Sven-Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag: „Ég er mjög heppinn“ Aron Guðmundsson skrifar 23. mars 2024 11:00 Sven-Göran á blaðamannafundi á Anfield, heimavelli Liverpool, í gær. Mynd: Liverpool FC Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands og stuðningsmaður Liverpool til lífstíðar, talaði um það á blaðamannafundi í gær hversu ánægjulegt það sé fyrir sig að fá að stýra liði goðsagna Liverpool á Anfield síðar í dag. Sven-Göran greindi frá því í janúar að hann hefði greinst með krabbamein í brisi og að hann ætti væntanlega innan við ár eftir ólifað. Svíinn geðþekki, sem á að baki langan og farsælan feril sem þjálfari bæði með lands- og félagsliðum, fór í viðtal hjá sænska miðlinum P1 skömmu eftir að hafa fengið veður af krabbameinsgreiningunni. „Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki.“ Sven-Göran hefur lengi vel átt sér þann stóra draum að stýra liði Liverpool á Anfield og sá draumur mun rætast í dag er hann stýrir liði goðsagna félagsins á móti liði skipað goðsögnum úr sögu hollenska félagsins Ajax. „Þetta er draumi líkast,“ sagði Sven-Göran á blaðamannafundi á Anfield í gær. „Þegar að ég var þjálfari dreymdi mig alltaf um að verða knattspyrnustjóri Liverpool. Það gerðist aldrei en ég var nálægt því einu sinni.“ Klippa: Sven Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag Hann trúði því ekki fyrst þegar að forráðamenn Liverpool settu sig í samband við son hans Johan og viðruðu þá hugmynd við hann að Sven-Göran myndi stýra liði Liverpool á Anfield. „Ég er mjög, mjög ánægður og mjög heppinn að upplifa það að upplifa þakklæti , gagnvart þeim hlutum sem ég gerði vel á mínum ferli, á meðan að ég er lifandi. Það er ekki venjulegt. Maður deyr og fólk fer í jarðaför þar sem að það þakkar manni fyrir og segir manni hversu góður maður var. Ég er ánægður. Fólk segir þessa hluti við mig á meðan að ég er enn lifandi.“ Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og á Ítalíu. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000, eftir að hafa unnið Evrópukeppni bikarhafa með liðinu, og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti með það 2006. Síðasta þjálfarastarf Eriksson, sem er 76 ára gamall, var hjá landsliði Filippseyja árið 2019. Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira
Svíinn geðþekki, sem á að baki langan og farsælan feril sem þjálfari bæði með lands- og félagsliðum, fór í viðtal hjá sænska miðlinum P1 skömmu eftir að hafa fengið veður af krabbameinsgreiningunni. „Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki.“ Sven-Göran hefur lengi vel átt sér þann stóra draum að stýra liði Liverpool á Anfield og sá draumur mun rætast í dag er hann stýrir liði goðsagna félagsins á móti liði skipað goðsögnum úr sögu hollenska félagsins Ajax. „Þetta er draumi líkast,“ sagði Sven-Göran á blaðamannafundi á Anfield í gær. „Þegar að ég var þjálfari dreymdi mig alltaf um að verða knattspyrnustjóri Liverpool. Það gerðist aldrei en ég var nálægt því einu sinni.“ Klippa: Sven Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag Hann trúði því ekki fyrst þegar að forráðamenn Liverpool settu sig í samband við son hans Johan og viðruðu þá hugmynd við hann að Sven-Göran myndi stýra liði Liverpool á Anfield. „Ég er mjög, mjög ánægður og mjög heppinn að upplifa það að upplifa þakklæti , gagnvart þeim hlutum sem ég gerði vel á mínum ferli, á meðan að ég er lifandi. Það er ekki venjulegt. Maður deyr og fólk fer í jarðaför þar sem að það þakkar manni fyrir og segir manni hversu góður maður var. Ég er ánægður. Fólk segir þessa hluti við mig á meðan að ég er enn lifandi.“ Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og á Ítalíu. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000, eftir að hafa unnið Evrópukeppni bikarhafa með liðinu, og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti með það 2006. Síðasta þjálfarastarf Eriksson, sem er 76 ára gamall, var hjá landsliði Filippseyja árið 2019.
Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira