39 stig í 3. sæti en Inter komst með sigrinum upp fyrir Sassuolo í 4. sæti og er með 30 stig. Roma er efst með 54 stig og Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, næst með 44 stig. Ingibjörg og hennar liðsfélagar eru nú komnar í hlé í Þýskalandi vegna komandi landsleikja, þar sem Ísland mætir Póllandi og Þýskalandi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Alexandra á hins vegar eftir leik við Juventus næsta laugardag.
Ítalski boltinn Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira