„Við förum upp aftur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. mars 2024 19:55 Arna Valgerður var að ljúka sínu fyrsta tímabili sem þjálfari og ætlar nú að taka sér smá hlé Vísir/Anton Brink KA/Þór er fallið úr Olís-deildinni eftir hetjulega baráttu gegn Fram í Lambhagahöllinni í kvöld. Lokatölur 26-23 í leik þar sem Norðankonur voru lentar tíu mörkum undir eftir 13 mínútna leik en náðu að minnka muninn niður í tvö mörk á kafla í síðari hálfleik. Arna Valgerður Erlingsdóttir, þjálfari KA/Þórs, var döpur í leikslok eftir frábæran síðari hálfleik hjá sínu liði. Byrjun leiksins var þó banabiti Norðankvenna. „Við byrjum alveg hryllilega og gröfum okkar eigin gröf í rauninni. Við lesum ekki í það hvernig dómararnir eru að dæma í dag. Þeir bara dæma lítið og við höldum alltaf áfram að sleppa boltanum í kontakt og fáum bara hraðaupphlaup í andlitið sem að við náum ekki að koma í veg fyrir. Við fáum held ég fjögur mörk þegar við komumst í vörn sem segir að vörnin okkar var að halda fínt. Fram bara lifir og nærist á hraðaupphlaupum og þú sérð það að þetta endar í þremur mörkum sem þýðir að við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Mér fannst við gefa allt sem að við áttum, það var bara ekki nóg.“ Síðari hálfleikurinn var ótrúlegur en KA/Þór fór í sjö á sex sóknarlega og Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, fór að verja eins og berserkur. Það dugði þó ekki til. „Við náum að skora fleiri mörk eftir að við byrjum að fara í sjö á sex og þá komumst við frekar í vörn. Matea er alltaf að verja vel, það er ekkert við hana að sakast í fyrri hálfleik þegar hún er að fá á sig tíu hraðaupphlaup. Það er ekkert eðlilegt að hún verji stóran hluta af þeim. Við vissum alltaf að ef við gætum komist í vörn og svona þá væri þetta séns og það segir sig sjálft að bara horfandi á seinni hálfleikinn þá erum við bara betri. Það er svo svekkjandi eftir á að hafa ekki náð að hemja hraðaupphlaupin hjá Fram í fyrri hálfleik af því þá hefði þessi leikur getað farið allt öðruvísi,“ sagði Arna Valgerður. Niðurstaðan er sú að KA/Þór er fallið úr Olís-deildinni. Fréttamaður bað Örnu Valgerði að gera upp tímabilið hjá sínu liði eftir lokaleik tímabilsins. „Þetta tímabil er held ég búið að vera eitt strembnasta í langan tíma fyrir KA/Þór. Auðvitað erum við með rosalega ungt lið. Við erum með þrjá útlendinga sem spila í útistöðunum og tvær þeirra eru bara rétt skriðnar yfir tvítugt, þannig að þær eru ekkert reyndari eða eldri heldur en restin af liðinu. Við gerum ofboðslega mikið af mistökum sem okkur er refsað fyrir og það skrifa ég bara á reynsluleysi.“ „Svo eru bara gríðarleg meiðsli í allan vetur og ég er hundrað prósent viss um það að ef eitthvað annað lið hefði lent í því sem við höfum verið að lenda í vetur þá hefði þeim ekki gengið sérstaklega vel heldur. Við missum landsliðs hornamann út í krossbandaslit í desember. Við reynum að fá inn reynslubolta sem eru líka meiddir, eini örvhenti leikmaðurinn okkar eftir þá er meidd meira og minna allt tímabilið. Hún spilaði samt og svo spilar hún ekki fimm leiki. Þegar hópurinn er ekki breiðari en þetta þá er það bara allt of mikið.“ Arna Valgerður var að ljúka sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari KA/Þórs en Jónatan Þór Magnússon tekur við liðinu. Hvert er framhaldið hjá Örnu Valgerði? „Framhaldið hjá mér er að taka smá pásu. Þetta er náttúrulega búið að vera gríðarlega lærdómsríkt en ofboðslega krefjandi tímabil og ég læri helling af því og stelpurnar líka. Ég er ekki að hætta í þjálfun, það er alveg svoleiðis. Ég ætla bara að taka mér smá pásu, ætla að reyna að mennta mig meira í þjálfarafræðum. Ég mun þjálfa aftur fyrir KA/Þór, það er alveg á hreinu.“ Framtíð KA/Þórs er björt að mati Örnu Valgerðar. „Framtíðin er björt. Yngri flokkarnir eru rosalega flottir. Við förum upp aftur á næsta ári eða þar næsta, við getum alveg staðfest það,“ sagði Arna Valgerður að lokum. Handbolti KA Olís-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Arna Valgerður Erlingsdóttir, þjálfari KA/Þórs, var döpur í leikslok eftir frábæran síðari hálfleik hjá sínu liði. Byrjun leiksins var þó banabiti Norðankvenna. „Við byrjum alveg hryllilega og gröfum okkar eigin gröf í rauninni. Við lesum ekki í það hvernig dómararnir eru að dæma í dag. Þeir bara dæma lítið og við höldum alltaf áfram að sleppa boltanum í kontakt og fáum bara hraðaupphlaup í andlitið sem að við náum ekki að koma í veg fyrir. Við fáum held ég fjögur mörk þegar við komumst í vörn sem segir að vörnin okkar var að halda fínt. Fram bara lifir og nærist á hraðaupphlaupum og þú sérð það að þetta endar í þremur mörkum sem þýðir að við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Mér fannst við gefa allt sem að við áttum, það var bara ekki nóg.“ Síðari hálfleikurinn var ótrúlegur en KA/Þór fór í sjö á sex sóknarlega og Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, fór að verja eins og berserkur. Það dugði þó ekki til. „Við náum að skora fleiri mörk eftir að við byrjum að fara í sjö á sex og þá komumst við frekar í vörn. Matea er alltaf að verja vel, það er ekkert við hana að sakast í fyrri hálfleik þegar hún er að fá á sig tíu hraðaupphlaup. Það er ekkert eðlilegt að hún verji stóran hluta af þeim. Við vissum alltaf að ef við gætum komist í vörn og svona þá væri þetta séns og það segir sig sjálft að bara horfandi á seinni hálfleikinn þá erum við bara betri. Það er svo svekkjandi eftir á að hafa ekki náð að hemja hraðaupphlaupin hjá Fram í fyrri hálfleik af því þá hefði þessi leikur getað farið allt öðruvísi,“ sagði Arna Valgerður. Niðurstaðan er sú að KA/Þór er fallið úr Olís-deildinni. Fréttamaður bað Örnu Valgerði að gera upp tímabilið hjá sínu liði eftir lokaleik tímabilsins. „Þetta tímabil er held ég búið að vera eitt strembnasta í langan tíma fyrir KA/Þór. Auðvitað erum við með rosalega ungt lið. Við erum með þrjá útlendinga sem spila í útistöðunum og tvær þeirra eru bara rétt skriðnar yfir tvítugt, þannig að þær eru ekkert reyndari eða eldri heldur en restin af liðinu. Við gerum ofboðslega mikið af mistökum sem okkur er refsað fyrir og það skrifa ég bara á reynsluleysi.“ „Svo eru bara gríðarleg meiðsli í allan vetur og ég er hundrað prósent viss um það að ef eitthvað annað lið hefði lent í því sem við höfum verið að lenda í vetur þá hefði þeim ekki gengið sérstaklega vel heldur. Við missum landsliðs hornamann út í krossbandaslit í desember. Við reynum að fá inn reynslubolta sem eru líka meiddir, eini örvhenti leikmaðurinn okkar eftir þá er meidd meira og minna allt tímabilið. Hún spilaði samt og svo spilar hún ekki fimm leiki. Þegar hópurinn er ekki breiðari en þetta þá er það bara allt of mikið.“ Arna Valgerður var að ljúka sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari KA/Þórs en Jónatan Þór Magnússon tekur við liðinu. Hvert er framhaldið hjá Örnu Valgerði? „Framhaldið hjá mér er að taka smá pásu. Þetta er náttúrulega búið að vera gríðarlega lærdómsríkt en ofboðslega krefjandi tímabil og ég læri helling af því og stelpurnar líka. Ég er ekki að hætta í þjálfun, það er alveg svoleiðis. Ég ætla bara að taka mér smá pásu, ætla að reyna að mennta mig meira í þjálfarafræðum. Ég mun þjálfa aftur fyrir KA/Þór, það er alveg á hreinu.“ Framtíð KA/Þórs er björt að mati Örnu Valgerðar. „Framtíðin er björt. Yngri flokkarnir eru rosalega flottir. Við förum upp aftur á næsta ári eða þar næsta, við getum alveg staðfest það,“ sagði Arna Valgerður að lokum.
Handbolti KA Olís-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira